
Auglýsinga- og markaðsmál

Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta
Facebook hefur samþykkt að hætta að beina einstaklingsmiðuðum auglýsingum með notkun persónuupplýsinga að breskri konu eftir að hún lögsótti móðurfélagið Meta fyrir að stunda beina markaðssetningu.

Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng
Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil.

Mariam til Wisefish
Mariam Laperashvili hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Wisefish, hugbúnaðarhús í viðskiptalausnum fyrir aðfangakeðju sjávarútvegs- og eldisfyrirtækja á heimsvísu.

Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður
Deild markaðsmála og upplifunar hefur verið lögð niður hjá Isavia ohf. Jon Cleon, fráfarandi deildarstjóri, segir þakklæti honum efst í huga þegar hann líti yfir farinn veg, en hann segir deildina hafa sýnt fram á að markaðsmál og upplifun séu ekki bara kostnaður heldur fjárfesting.

Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft?
Eitt öflugasta verkfærið sem við höfum í almannatengslum (PR) og samskiptum er endurtekning. Stór hluti almannatengsla snýst um að breyta viðhorfum, og við sem vinnum við þetta þekkjum að þurfa að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur, með mismunandi aðferðum og í gegnum mismunandi miðla/boðrásir til þess að ná í gegn.

Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus
Sigurjón Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Nóa Síríus hf. og þá hefur Birna María Másdóttir verið ráðin markaðsstjóri fyrirtækisins.

Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn
Fagleg ánægja og stolt starfsmanna auglýsingastofa er hátt hér á landi og í takt við evrópskt meðaltal. Bjartsýni starfsfólks á framtíð greinarinnar er meiri en annars staðar í Evrópu en á sama tíma finnur starfsfólk fyrir mestri streitu.

Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Í apríl verða tvö ár síðan Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð. Með því var markað nýtt upphaf að öflugu samstarfi allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og fyrirtækja og stofnana sem þar starfa á sviði ferðaþjónustu.

Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna
Sjötíu vefir, eða stafrænar lausnir, eru tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2024. Umboðsmaður Iceguys, sjálf Sandra Barilli, mun kynna tilnefningarnar sem verða í beinu streymi á Vísi.

Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa
Halldóra Fanney Jónsdóttir, Auður Erla Guðmundsdóttir og Sunna Ösp Þórsdóttir hafa verið ráðnar sem sérfræðingar inn á nýstofnaða markaðsdeild Samkaupa.

Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar
Sigtryggur Magnason hefur verið ráðinn til auglýsingastofunnar Peel. Sigtryggur hefur síðustu ár starfað sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar í þremur ráðuneytum: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og nú síðast í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Jón og félagar eru farnir
Á síðustu árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn beitt sér fyrir því að „frelsa áfengið“ (eins og það ríki eitthvert neyðarástand í sölu áfengis) þ.m.t. að lögleiða áfengisnetsölu, smásölu af lager innanlands og kalla það „erlenda netsölu“ m.m. Sú sala er ólögleg eins og margsinnis hefur komið fram í lögfræðiálitum og í sambærilegum erlendum dómafordæmum eins og dómi hæstaréttar Svíþjóðar í Winefinder málinu.

Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki
Héraðsdómur í Washington borg hefur vísað frá gagnkröfum sem bandarískt markaðsfyrirtæki höfðaði gegn íslenska áhrifavaldinum Ásu Steinarsdóttur. Var það í kjölfar þess að Ása stefndi fyrirtækinu fyrir brot á höfundarrétti. Dómurinn féll þann 14. febrúar síðastliðinn.

Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki
Fjölmiðlanefnd hefur slegið á fingur Árvakurs, fjölmiðlaveitu Morgunblaðsins og tengdra miðla, fyrir að birta áfengisauglýsingu á Mbl.is. Um var að ræða lítið merki bjórsins Tuborg Guld á auglýsingu fyrir tónleika Skálmaldar, sem starfsmaður Árvakurs hafði ekki séð. Fjölmiðlanefnd ákvað að beita ekki sektarheimild í málinu.

Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins
Tungumálaforritið Duolingo „drap“ í síðustu viku helsta kennimerki sitt, grænu ugluna. Dauði uglunnar er markaðstaktík en viðbrögðin sýna líka hvernig vélmenni og fyrirtæki hafa tekið yfir samfélagsmiðla og eyðilagt alla umræðu.

Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar
Orkusalan hefur ráðið Helgu Beck í starf markaðsstjóra hjá fyrirtækinu. Helga útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og lauk MS gráðu í brand & communications management árið 2018 frá Copenhagen Business School.

Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar
Auglýsingar í sjónvarpi standa enn fyrir sínu á öld samfélagsmiðla, ekki síst í tengslum við risaviðburði eins og bandarísku Ofurskálina í nótt. Þetta er mat sköpunarstjóra hjá auglýsingastofunni Ennemm. Við rýnum með honum í Ofurskálarauglýsingar, sem geta kostað auglýsendur marga milljarða.

Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað
Philadelphia Eagles hrepptu hnossið í Super Bowl þetta árið, og gerðu þeir það með nokkrum yfirburðum. Þetta snýst þó ekki allt um leikinn. Auglýsingar eru líka stór hluti af viðhöfninni.

Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð
Einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins vestanhafs, Superbowl eða Ofurskálin fer fram í kvöld. Viðburðinum fylgir mikil neysla víða um heim og hafa auglýsendur borgað tæpan milljarð fyrir þrjátíu sekúndur á skjánum.

Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs
Arna, Sky Lagoon, Stefán Einar Stefánsson, Elko og Alfreð voru verðlaunuð sem bestu íslensku vörumerkin árið 2024 við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá vörumerkjastofunni Brandr sem hefur staðið að verðlaunaafhendingunni undanfarin ár.

„Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“
Skilti sem stóð fyrir utan ísbúðina Skúbb ísgerð við Laugarásveg í Reykjavík er farið eftir að byggingarfulltrúinn í Reykjavík gerði ísbúðinni að fjarlægja það. Nýtt skilti eða merking er komin í glugga verslunarinnar.

Neytendastofa hjólar í hlaupara
Neytendastofa hefur slegið á putta fjögurra áhrifavalda sem auglýstu ýmsar útivistarvörur án þess að merkja auglýsingarnar sem slíkar. Meðal þeirra eru ofurhlaupararnir Mari Jaersk og Sigurjón Ernir Sturluson.

Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér.

Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun
Stjórnendur fyrirtækja verja margir töluverðum tíma, orku og fjármagni í það að styrkja ímynd sína. Þeir láta fagljósmyndara taka góða ljósmynd, kaupa ráðgjöf um hvað skuli segja, hvenær og hvernig – og reyna síðan að koma sér í viðtöl þar sem markmiðið er að segja eitthvað háfleygt og gáfulegt.

Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans
Merki sem þykir sína Sjálfstæðisfálkann í nútímalegri útgáfu var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem tilkynnti áðan að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.

Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til
Nýir og öðruvísi áhrifavaldar hafa rutt sér til rúms á samfélagsmiðlum og eru dæmi um að þeir þéni töluvert þrátt fyrir að vera ekki til í alvörunni. Sérfræðingur segir áhrifavaldana eiga sér jákvæðar og neikvæðar hliðar.

Sögur sem sameina okkur virðast vera á undanhaldi
„Góð saga er saga sem við skiljum. Það ríkir sögustríð í heiminum og við sjáum ósannar sögur fljúga og færa mönnum auð og völd,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur í viðtali* þar sem hann ræðir meðal annars hvernig sögur geta haft áhrif í atvinnulífinu. Fyrir fyrirtæki þurfi sagan hins vegar auðvitað að standa á einhverju sem er raunverulegt, annars fellur hún. Það sé alltaf góð saga að afhjúpa ranga sögu.

„Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar
Sérfræðingur í markaðsmálum segir TikTok-bannið í Bandaríkjunum mikið högg fyrir fyrirtæki sem nýta miðilinn í markaðssetningu. Milljónir notenda þessa vinsæla samfélagsmiðils í Bandaríkjunum geta ekki notað TikTok sem stendur en væntingar eru um að bannið vari ekki lengi.

Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu
Isavia, opinbera hlutafélagið sem rekur Keflavíkurflugvöll, gefur ekkert upp um kostnað við gerð og birtingu auglýsingar sem birt var á gamlárskvöld. Þá fást engin svör um hversu mikið það kostaði félagið að ráða samskiptafélag til að svara gagnrýni á auglýsinguna.

Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu
Starfsmönnum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands dauðbrá í gærmorgun þegar þeir mættu til vinnu í Laugardalinn en þá var búið að veggfóðra anddyrið með límmmiðum: Rapyd styður þjóðarmorð!