Vill að Alþingi fresti breytingum á samkeppnislögum 13. febrúar 2007 18:30 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. Fyrir Alþingi liggja frumvörp um breytingar á annars vegar lögum um fjármálastarfsemi og hins vegar á samkeppnislögum. Innan Samtaka atvinnulífsins og í fjármálaheiminum ríkir óánægja með lítið samráð löggjafans og stjórnvalda við þessi samtök. Á kynningarfundi í morgun kom fram gagnrýni á hækkun sekta og aukningu refsinga. Þá megi líta svo á að ef forráðamenn Samtaka atvinnulífsins setji fram skoðanir á t.d. húsnæðismarkaðnum, megi túlka þær sem óeðlileg áhrif á markaðinn samkvæmt frumvarpinu. "Það má alveg halda því fram að það séu ýmsir aðilar á markaðnum sem telja að sér vegið þegar við höfum slíkar skoðanir. Og að þeir geti leitað til samkeppnisyfirvalda og látið á það reyna hvort að þær skoðanir sem við setjum fram séu til þess að hvetja til brota á samkeppnislögunum," segir Vilhjámur Egilsson framkvæmdastjóri SA. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að úttekt lögmanns samtakanna leiði í ljós að verið sé að ganga lengra í refsingum á einstaklinga og fyrirtæki en gengur og gerist í nágrannalöndum. "Samkeppnislögin eru til staðar fyrir atvinnulífið en ekki gegn því," segir Vilhjálmur.Og fyrir almenning? "Nákvæmlega fyrir allt samfélagið. Og þess vegna þurfa þessar reglur að vera til. Þær þurfa að vera uppbyggjandi og það þarf að vera hægt að vinna með þeim. En þetta á ekki að vera ein stór allsherjar refsigleði," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag sagðist Vilhjálmur telja farsælast að málinu yrði frestað á Alþingi og menn færu betur yfir það þannig að það gæti komið fyrir Alþingiá ný að loknum kosningum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að hann telji gagnrýni Samtaka atvinnulífsins byggða á misskilningi. En sjálfsagt megi breyta eihverju í frumvarpinu í meðförum þingnefndar. Hann taldi hins vegar ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu frumvarpsins. Fréttir Innlent Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. Fyrir Alþingi liggja frumvörp um breytingar á annars vegar lögum um fjármálastarfsemi og hins vegar á samkeppnislögum. Innan Samtaka atvinnulífsins og í fjármálaheiminum ríkir óánægja með lítið samráð löggjafans og stjórnvalda við þessi samtök. Á kynningarfundi í morgun kom fram gagnrýni á hækkun sekta og aukningu refsinga. Þá megi líta svo á að ef forráðamenn Samtaka atvinnulífsins setji fram skoðanir á t.d. húsnæðismarkaðnum, megi túlka þær sem óeðlileg áhrif á markaðinn samkvæmt frumvarpinu. "Það má alveg halda því fram að það séu ýmsir aðilar á markaðnum sem telja að sér vegið þegar við höfum slíkar skoðanir. Og að þeir geti leitað til samkeppnisyfirvalda og látið á það reyna hvort að þær skoðanir sem við setjum fram séu til þess að hvetja til brota á samkeppnislögunum," segir Vilhjámur Egilsson framkvæmdastjóri SA. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að úttekt lögmanns samtakanna leiði í ljós að verið sé að ganga lengra í refsingum á einstaklinga og fyrirtæki en gengur og gerist í nágrannalöndum. "Samkeppnislögin eru til staðar fyrir atvinnulífið en ekki gegn því," segir Vilhjálmur.Og fyrir almenning? "Nákvæmlega fyrir allt samfélagið. Og þess vegna þurfa þessar reglur að vera til. Þær þurfa að vera uppbyggjandi og það þarf að vera hægt að vinna með þeim. En þetta á ekki að vera ein stór allsherjar refsigleði," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag sagðist Vilhjálmur telja farsælast að málinu yrði frestað á Alþingi og menn færu betur yfir það þannig að það gæti komið fyrir Alþingiá ný að loknum kosningum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að hann telji gagnrýni Samtaka atvinnulífsins byggða á misskilningi. En sjálfsagt megi breyta eihverju í frumvarpinu í meðförum þingnefndar. Hann taldi hins vegar ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu frumvarpsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira