Innlent Ys og þys á markaði með vinnuafl Á Krókhálsinum í Reykjavík er Ráðningarþjónustan starfrækt sem, eins og nafnið gefur glögglega til kynna, er sérhæfð í ráðningum og þjónustar jafnt fyrirtækja sem umsækjendur. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:32 Yfir 6,3 milljarða hagnaður sparisjóða á fyrri hluta árs Heildarhagnaður 23 sparisjóða var rúmir 6,3 milljarðar króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Til samanburðar nam hagnaður þessara sömu sparisjóða 9,5 milljörðum króna allt árið 2005. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:32 Stórverslanir opna í Kauptúni Mikil uppbygging verslunarhúsnæðis á sér stað í Kauptúninu í Garðabæ þar sem IKEA opnaði tuttugu þúsund fermetra verslun í október. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:32 Verðmat á Marel lækkað Greiningardeild Glitnis hefur uppfært verðmat sitt á Marel. Hefur verðmatsgengi verið lækkað úr 79 krónum í 75 krónur á hlut og er virði fyrirtækisins nú metið á 27,4 milljarða króna. Nýja verðmatsgengið er 5,1 prósenti undir gengi á markaði og 1,4 prósentum yfir útboðsgengi í hlutafjárútboði félagsins í september. Ráðleggur greiningardeildin hluthöfum að halda bréfum sínum horft til lengri tíma. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:33 Tanganyika tapar Olíu- og gasleitarfyrirtækið Tanganyika tapaði rúmum fjórum milljónum Bandaríkjadala, eða 290 milljónum króna, á þriðja ársfjórðungi. Tap félagsins nam um 540 milljónum króna fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:32 Mistök upp á 214 milljónir króna „Samtals virðist sem útgerðin hafi hagnast um 214 milljónir króna á þremur árum vegna sakleysislegra mistaka starfsmanna sjávarútvegsráðuneytisins," segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í nýrri grein í tímaritinu Vísbendingu. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:33 Við eigum eftir að landa þeim stóra Baugur tók í síðustu viku við lyklunum í House of Fraser. Fjárfesting þar sem heildarfjármögnunin nam 77 milljörðum króna. Með Baugi í þessari fjárfestingu eru gamlir kunningjar sem eiga það sameiginlegt að hafa selt Baugi rekstur á undanförnum misserum. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:33 Árvakur tapaði í þriðja skipti á fimm árum Hálfs milljarðs breyting til hins verra á rekstri útgáfufélags Morgunblaðsins frá 2004 til 2005. Rekstrartap fyrir afskriftir (EBITDA) nam 66 milljónum króna. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:33 Starfsmenn RÚV óttast réttindamissi Starfsmenn Ríkisútvarpsins vilja að útvarpsstjóri skýri hvernig áunnin réttindi þeirra verði varin ef RÚV verður breytt í hlutafélag. Útvarpsstjóri segist ekki hafa umboð til þess. Ætlunin er að tryggja réttindi, segir menntamálaráðherra. Innlent 14.11.2006 21:45 Ofbeldi Ísraelshers í Palestínu fordæmt Utanríkisráðherra afhenti í gær sendiherra Ísraels mótmæli vegna árása hers landsins á íbúðahverfi í síðustu viku. Tæknileg mistök segja ísraelsk stjórnvöld. Fjölmenn mótmæli voru fyrir utan utanríkisráðuneytið vegna fundarins. Innlent 14.11.2006 21:45 Taílensk kona var útilokuð Búddistafélagið á Íslandi hélt hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Taílensk kona, Wasana Maria Thaisomboon, vildi leggja sitt af mörkum og hafði handgert flögg og barmmerki handa börnunum og vildi kynna taílensk-íslensk vinasamtök sem hún vill stofna og orðabók sem hún hefur unnið. Innlent 14.11.2006 21:46 Munur á afkomu eykst Munurinn á afkomu sveitarfélaganna fer ört vaxandi. Litlu sveitarfélögin eiga erfiðara með að svara auknum þjónustukröfum og láta enda ná saman. Innlent 14.11.2006 21:45 Ökumaður á svörtum BMW stakk af Maður á reiðhjóli var keyrður niður hjá KB banka við Suðurlandsbraut í lok sumars. Hann sakar lögregluna um sinnuleysi sem hafi valdið því að öryggismyndavélar bankans voru ekki skoðaðar. Er óvinnufær og fær engar bætur. Innlent 14.11.2006 21:45 Frjálslyndir tóku ekki þátt Til að koma í veg fyrir myndun félagslega einsleitra borgarhverfa á Reykjavíkurborg að tryggja að hlutfall leiguíbúða á nýbyggingarsvæðum verði minnst 20 prósent og hlutfall félagslegra íbúða ekki hærra en 10 prósent. Borgin á að auka íslenskukennslu í grunnskólum og hvetja innflytjendur til að sækja um störf hjá borginni. Einnig á að reka annað Alþjóðahús í austurhluta borgarinnar. Innlent 14.11.2006 21:46 Vilja skila hrafntinnunni 30 manna hópur listamanna sem kallar sig Hrafntinnuriddarana hefur kært hrafntinnubrottnám úr Hrafntinnuskeri sem nota á til að klæða Þjóðleikhúsið að utan. Hann krefst þess að þeim 50 tonnum sem þegar hafi verið brottnumin verði skilað aftur á sinn stað sem fyrst. Innlent 14.11.2006 21:46 Segir seinaganginn ótækan Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri gagnrýnir heilbrigðisráðuneytið fyrir seinagang við hönnun, útboð og byggingu nýs hjúkrunarheimilis í borginni. Hann segir að hjúkrunarheimilið í Mörkinni hafi verið í „endalausum viðræðum“ hjá ríki og borg og ekki sé enn búið að bjóða út verkið. Innlent 14.11.2006 21:45 Aðstoð við sveitir landsins aukin „Þetta var afar athyglisverð ferð og það var einstaklega ánægjulegt að kynnast starfsemi og verkefnum Þróunarsamvinnustofnunar í Mósambík," segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-Afríku, en hún kynnti sér á dögunum starfsemi ÞSSÍ í Mósambík. Innlent 14.11.2006 21:45 Rannsókn sögð í réttum farvegi Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir rannsókn á meintum skattalagabrotum fjölda einstaklinga tengdum Baugi í eðlilegum farvegi. „Skattrannsóknarstjóri kærði árið 2004 ætluð refsiverð skattalagabrot einstaklinga og fyrirtækja er tengdust Baugi til Ríkislögreglustjóra og við höfum þau til rannsóknar. Innlent 14.11.2006 21:46 Nýtt flugsafn kostar 150 milljónir Áætlað er að opna nýtt og stærra flugsafn á Akureyri næsta sumar. Flugsafn Íslands áformar að byggja 2.178 fm safnhús undir starfsemi sína og er áætlaður byggingakostnaður 150 milljónir króna. Innlent 14.11.2006 21:45 Verðmæt landkynning styrkt Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti í gær frumvarp til laga um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Innlent 14.11.2006 21:46 Níu prósenta hækkun milli ára Jólagjöfin á Íslandi árið 2006 er ávaxta- og grænmetispressa, en varan er talin njóta vinsælda meðal allra aldurshópa í landinu. Þetta er niðurstaða fjögurra manna dómnefndar, sem skipuð er sérfræðingum á sviði verslunar og þjónustu, sem greint var frá á fundi í húsakynnum Samtaka verslunar og þjónustu í gær. Innlent 14.11.2006 21:45 Þungaðar konur á heilsugæsluna Breytt skipulag mæðraverndar gerir ráð fyrir því að heilbrigðar þungaðar konur sæki mæðravernd til nærliggjandi heilsugæslustöðva en konur sem skilgreindar hafa verið með áhættuþætti sækja mæðravernd til LSH þar sem sérhæft eftirlit fer fram. Innlent 14.11.2006 21:45 Bylting í gerð kvikmynda Íslensk kvikmyndagerð verður efld með nýju samkomulagi stjórnvalda og kvikmyndagerðarmanna. Áhersla verður á efni fyrir börn og unglinga. Innlent 14.11.2006 21:45 Aðeins fjórum sinnum logn á ári Mikið var um dýrðir í Vestmannaeyjum í gær þegar því var fagnað að Stórhöfðaviti er 100 ára. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var meðal veislugesta ásamt þingmönnum kjördæmisins. Innlent 14.11.2006 21:46 Morðum mótmælt „Við erum að mótmæla hernámi og morðum á hertekna svæðinu í Palestínu. Við erum að reyna að koma skilaboðum frá fólki á Vesturlöndum sem er á móti því sem þarna er að gerast," segir Salman Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi. „Það er kominn tími fyrir Ísland og heiminn allan að segja hingað og ekki lengra og nota allar leiðir til að hjálpa Palestínumönnum til að öðlast sjálfstæði." Innlent 14.11.2006 21:46 Aðgerðir strax „Ríki hafa sætt refsiaðgerðum og einangrun fyrir smámuni miðað við það sem Ísrael ber ábyrgð á,“ segir Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. Hann telur tímabært að ræða hvort slíta eigi stjórnmálasambandi við Ísrael. „Það er ekki síður ástæða til að beita slíkum aðgerðum gegn Ísraelsmönnum en Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar.“ Innlent 14.11.2006 21:45 Lögregla leitar að strokufanga Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Ívari Smára Guðmundssyni sem strauk frá fangaflutningsmönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Ívar afplánar 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála og er talinn geta verið varasamur. Ívar er 26 ára gamall og 180 sentimetrar á hæð. Innlent 14.11.2006 21:46 Þurfa að þrífa svínastíurnar Yfirvöld í menntaskólanum Ion Mincu í Vaslui í Rúmeníu hafa gripið til þess ráðs að láta nemendur sem skrópa í tíma þrífa svínastíur. Erlent 14.11.2006 21:46 Íhuga sölu Fagrahvamms Bæjarstjórn Vesturbyggðar íhugar nú hvort rétt sé að auglýsa félagsheimilið Fagrahvamm til sölu. Eigendur Hótels Látrabjargs hafa óskað eftir því að kaupa eða leigja Fagrahvamm sem mun vera afar lítið nýttur. Innlent 14.11.2006 21:46 Öllum nóg boðið „Þessi dagur er okkur mikilvægur til að fá tækifæri til að mótmæla glæpum Ísraelshers á Gaza og sérstaklega fjöldamorðunum í síðustu viku. Það hafa farið fram mótmæli um allan heim," segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. „Framferði og stefna Ísraelsstjórnar gagnvart Palestínumönnum hefur verið miskunnarlaus. Munum að þúsundir liggja í valnum og tugþúsundir eru örkumla eftir árásir Ísraelshers." Innlent 14.11.2006 21:46 « ‹ 155 156 157 158 159 160 161 162 163 … 334 ›
Ys og þys á markaði með vinnuafl Á Krókhálsinum í Reykjavík er Ráðningarþjónustan starfrækt sem, eins og nafnið gefur glögglega til kynna, er sérhæfð í ráðningum og þjónustar jafnt fyrirtækja sem umsækjendur. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:32
Yfir 6,3 milljarða hagnaður sparisjóða á fyrri hluta árs Heildarhagnaður 23 sparisjóða var rúmir 6,3 milljarðar króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Til samanburðar nam hagnaður þessara sömu sparisjóða 9,5 milljörðum króna allt árið 2005. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:32
Stórverslanir opna í Kauptúni Mikil uppbygging verslunarhúsnæðis á sér stað í Kauptúninu í Garðabæ þar sem IKEA opnaði tuttugu þúsund fermetra verslun í október. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:32
Verðmat á Marel lækkað Greiningardeild Glitnis hefur uppfært verðmat sitt á Marel. Hefur verðmatsgengi verið lækkað úr 79 krónum í 75 krónur á hlut og er virði fyrirtækisins nú metið á 27,4 milljarða króna. Nýja verðmatsgengið er 5,1 prósenti undir gengi á markaði og 1,4 prósentum yfir útboðsgengi í hlutafjárútboði félagsins í september. Ráðleggur greiningardeildin hluthöfum að halda bréfum sínum horft til lengri tíma. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:33
Tanganyika tapar Olíu- og gasleitarfyrirtækið Tanganyika tapaði rúmum fjórum milljónum Bandaríkjadala, eða 290 milljónum króna, á þriðja ársfjórðungi. Tap félagsins nam um 540 milljónum króna fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:32
Mistök upp á 214 milljónir króna „Samtals virðist sem útgerðin hafi hagnast um 214 milljónir króna á þremur árum vegna sakleysislegra mistaka starfsmanna sjávarútvegsráðuneytisins," segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í nýrri grein í tímaritinu Vísbendingu. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:33
Við eigum eftir að landa þeim stóra Baugur tók í síðustu viku við lyklunum í House of Fraser. Fjárfesting þar sem heildarfjármögnunin nam 77 milljörðum króna. Með Baugi í þessari fjárfestingu eru gamlir kunningjar sem eiga það sameiginlegt að hafa selt Baugi rekstur á undanförnum misserum. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:33
Árvakur tapaði í þriðja skipti á fimm árum Hálfs milljarðs breyting til hins verra á rekstri útgáfufélags Morgunblaðsins frá 2004 til 2005. Rekstrartap fyrir afskriftir (EBITDA) nam 66 milljónum króna. Viðskipti innlent 14.11.2006 17:33
Starfsmenn RÚV óttast réttindamissi Starfsmenn Ríkisútvarpsins vilja að útvarpsstjóri skýri hvernig áunnin réttindi þeirra verði varin ef RÚV verður breytt í hlutafélag. Útvarpsstjóri segist ekki hafa umboð til þess. Ætlunin er að tryggja réttindi, segir menntamálaráðherra. Innlent 14.11.2006 21:45
Ofbeldi Ísraelshers í Palestínu fordæmt Utanríkisráðherra afhenti í gær sendiherra Ísraels mótmæli vegna árása hers landsins á íbúðahverfi í síðustu viku. Tæknileg mistök segja ísraelsk stjórnvöld. Fjölmenn mótmæli voru fyrir utan utanríkisráðuneytið vegna fundarins. Innlent 14.11.2006 21:45
Taílensk kona var útilokuð Búddistafélagið á Íslandi hélt hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Taílensk kona, Wasana Maria Thaisomboon, vildi leggja sitt af mörkum og hafði handgert flögg og barmmerki handa börnunum og vildi kynna taílensk-íslensk vinasamtök sem hún vill stofna og orðabók sem hún hefur unnið. Innlent 14.11.2006 21:46
Munur á afkomu eykst Munurinn á afkomu sveitarfélaganna fer ört vaxandi. Litlu sveitarfélögin eiga erfiðara með að svara auknum þjónustukröfum og láta enda ná saman. Innlent 14.11.2006 21:45
Ökumaður á svörtum BMW stakk af Maður á reiðhjóli var keyrður niður hjá KB banka við Suðurlandsbraut í lok sumars. Hann sakar lögregluna um sinnuleysi sem hafi valdið því að öryggismyndavélar bankans voru ekki skoðaðar. Er óvinnufær og fær engar bætur. Innlent 14.11.2006 21:45
Frjálslyndir tóku ekki þátt Til að koma í veg fyrir myndun félagslega einsleitra borgarhverfa á Reykjavíkurborg að tryggja að hlutfall leiguíbúða á nýbyggingarsvæðum verði minnst 20 prósent og hlutfall félagslegra íbúða ekki hærra en 10 prósent. Borgin á að auka íslenskukennslu í grunnskólum og hvetja innflytjendur til að sækja um störf hjá borginni. Einnig á að reka annað Alþjóðahús í austurhluta borgarinnar. Innlent 14.11.2006 21:46
Vilja skila hrafntinnunni 30 manna hópur listamanna sem kallar sig Hrafntinnuriddarana hefur kært hrafntinnubrottnám úr Hrafntinnuskeri sem nota á til að klæða Þjóðleikhúsið að utan. Hann krefst þess að þeim 50 tonnum sem þegar hafi verið brottnumin verði skilað aftur á sinn stað sem fyrst. Innlent 14.11.2006 21:46
Segir seinaganginn ótækan Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri gagnrýnir heilbrigðisráðuneytið fyrir seinagang við hönnun, útboð og byggingu nýs hjúkrunarheimilis í borginni. Hann segir að hjúkrunarheimilið í Mörkinni hafi verið í „endalausum viðræðum“ hjá ríki og borg og ekki sé enn búið að bjóða út verkið. Innlent 14.11.2006 21:45
Aðstoð við sveitir landsins aukin „Þetta var afar athyglisverð ferð og það var einstaklega ánægjulegt að kynnast starfsemi og verkefnum Þróunarsamvinnustofnunar í Mósambík," segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-Afríku, en hún kynnti sér á dögunum starfsemi ÞSSÍ í Mósambík. Innlent 14.11.2006 21:45
Rannsókn sögð í réttum farvegi Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir rannsókn á meintum skattalagabrotum fjölda einstaklinga tengdum Baugi í eðlilegum farvegi. „Skattrannsóknarstjóri kærði árið 2004 ætluð refsiverð skattalagabrot einstaklinga og fyrirtækja er tengdust Baugi til Ríkislögreglustjóra og við höfum þau til rannsóknar. Innlent 14.11.2006 21:46
Nýtt flugsafn kostar 150 milljónir Áætlað er að opna nýtt og stærra flugsafn á Akureyri næsta sumar. Flugsafn Íslands áformar að byggja 2.178 fm safnhús undir starfsemi sína og er áætlaður byggingakostnaður 150 milljónir króna. Innlent 14.11.2006 21:45
Verðmæt landkynning styrkt Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti í gær frumvarp til laga um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Innlent 14.11.2006 21:46
Níu prósenta hækkun milli ára Jólagjöfin á Íslandi árið 2006 er ávaxta- og grænmetispressa, en varan er talin njóta vinsælda meðal allra aldurshópa í landinu. Þetta er niðurstaða fjögurra manna dómnefndar, sem skipuð er sérfræðingum á sviði verslunar og þjónustu, sem greint var frá á fundi í húsakynnum Samtaka verslunar og þjónustu í gær. Innlent 14.11.2006 21:45
Þungaðar konur á heilsugæsluna Breytt skipulag mæðraverndar gerir ráð fyrir því að heilbrigðar þungaðar konur sæki mæðravernd til nærliggjandi heilsugæslustöðva en konur sem skilgreindar hafa verið með áhættuþætti sækja mæðravernd til LSH þar sem sérhæft eftirlit fer fram. Innlent 14.11.2006 21:45
Bylting í gerð kvikmynda Íslensk kvikmyndagerð verður efld með nýju samkomulagi stjórnvalda og kvikmyndagerðarmanna. Áhersla verður á efni fyrir börn og unglinga. Innlent 14.11.2006 21:45
Aðeins fjórum sinnum logn á ári Mikið var um dýrðir í Vestmannaeyjum í gær þegar því var fagnað að Stórhöfðaviti er 100 ára. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var meðal veislugesta ásamt þingmönnum kjördæmisins. Innlent 14.11.2006 21:46
Morðum mótmælt „Við erum að mótmæla hernámi og morðum á hertekna svæðinu í Palestínu. Við erum að reyna að koma skilaboðum frá fólki á Vesturlöndum sem er á móti því sem þarna er að gerast," segir Salman Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi. „Það er kominn tími fyrir Ísland og heiminn allan að segja hingað og ekki lengra og nota allar leiðir til að hjálpa Palestínumönnum til að öðlast sjálfstæði." Innlent 14.11.2006 21:46
Aðgerðir strax „Ríki hafa sætt refsiaðgerðum og einangrun fyrir smámuni miðað við það sem Ísrael ber ábyrgð á,“ segir Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. Hann telur tímabært að ræða hvort slíta eigi stjórnmálasambandi við Ísrael. „Það er ekki síður ástæða til að beita slíkum aðgerðum gegn Ísraelsmönnum en Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar.“ Innlent 14.11.2006 21:45
Lögregla leitar að strokufanga Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Ívari Smára Guðmundssyni sem strauk frá fangaflutningsmönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Ívar afplánar 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála og er talinn geta verið varasamur. Ívar er 26 ára gamall og 180 sentimetrar á hæð. Innlent 14.11.2006 21:46
Þurfa að þrífa svínastíurnar Yfirvöld í menntaskólanum Ion Mincu í Vaslui í Rúmeníu hafa gripið til þess ráðs að láta nemendur sem skrópa í tíma þrífa svínastíur. Erlent 14.11.2006 21:46
Íhuga sölu Fagrahvamms Bæjarstjórn Vesturbyggðar íhugar nú hvort rétt sé að auglýsa félagsheimilið Fagrahvamm til sölu. Eigendur Hótels Látrabjargs hafa óskað eftir því að kaupa eða leigja Fagrahvamm sem mun vera afar lítið nýttur. Innlent 14.11.2006 21:46
Öllum nóg boðið „Þessi dagur er okkur mikilvægur til að fá tækifæri til að mótmæla glæpum Ísraelshers á Gaza og sérstaklega fjöldamorðunum í síðustu viku. Það hafa farið fram mótmæli um allan heim," segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. „Framferði og stefna Ísraelsstjórnar gagnvart Palestínumönnum hefur verið miskunnarlaus. Munum að þúsundir liggja í valnum og tugþúsundir eru örkumla eftir árásir Ísraelshers." Innlent 14.11.2006 21:46