Áfallateymi stofnað fyrir fórnarlömb Byrgisins 13. febrúar 2007 19:45 Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund. Byrgismálið virðist samfelld saga misnotkunar og mistaka. Misnotkun forstöðumanns heimilisins á skjólstæðingum sínum og þeim fjármunum sem runnu til starfseminnar eru í höndum lögreglu. Stjórnvöld hafa viðurkennt mistök varðandi eftirlit með heimilinu og liggja undir ámæli aðstandenda fyrrum skjólstæðinga Byrgisins fyrir aðgerðarleysi. Með tilkomu sérstaks áfallateymis á Landspítalanum á að verða breyting þar á. Ein þessara kvenna hrökklaðist af Byrginu þegar Guðmundur Jónsson fór að falast eftir kynferðissambandi við hana og notfærði sér að hún stóð í erfiðri forræðisdeildu. Meðal þess sem hann lofaði henni ef hún lyti vilja hans var að beita sér fyrir því að hún fengi íbúð fyrir sig og barnið sitt innan félagskerfisins. Svo virðist sem geðdeild Landspítalans og meðferðarstofnanir standi alls ekki öllum til boða. Um miðjan janúar gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu vegna framferði Guðmundar Jónssonar og endaði þá á götunni. Hennar saga er ekkert einsdæmi en enn hefur enginn frá hinu opinbera haft samband við Byrgiskonurnar eða veitt þeim aðstoð fyrr en nú. Um helgina var einni stúlknanna sem kært hefur Guðmund Jónsson vísað frá þegar leitað var eftir aðstoð fyrir hana hjá Landspítalanum. Þessi sama stúlka leitaði aftur til Landspítalans í dag og fékk allt aðrar móttökur. Hennar mál eiga nú að vera í réttum farvegi innan heilbrigðiskerfisins. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund. Byrgismálið virðist samfelld saga misnotkunar og mistaka. Misnotkun forstöðumanns heimilisins á skjólstæðingum sínum og þeim fjármunum sem runnu til starfseminnar eru í höndum lögreglu. Stjórnvöld hafa viðurkennt mistök varðandi eftirlit með heimilinu og liggja undir ámæli aðstandenda fyrrum skjólstæðinga Byrgisins fyrir aðgerðarleysi. Með tilkomu sérstaks áfallateymis á Landspítalanum á að verða breyting þar á. Ein þessara kvenna hrökklaðist af Byrginu þegar Guðmundur Jónsson fór að falast eftir kynferðissambandi við hana og notfærði sér að hún stóð í erfiðri forræðisdeildu. Meðal þess sem hann lofaði henni ef hún lyti vilja hans var að beita sér fyrir því að hún fengi íbúð fyrir sig og barnið sitt innan félagskerfisins. Svo virðist sem geðdeild Landspítalans og meðferðarstofnanir standi alls ekki öllum til boða. Um miðjan janúar gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu vegna framferði Guðmundar Jónssonar og endaði þá á götunni. Hennar saga er ekkert einsdæmi en enn hefur enginn frá hinu opinbera haft samband við Byrgiskonurnar eða veitt þeim aðstoð fyrr en nú. Um helgina var einni stúlknanna sem kært hefur Guðmund Jónsson vísað frá þegar leitað var eftir aðstoð fyrir hana hjá Landspítalanum. Þessi sama stúlka leitaði aftur til Landspítalans í dag og fékk allt aðrar móttökur. Hennar mál eiga nú að vera í réttum farvegi innan heilbrigðiskerfisins.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira