Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda í fyrir utan Bónusvídeó í Mávahlíð í dag. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan þrjú. Maðurinn sem keyrt var á er á áttræðisaldri og þurfti að flytja hann með sjúkrabíl upp á slysavarðstofu. Líðan hans er eftir atvikum góð. Ökumanninum sem keyrði bílinn varð svo mikið um við atvikið að hann þurfti á áfallahjálp að halda. Innlent 15.2.2007 21:21 Dagskráin í Baugsmálinu farin úr böndunum Dómari í Baugsmálinu stöðvaði í dag spurningar setts ríkissaksóknara. Hann sagði dagskrána hafa farið úr öllum böndum og að settur ríkissaksóknari gæti sjálfum sér um kennt. Verjandi Jóns Ásgeirs las í dag upp úr tölvupósti þar sem kvennamál Jóns Ásgeirs komu við sögu. Innlent 15.2.2007 18:51 Sýknaði ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar. Hann taldi sig hafa beðið skaða vegna þess að íslenska ríkið hélt einkarétti til innflutnings og heildsöludreifingar á áfengi eftir gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994. Innlent 15.2.2007 17:53 "Blaut tuska," segir Dagur um samgönguáætlun Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi segir að samgönguáætlun sé eins og "blaut tuska framan í borgarstjóra." Hann segir á heimasíðu sinni í dag að enn þurfi að búa við óviðunandi óvissu um fjármögnun Sundabrautar því einkafjármögnun fyrir á annan tug milljarða sé óútfærð og ávísað á framtíðina. Innlent 15.2.2007 16:42 Hvað gerir fyrirtæki samkeppnishæf? Viðskiptafræðingar ætla að leita svara við spurningum um samkeppnishæfni fyrirtækja á ráðstefnu á Nordica hóteli á morgun, föstudag. Meðal spurninga sem settar verða fram eru vað ráði mestu um samkeppnishæfnina, hvaða máli skipti að fyrirtæki séu íslensk, hvað þurfi að gera til að efla samkeppnishæfni Íslands og hverjir eigi að taka þátt í því verkefni. Innlent 15.2.2007 15:48 Samstarf um aðstoð við fátæka í Afríku Hjálparstarf kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands gerðu í dag fimmtíu milljóna króna samstarfssamninga um verkefni í Úganda og Malaví. Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri ÞSSÍ og Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins skrifuðu undir samningana. Innlent 15.2.2007 14:28 FME segir lífeyrissjóðum skylt að tilkynna um samruna Fjármálaeftirlitið segir að lífeyrissjóðum beri að tilkynna um fyrirhugaða sameiningu lífeyrissjóða til Fjármálaeftirlits um leið og ákvörðun um slíkt hefur verið tekin. Túlkun eftirlitsins er birt í kjölfar sameininga lífeyrissjóða þar sem reynt hefur á tilkynningaskylduákvæði laga um lífeyrissjóði. Viðskipti innlent 15.2.2007 12:30 Moody's staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu (e. credit opinion) í gær. Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar, að mati Moody's. Viðskipti innlent 15.2.2007 12:01 Skemmdarverkin í Hafnarfirði upplýst Þrír piltar, 15 til 17 ára, voru handteknir fyrr í dag en þeir voru grunaðir um fjölda skemmdarverka í og við Hafnarfjörð síðastliðna nótt. Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum. Piltarnir viðurkenndu brot sín við yfirheyrslur í kvöld og telst málið nú upplýst að fullu. Þeir eru nú frjálsir ferða sinna. Innlent 14.2.2007 22:15 Framboðslistar VG í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík-norður samþykktir Framboðslistar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar voru samþykktir á félagsfundi fyrir stundu. Ögmundur Jónasson skipar efsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi en Katrín Jakobsdóttir leiðir í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, er þar í öðru sæti. Innlent 14.2.2007 21:07 Fólki fækkar á Austurlandi og Norðurlandi Hagstofa Íslands hefur nú sent frá sér nýtt Hagtíðindahefti í ritröðinni Mannfjöldi um Búferlaflutninga 1986-2006. Þar kemur fram að flutningsjöfnuður var neikvæður á öllum svæðum landsins fyrir utan höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Suðurland. Innlent 14.2.2007 19:57 Veitti saksóknara ítrekaðar ákúrur Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga í yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Þriðja daginn í röð sat forstjóri Baugs fyrir svörum, nú varðandi meint bókhaldsbrot tengd Baugi. Innlent 14.2.2007 19:44 Mokveiði úti fyrir Vestmannaeyjum Mikil loðna er nú rétt úti fyrir Vestamannaeyjum en afar óvenjulegt er að loðna veiðist þar á þessum árstíma en loðnan sækir á þessar slóðir um mánaðamót febrúar og mars. Innlent 14.2.2007 19:03 Kjaramál kennara ekki mál ríkisstjórnar Stjórnarandstaðan reyndi árangurslaust á Alþingi í dag að knýja fram svör frá ríkisstjórn um hvað hún hygðist gera í kjaramálum grunnskólakennara. Forsætisráðherra svaraði einfaldlega að launamál kennara væru verkefni sveitarfélaganna. Innlent 14.2.2007 18:25 Ferjuhöfn á Bakka og ný Vestmannaeyjaferja á næstu 3 árum Ríkið hyggst verja fimm milljörðum króna á næstu þremur árum til ferjuhafnar í Bakkafjöru og til smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, samkvæmt stefnumörkun samgönguáætlunar. Hafnargerðin á að hefjast á næsta ári og ljúka árið 2010. Guðjón Hjörleifsson alþingismaður spáir því að þessar framkvæmdir leiði til sameiningar Rangárþings og Eyja. Innlent 14.2.2007 18:09 LÍ spáir hálfum milljarði í hagnað Atorka Group birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir síðasta fjórðung félagsins hafa verið viðburðaríkan en Promens, dótturfélag Atorku, lauk kaupum á norska plastvöruframleiðandanum Polimoon á tímabilinu. Viðskipti innlent 14.2.2007 16:26 Samvera fyrir börn af upptökuheimilum Laugarneskirkja verður næstkomandi sunnudag með sálgæslusamveru fyrir börn sem hafa verið á upptökuheimilum. Séra Bjarni Karlsson segir að boðað sé til samverunnar í tilefni af þeirri umræðu sem hafi verið um lífsreynslu og stöðu þeirra sem voru börn á upptökuheimilum hins opinbera á árum áður. Innlent 14.2.2007 15:11 Aflaverðmæti skipa jókst um 10 prósent Heildarafli íslenskra skipa í janúar nam 80.657 tonnum sem er tæp tvöföldun á milli ára. Aflaverðmætið, metið á föstu verðlagi, jókst um 10 prósent frá janúar á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 14.2.2007 09:03 Hof skal húsið heita Menningarhúsið sem nú er í smíðum á Akureyri hefur fengið nafn. Hof skal það heita. Efnt var til opinnar samkeppni um hvað húsið skyldi heita. Í dag var niðurstaðan kunngörð. Þau Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Heimir Kristinsson skiluðu bæði inn sama nafni og fengu að launum ársmiða á viðburði hússins. Innlent 13.2.2007 19:42 Ný stjórn skipuð hjá Ríkisútvarpinu ohf. Ný stjórn Ríkisútvarpsins ohf, hefur verið skipuð. Í henni sitja Kristín Edwald, Páll Magnússon og Ómar Benediktsson, Svanhildur Kaaber og Jón Ásgeir Sigurðsson. Allir flokkar á Alþingi komu að því að skipa í stjórnina, sem er kosin til eins árs. Innlent 13.2.2007 19:39 Meistarinn lætur gott af sér leiða Fern samtök fengu í dag afhenta tæpa milljón króna sem safnað var í tveimur þáttum af Meistaranum. Undanfarin fimmtudagskvöld hefur sjónvarpsþátturinn Meistarinn verið með öðru sniði, með liðakeppni og greitt sérstaklega fyrir stig. Með þessu móti safnaðist tæp milljón króna og í dag fengu fern samtök að njóta góðs af því. Innlent 13.2.2007 19:33 Áfallateymi stofnað fyrir fórnarlömb Byrgisins Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund. Innlent 13.2.2007 19:25 Rannsóknarnefnd skipuð Það á einnig að greiða aðgengi þeirra manna sem vistaðir voru í Breiðavík sem börn að sálfræðiþjónustu. Þetta tilkynnti forsætisráðherra í morgun og einnig að skipa eigi nefnd til að rannsaka þau barnaheimili sem rekin voru á árum áður. Innlent 13.2.2007 19:30 Utanríkiráðuneytið styrkir verkefni gegn barnahermennsku Utanríksráðherra hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins vegna baráttunnar gegn barnahermennsku í Síerra Leóne um 10,6 m.kr. Framlagið rennur að hluta til byggingar endurhæfingarathvarfa þar sem börn og ungmenni fá bæði kennslu og sálræna aðstoð vegna afleiðinga borgarastyrjaldarinnar. Sérstök athvörf verða byggð fyrir ungar mæður þar sem þær fá aðstöðu fyrir börn sín meðan þær stunda nám. Innlent 13.2.2007 19:19 Þögul mótmælastaða kennara Svekktir og sárir kennarar efndu til þögullar mótmælastöðu á Lækjartorgi í dag. Kennarar hugleiða uppsögn samninga eftir nítján fundi með launanefnd sveitarfélaga sem engu hafa skilað, segir formaður Félags grunnskólakennara. Innlent 13.2.2007 18:06 Deilum um sölu Íslenskra aðalverktaka vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi kröfu eigenda Trésmiðju Snorra Hjaltasonar og JB byggingafélags um að viðurkennt yrði að útboð vegna sölu á tæplega fjörutíu prósenta hlut ríkisins í íslenskum aðalverktökum væri ólögmætt. Þá var íslenska ríkið sýknað af kröfu stefnenda um skaðabætur. Innlent 13.2.2007 17:41 Vill að Alþingi fresti breytingum á samkeppnislögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. Innlent 13.2.2007 16:23 Frá afturvirkri stefnubreytingu í stóriðjumálum til framvirkrar þjóðarsáttar Iðnaðarráðherra var sakaður um að misnota orðið þjóðarsátt í kynningu á frumvarpi um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Ráðherrann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í morgun. Vinstri grænir óskuðu eftir tvöföldum ræðutíma við fyrstu umræðu málsins vegna mikilvægis þess. Innlent 13.2.2007 17:51 Yfirheyrslum enn ólokið Nú er ljóst yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, lýkur ekki á morgun eins og til stóð. Saksóknari á enn eftir að spyrja út í nokkra ákæruliði og segist þurfa lengri tíma. Eftir hádegi í dag var þriðji kafli ákærunnar til umfjöllunar, nánar tiltekið ákæruliðir 10 til 13. Þeir snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs og að hluta til Tryggva Jónssonar, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs. Innlent 13.2.2007 17:12 Vestfirðingar fagna jarðgöngum Bæjarstjórnir Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar fögnuðu í dag ákvörðun samgönguráðherra að ráðast í gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar um svonefnda Skarfaskersleið, frá Ósi við Bolungarvík að Skarfaskeri í Hnífsdal. Innlent 13.2.2007 16:04 « ‹ 110 111 112 113 114 115 116 117 118 … 334 ›
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda í fyrir utan Bónusvídeó í Mávahlíð í dag. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan þrjú. Maðurinn sem keyrt var á er á áttræðisaldri og þurfti að flytja hann með sjúkrabíl upp á slysavarðstofu. Líðan hans er eftir atvikum góð. Ökumanninum sem keyrði bílinn varð svo mikið um við atvikið að hann þurfti á áfallahjálp að halda. Innlent 15.2.2007 21:21
Dagskráin í Baugsmálinu farin úr böndunum Dómari í Baugsmálinu stöðvaði í dag spurningar setts ríkissaksóknara. Hann sagði dagskrána hafa farið úr öllum böndum og að settur ríkissaksóknari gæti sjálfum sér um kennt. Verjandi Jóns Ásgeirs las í dag upp úr tölvupósti þar sem kvennamál Jóns Ásgeirs komu við sögu. Innlent 15.2.2007 18:51
Sýknaði ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar. Hann taldi sig hafa beðið skaða vegna þess að íslenska ríkið hélt einkarétti til innflutnings og heildsöludreifingar á áfengi eftir gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994. Innlent 15.2.2007 17:53
"Blaut tuska," segir Dagur um samgönguáætlun Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi segir að samgönguáætlun sé eins og "blaut tuska framan í borgarstjóra." Hann segir á heimasíðu sinni í dag að enn þurfi að búa við óviðunandi óvissu um fjármögnun Sundabrautar því einkafjármögnun fyrir á annan tug milljarða sé óútfærð og ávísað á framtíðina. Innlent 15.2.2007 16:42
Hvað gerir fyrirtæki samkeppnishæf? Viðskiptafræðingar ætla að leita svara við spurningum um samkeppnishæfni fyrirtækja á ráðstefnu á Nordica hóteli á morgun, föstudag. Meðal spurninga sem settar verða fram eru vað ráði mestu um samkeppnishæfnina, hvaða máli skipti að fyrirtæki séu íslensk, hvað þurfi að gera til að efla samkeppnishæfni Íslands og hverjir eigi að taka þátt í því verkefni. Innlent 15.2.2007 15:48
Samstarf um aðstoð við fátæka í Afríku Hjálparstarf kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands gerðu í dag fimmtíu milljóna króna samstarfssamninga um verkefni í Úganda og Malaví. Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri ÞSSÍ og Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins skrifuðu undir samningana. Innlent 15.2.2007 14:28
FME segir lífeyrissjóðum skylt að tilkynna um samruna Fjármálaeftirlitið segir að lífeyrissjóðum beri að tilkynna um fyrirhugaða sameiningu lífeyrissjóða til Fjármálaeftirlits um leið og ákvörðun um slíkt hefur verið tekin. Túlkun eftirlitsins er birt í kjölfar sameininga lífeyrissjóða þar sem reynt hefur á tilkynningaskylduákvæði laga um lífeyrissjóði. Viðskipti innlent 15.2.2007 12:30
Moody's staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu (e. credit opinion) í gær. Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar, að mati Moody's. Viðskipti innlent 15.2.2007 12:01
Skemmdarverkin í Hafnarfirði upplýst Þrír piltar, 15 til 17 ára, voru handteknir fyrr í dag en þeir voru grunaðir um fjölda skemmdarverka í og við Hafnarfjörð síðastliðna nótt. Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum. Piltarnir viðurkenndu brot sín við yfirheyrslur í kvöld og telst málið nú upplýst að fullu. Þeir eru nú frjálsir ferða sinna. Innlent 14.2.2007 22:15
Framboðslistar VG í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík-norður samþykktir Framboðslistar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar voru samþykktir á félagsfundi fyrir stundu. Ögmundur Jónasson skipar efsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi en Katrín Jakobsdóttir leiðir í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, er þar í öðru sæti. Innlent 14.2.2007 21:07
Fólki fækkar á Austurlandi og Norðurlandi Hagstofa Íslands hefur nú sent frá sér nýtt Hagtíðindahefti í ritröðinni Mannfjöldi um Búferlaflutninga 1986-2006. Þar kemur fram að flutningsjöfnuður var neikvæður á öllum svæðum landsins fyrir utan höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Suðurland. Innlent 14.2.2007 19:57
Veitti saksóknara ítrekaðar ákúrur Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga í yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Þriðja daginn í röð sat forstjóri Baugs fyrir svörum, nú varðandi meint bókhaldsbrot tengd Baugi. Innlent 14.2.2007 19:44
Mokveiði úti fyrir Vestmannaeyjum Mikil loðna er nú rétt úti fyrir Vestamannaeyjum en afar óvenjulegt er að loðna veiðist þar á þessum árstíma en loðnan sækir á þessar slóðir um mánaðamót febrúar og mars. Innlent 14.2.2007 19:03
Kjaramál kennara ekki mál ríkisstjórnar Stjórnarandstaðan reyndi árangurslaust á Alþingi í dag að knýja fram svör frá ríkisstjórn um hvað hún hygðist gera í kjaramálum grunnskólakennara. Forsætisráðherra svaraði einfaldlega að launamál kennara væru verkefni sveitarfélaganna. Innlent 14.2.2007 18:25
Ferjuhöfn á Bakka og ný Vestmannaeyjaferja á næstu 3 árum Ríkið hyggst verja fimm milljörðum króna á næstu þremur árum til ferjuhafnar í Bakkafjöru og til smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, samkvæmt stefnumörkun samgönguáætlunar. Hafnargerðin á að hefjast á næsta ári og ljúka árið 2010. Guðjón Hjörleifsson alþingismaður spáir því að þessar framkvæmdir leiði til sameiningar Rangárþings og Eyja. Innlent 14.2.2007 18:09
LÍ spáir hálfum milljarði í hagnað Atorka Group birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir síðasta fjórðung félagsins hafa verið viðburðaríkan en Promens, dótturfélag Atorku, lauk kaupum á norska plastvöruframleiðandanum Polimoon á tímabilinu. Viðskipti innlent 14.2.2007 16:26
Samvera fyrir börn af upptökuheimilum Laugarneskirkja verður næstkomandi sunnudag með sálgæslusamveru fyrir börn sem hafa verið á upptökuheimilum. Séra Bjarni Karlsson segir að boðað sé til samverunnar í tilefni af þeirri umræðu sem hafi verið um lífsreynslu og stöðu þeirra sem voru börn á upptökuheimilum hins opinbera á árum áður. Innlent 14.2.2007 15:11
Aflaverðmæti skipa jókst um 10 prósent Heildarafli íslenskra skipa í janúar nam 80.657 tonnum sem er tæp tvöföldun á milli ára. Aflaverðmætið, metið á föstu verðlagi, jókst um 10 prósent frá janúar á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 14.2.2007 09:03
Hof skal húsið heita Menningarhúsið sem nú er í smíðum á Akureyri hefur fengið nafn. Hof skal það heita. Efnt var til opinnar samkeppni um hvað húsið skyldi heita. Í dag var niðurstaðan kunngörð. Þau Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Heimir Kristinsson skiluðu bæði inn sama nafni og fengu að launum ársmiða á viðburði hússins. Innlent 13.2.2007 19:42
Ný stjórn skipuð hjá Ríkisútvarpinu ohf. Ný stjórn Ríkisútvarpsins ohf, hefur verið skipuð. Í henni sitja Kristín Edwald, Páll Magnússon og Ómar Benediktsson, Svanhildur Kaaber og Jón Ásgeir Sigurðsson. Allir flokkar á Alþingi komu að því að skipa í stjórnina, sem er kosin til eins árs. Innlent 13.2.2007 19:39
Meistarinn lætur gott af sér leiða Fern samtök fengu í dag afhenta tæpa milljón króna sem safnað var í tveimur þáttum af Meistaranum. Undanfarin fimmtudagskvöld hefur sjónvarpsþátturinn Meistarinn verið með öðru sniði, með liðakeppni og greitt sérstaklega fyrir stig. Með þessu móti safnaðist tæp milljón króna og í dag fengu fern samtök að njóta góðs af því. Innlent 13.2.2007 19:33
Áfallateymi stofnað fyrir fórnarlömb Byrgisins Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund. Innlent 13.2.2007 19:25
Rannsóknarnefnd skipuð Það á einnig að greiða aðgengi þeirra manna sem vistaðir voru í Breiðavík sem börn að sálfræðiþjónustu. Þetta tilkynnti forsætisráðherra í morgun og einnig að skipa eigi nefnd til að rannsaka þau barnaheimili sem rekin voru á árum áður. Innlent 13.2.2007 19:30
Utanríkiráðuneytið styrkir verkefni gegn barnahermennsku Utanríksráðherra hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins vegna baráttunnar gegn barnahermennsku í Síerra Leóne um 10,6 m.kr. Framlagið rennur að hluta til byggingar endurhæfingarathvarfa þar sem börn og ungmenni fá bæði kennslu og sálræna aðstoð vegna afleiðinga borgarastyrjaldarinnar. Sérstök athvörf verða byggð fyrir ungar mæður þar sem þær fá aðstöðu fyrir börn sín meðan þær stunda nám. Innlent 13.2.2007 19:19
Þögul mótmælastaða kennara Svekktir og sárir kennarar efndu til þögullar mótmælastöðu á Lækjartorgi í dag. Kennarar hugleiða uppsögn samninga eftir nítján fundi með launanefnd sveitarfélaga sem engu hafa skilað, segir formaður Félags grunnskólakennara. Innlent 13.2.2007 18:06
Deilum um sölu Íslenskra aðalverktaka vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi kröfu eigenda Trésmiðju Snorra Hjaltasonar og JB byggingafélags um að viðurkennt yrði að útboð vegna sölu á tæplega fjörutíu prósenta hlut ríkisins í íslenskum aðalverktökum væri ólögmætt. Þá var íslenska ríkið sýknað af kröfu stefnenda um skaðabætur. Innlent 13.2.2007 17:41
Vill að Alþingi fresti breytingum á samkeppnislögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. Innlent 13.2.2007 16:23
Frá afturvirkri stefnubreytingu í stóriðjumálum til framvirkrar þjóðarsáttar Iðnaðarráðherra var sakaður um að misnota orðið þjóðarsátt í kynningu á frumvarpi um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Ráðherrann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í morgun. Vinstri grænir óskuðu eftir tvöföldum ræðutíma við fyrstu umræðu málsins vegna mikilvægis þess. Innlent 13.2.2007 17:51
Yfirheyrslum enn ólokið Nú er ljóst yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, lýkur ekki á morgun eins og til stóð. Saksóknari á enn eftir að spyrja út í nokkra ákæruliði og segist þurfa lengri tíma. Eftir hádegi í dag var þriðji kafli ákærunnar til umfjöllunar, nánar tiltekið ákæruliðir 10 til 13. Þeir snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs og að hluta til Tryggva Jónssonar, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs. Innlent 13.2.2007 17:12
Vestfirðingar fagna jarðgöngum Bæjarstjórnir Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar fögnuðu í dag ákvörðun samgönguráðherra að ráðast í gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar um svonefnda Skarfaskersleið, frá Ósi við Bolungarvík að Skarfaskeri í Hnífsdal. Innlent 13.2.2007 16:04