Innlent Ísland í níunda sæti yfir efnahagslegt frelsi Ísland hefur færst upp um fjögur sæti á lista yfir þær þjóðir heimsins sem búa við mest efnahagslegt frelsi samkvæmt árlegri skýrslu um efnahagslegt frelsi í heiminum. Það er Rannsóknarmiðstöð um samfélags og efnahagsmál sem gefur út skýrsluna. Ísland var í þrettánda sæti í fyrra en er nú í því níunda ásamt Lúxemborg. Innlent 7.9.2006 09:36 Lagður af stað yfir Ermasundið Benedikt S. Lafleur lagði af stað í þreksund sitt yfir Ermarsundið upp úr sjö í morgun. Í samtali við NFS í morgun var hann brattur og sagði aðstæður prýðisgóðar í dag en sundraunin hefur frestast um nokkra daga vegna veðurs og öldugangs. Innlent 7.9.2006 08:38 Hyggjast markaðssetja ferðir fyrir einhleypa Ferðamannasamtökin Wonderful Copenhagen í Kaupmannahöfn hyggjast markaðssetja borgina sem áfangastað fyrir einhleypa ferðamenn. Politiken greinir frá því að ráðgert sé að bjóða upp á lengri helgarferðir þar sem viðskiptavinurinn, sá einhleypi, geti sótt skemmtikvöld og farið út að borða með öðrum sem eru í sömu hjúskaparstöðu. Sölu- og markaðsstjóri samtakanna segir að um áhugaverðan markhóp sé að ræða og þarna sé óplægður akur innan ferðamannaiðnaðarins. Erlent 7.9.2006 08:30 Calderon réttmætur sigurvegari kosninganna Felipe Calderon tók í gær við skjali frá kosningadómstól Mexíkó sem vottar það að hann sé réttmætur sigurvegari forsetakosninganna sem fram fóru í júlí síðastliðnum. Forseti kosningadómstólsins bað alla Mexíkóa að hætta að deila innbyrðis og brúa gjárnar sem mynduðust í kjölfar forsetakosninganna. Erlent 7.9.2006 08:32 Safna fyrir byggingu skóla í Pakistan Nemendur og starfsmenn Borgarholtsskóla munu ferðast leiðina til Pakistan í dag. Í tilefni 10 ára afmælis skólans er efnt til táknræns hlaups, göngu og/eða hjólreiða nemenda og starfsmanna skólans í fjáröflunarskyni og er markmiðið að samanlagður kílómetrafjöldi sem lagður verður að baki verði jafn vegalengdinni í loftlínu á milli Íslands og Pakistan. Innlent 7.9.2006 08:17 Mikill verðmunur á pasta og frosinni ýsu Um sautján hundruð krónum getur munað á innkaupakörfum samkvæmt nýrri verðlagskönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Karfan var ódýrust í Bónus en dýrust í Kaskó. Mikilvægt að skoða innihald körfunnar í heild, segir ASÍ. Innlent 6.9.2006 21:56 Slæmri stöðu Strætó leynt Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum stjórnarformann Strætó bs., borgarfulltrúa R-listans, hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækisins fram yfir kosningar. Fyrrum stjórnarformaður segir þetta dylgjur og að málið hafi ekki verið Innlent 6.9.2006 21:56 Vöruverð lækkar ef verndartollar hverfa Matarverðið lækkar ekki nema Íslendingar afnemi tolla og vörugjöld og lækki virðisaukaskatt. Innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar á íslenskan markað myndi lækka vöruverðið, að mati framkvæmdastjóra sænska SVÞ. Innlent 6.9.2006 21:56 Fleiri karlar njóta fríðinda Næstum þrír af hverjum fjórum félagsmönnum VR njóta hlunninda sem hluta af launakjörum sem er nokkur aukning frá árinu 2004. Innlent 6.9.2006 21:54 Hætt störfum hjá flokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, hefur látið af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en því starfi hefur hún gegnt síðustu sjö ár. Innlent 6.9.2006 21:55 Ákærðir fyrir tugi lögbrota Þrír piltar hafa verið ákærðir fyrir innflutning á 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt í janúar. Einn piltanna er ákærður fyrir meira en tuttugu önnur afbrot, sem flest voru framin í sumar. Innlent 6.9.2006 21:56 Íslenskir verkamenn þreyttir á ástandinu Byggingamarkaðurinn stjórnast af vertíðarhugsun erlendra starfsmanna. Íslenskir iðnaðarmenn eru þreyttir á því að vinna myrkranna á milli og komast ekki burt, eins og erlendu starfsmennirnir. Félagsleg tengsl vantar á vinnustaði. Innlent 6.9.2006 21:56 Báturinn er tilbúinn í slaginn við hvalina "Nú fer hann bara á sinn stað og bíður átekta, það á eftir að gera sitt lítið af hverju en báturinn er til í slaginn," sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., sem gerir út hvalveiðiskipin fjögur sem setið hafa við Ægisgarð síðan 1989, í tilefni þess að Hvalur 9 var útskrifaður úr slipp í gærdag. Innlent 6.9.2006 21:55 Markaður leitar jafnvægis Forsvarsmenn afurðastöðva telja kjötmarkað vera að leita jafnvægis eftir að kjöt var selt undir markaðsverði um árabil. Þeir telja bændur vanmeta hækkanir en smásöluálagning aukist. Innlent 6.9.2006 21:56 Fangelsismálastjóri á fundinn Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, verður gestur á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í dag. Málefni fangelsa verða til umræðu á fundinum en þau hafa verið til umfjöllunar í samfélaginu síðustu daga. Innlent 6.9.2006 21:54 Heimavist góð fyrir félagsleg samskipti Heimavistarskólar á grunnskólastigi eru ekki lengur starfandi í landinu og er börnum í minni skólum boðið upp á akstur til og frá skóla. Guðjón Bjarnason var andsnúinn því að dætur hans yrðu keyrðar daglega og taldi hag þeirra betur borgið á heimavist. Innlent 6.9.2006 21:56 Aðferðir við val á lista ákveðnar stjórnmál Fundir í kjördæmisráðum Samfylkingarinnar í fjórum kjördæmum standa fyrir dyrum en á þeim verður ákveðið með hvaða hætti valið verður á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í vor. Innlent 6.9.2006 21:55 Dró sér rúm 150 þúsund Ákæra yfir fertugri konu vegna fjárdráttar var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 6.9.2006 21:55 Vetrarkvíði hjá jarðverktökum Framkvæmdir Jarðvinnuverktakar eru uggandi um framtíð sína því engin stór verkefni í jarðverktöku á vegum hins opinbera eru í bígerð. Öll útboð á sviði vegagerðar voru sett á ís í sumar og var það liður í aðgerðum stjórnvalda til að slá á verðbólgu. Innlent 6.9.2006 21:55 Oddvitar oft í starfi sveitarstjóra Fimmtán sveitarfélög á landinu hafa, að sögn félagsmálaráðuneytisins, ekki valið eða ráðið sveitarstjóra, frá sveitarstjórnarkosningunum nú í maí. Innlent 6.9.2006 21:55 Segir veiðarnar stórhættulegar Íslendingar halda á karfaveiðar á alþjóðlega hafsvæðinu í Síldarsmugunni á næstunni. Íslenskur floti hefur aldrei áður veitt markvisst úr karfastofninum og varar Þorsteinn Sigurðsson, hjá Hafrannsóknastofnun, eindregið við þeim. Innlent 6.9.2006 21:54 Flokksmenn beðnir að benda á hugsanlega frambjóðendur Flokksmönnum í Frjálslynda flokknum hefur borist bréf frá forystu flokksins þar sem þeir eru beðnir að láta vita hvort þeir hafi áhuga á að taka sæti á framboðslistum fyrir þingkosningarnar í vor eða viti af einhverjum sem hugsanlega hefðu áhuga á framboði. Innlent 6.9.2006 21:55 Fleiri þjóðir vilja Barnahús Barnahúsið hefur hlotið verðlaun alþjóðlegu barnaverndarsamtakanna ISPCAN. Innlent 6.9.2006 21:54 Þorbjörg formaður Innlent 6.9.2006 21:55 Tuttugu milljónir til Darfúr Innlent 6.9.2006 21:55 Flytja út spilliefni Síðustu sekkirnir með PCB menguðum jarðvegi verða sendir á morgun með gámum til Þýskalands til urðunar. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu 10. maí á þessu ári hafa meira en hundrað tonn af PCB menguðum jarðvegi verið geymd á starfssvæði Hringrásar í Klettagörðum frá því árið 2001, en engin spilliefnamóttaka er hér á landi sem getur tekið á móti PCB menguðum jarðvegi. Innlent 6.9.2006 21:55 Minnka þarf veiði Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins. Talningar sýna að stofninn er á niðurleið um allt land eftir aðeins tvö ár í uppsveiflu og lagt er til að dregið verði úr rjúpnaveiði í haust með því að takmarka veiðitíma og að sölubann gildi áfram. Innlent 6.9.2006 21:55 Ákveður sig í næsta mánuði Gunnar Örlygsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur ekki ákveðið hvort hann sækist eftir áframhaldandi þingmennsku. Ég mun taka ákvörðun í október um hvort ég velji pólitíkina eða þau verkefni sem bíða mín í sjávarútvegi á sviði sölu- og markaðsmála, sagði Gunnar í samtali við Fréttablaðið í gær. Innlent 6.9.2006 21:55 Schengen-samstarfið rætt Þróun Schengen-samstarfsins og það hvernig Ísland tengist samstarfi innan Evrópusambandsins á sviði réttarfars- og lögreglumála verður í brennidepli á ráðstefnu sem Evrópunefnd forsætisráðherra og Háskólinn á Bifröst standa fyrir nú í vikulokin. Innlent 6.9.2006 21:55 Skallaði mann í andlitið á bar Tuttugu og þriggja ára karlmaður var ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás í gær. Innlent 6.9.2006 21:55 « ‹ 257 258 259 260 261 262 263 264 265 … 334 ›
Ísland í níunda sæti yfir efnahagslegt frelsi Ísland hefur færst upp um fjögur sæti á lista yfir þær þjóðir heimsins sem búa við mest efnahagslegt frelsi samkvæmt árlegri skýrslu um efnahagslegt frelsi í heiminum. Það er Rannsóknarmiðstöð um samfélags og efnahagsmál sem gefur út skýrsluna. Ísland var í þrettánda sæti í fyrra en er nú í því níunda ásamt Lúxemborg. Innlent 7.9.2006 09:36
Lagður af stað yfir Ermasundið Benedikt S. Lafleur lagði af stað í þreksund sitt yfir Ermarsundið upp úr sjö í morgun. Í samtali við NFS í morgun var hann brattur og sagði aðstæður prýðisgóðar í dag en sundraunin hefur frestast um nokkra daga vegna veðurs og öldugangs. Innlent 7.9.2006 08:38
Hyggjast markaðssetja ferðir fyrir einhleypa Ferðamannasamtökin Wonderful Copenhagen í Kaupmannahöfn hyggjast markaðssetja borgina sem áfangastað fyrir einhleypa ferðamenn. Politiken greinir frá því að ráðgert sé að bjóða upp á lengri helgarferðir þar sem viðskiptavinurinn, sá einhleypi, geti sótt skemmtikvöld og farið út að borða með öðrum sem eru í sömu hjúskaparstöðu. Sölu- og markaðsstjóri samtakanna segir að um áhugaverðan markhóp sé að ræða og þarna sé óplægður akur innan ferðamannaiðnaðarins. Erlent 7.9.2006 08:30
Calderon réttmætur sigurvegari kosninganna Felipe Calderon tók í gær við skjali frá kosningadómstól Mexíkó sem vottar það að hann sé réttmætur sigurvegari forsetakosninganna sem fram fóru í júlí síðastliðnum. Forseti kosningadómstólsins bað alla Mexíkóa að hætta að deila innbyrðis og brúa gjárnar sem mynduðust í kjölfar forsetakosninganna. Erlent 7.9.2006 08:32
Safna fyrir byggingu skóla í Pakistan Nemendur og starfsmenn Borgarholtsskóla munu ferðast leiðina til Pakistan í dag. Í tilefni 10 ára afmælis skólans er efnt til táknræns hlaups, göngu og/eða hjólreiða nemenda og starfsmanna skólans í fjáröflunarskyni og er markmiðið að samanlagður kílómetrafjöldi sem lagður verður að baki verði jafn vegalengdinni í loftlínu á milli Íslands og Pakistan. Innlent 7.9.2006 08:17
Mikill verðmunur á pasta og frosinni ýsu Um sautján hundruð krónum getur munað á innkaupakörfum samkvæmt nýrri verðlagskönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Karfan var ódýrust í Bónus en dýrust í Kaskó. Mikilvægt að skoða innihald körfunnar í heild, segir ASÍ. Innlent 6.9.2006 21:56
Slæmri stöðu Strætó leynt Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum stjórnarformann Strætó bs., borgarfulltrúa R-listans, hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækisins fram yfir kosningar. Fyrrum stjórnarformaður segir þetta dylgjur og að málið hafi ekki verið Innlent 6.9.2006 21:56
Vöruverð lækkar ef verndartollar hverfa Matarverðið lækkar ekki nema Íslendingar afnemi tolla og vörugjöld og lækki virðisaukaskatt. Innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar á íslenskan markað myndi lækka vöruverðið, að mati framkvæmdastjóra sænska SVÞ. Innlent 6.9.2006 21:56
Fleiri karlar njóta fríðinda Næstum þrír af hverjum fjórum félagsmönnum VR njóta hlunninda sem hluta af launakjörum sem er nokkur aukning frá árinu 2004. Innlent 6.9.2006 21:54
Hætt störfum hjá flokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, hefur látið af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en því starfi hefur hún gegnt síðustu sjö ár. Innlent 6.9.2006 21:55
Ákærðir fyrir tugi lögbrota Þrír piltar hafa verið ákærðir fyrir innflutning á 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt í janúar. Einn piltanna er ákærður fyrir meira en tuttugu önnur afbrot, sem flest voru framin í sumar. Innlent 6.9.2006 21:56
Íslenskir verkamenn þreyttir á ástandinu Byggingamarkaðurinn stjórnast af vertíðarhugsun erlendra starfsmanna. Íslenskir iðnaðarmenn eru þreyttir á því að vinna myrkranna á milli og komast ekki burt, eins og erlendu starfsmennirnir. Félagsleg tengsl vantar á vinnustaði. Innlent 6.9.2006 21:56
Báturinn er tilbúinn í slaginn við hvalina "Nú fer hann bara á sinn stað og bíður átekta, það á eftir að gera sitt lítið af hverju en báturinn er til í slaginn," sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., sem gerir út hvalveiðiskipin fjögur sem setið hafa við Ægisgarð síðan 1989, í tilefni þess að Hvalur 9 var útskrifaður úr slipp í gærdag. Innlent 6.9.2006 21:55
Markaður leitar jafnvægis Forsvarsmenn afurðastöðva telja kjötmarkað vera að leita jafnvægis eftir að kjöt var selt undir markaðsverði um árabil. Þeir telja bændur vanmeta hækkanir en smásöluálagning aukist. Innlent 6.9.2006 21:56
Fangelsismálastjóri á fundinn Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, verður gestur á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í dag. Málefni fangelsa verða til umræðu á fundinum en þau hafa verið til umfjöllunar í samfélaginu síðustu daga. Innlent 6.9.2006 21:54
Heimavist góð fyrir félagsleg samskipti Heimavistarskólar á grunnskólastigi eru ekki lengur starfandi í landinu og er börnum í minni skólum boðið upp á akstur til og frá skóla. Guðjón Bjarnason var andsnúinn því að dætur hans yrðu keyrðar daglega og taldi hag þeirra betur borgið á heimavist. Innlent 6.9.2006 21:56
Aðferðir við val á lista ákveðnar stjórnmál Fundir í kjördæmisráðum Samfylkingarinnar í fjórum kjördæmum standa fyrir dyrum en á þeim verður ákveðið með hvaða hætti valið verður á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í vor. Innlent 6.9.2006 21:55
Dró sér rúm 150 þúsund Ákæra yfir fertugri konu vegna fjárdráttar var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 6.9.2006 21:55
Vetrarkvíði hjá jarðverktökum Framkvæmdir Jarðvinnuverktakar eru uggandi um framtíð sína því engin stór verkefni í jarðverktöku á vegum hins opinbera eru í bígerð. Öll útboð á sviði vegagerðar voru sett á ís í sumar og var það liður í aðgerðum stjórnvalda til að slá á verðbólgu. Innlent 6.9.2006 21:55
Oddvitar oft í starfi sveitarstjóra Fimmtán sveitarfélög á landinu hafa, að sögn félagsmálaráðuneytisins, ekki valið eða ráðið sveitarstjóra, frá sveitarstjórnarkosningunum nú í maí. Innlent 6.9.2006 21:55
Segir veiðarnar stórhættulegar Íslendingar halda á karfaveiðar á alþjóðlega hafsvæðinu í Síldarsmugunni á næstunni. Íslenskur floti hefur aldrei áður veitt markvisst úr karfastofninum og varar Þorsteinn Sigurðsson, hjá Hafrannsóknastofnun, eindregið við þeim. Innlent 6.9.2006 21:54
Flokksmenn beðnir að benda á hugsanlega frambjóðendur Flokksmönnum í Frjálslynda flokknum hefur borist bréf frá forystu flokksins þar sem þeir eru beðnir að láta vita hvort þeir hafi áhuga á að taka sæti á framboðslistum fyrir þingkosningarnar í vor eða viti af einhverjum sem hugsanlega hefðu áhuga á framboði. Innlent 6.9.2006 21:55
Fleiri þjóðir vilja Barnahús Barnahúsið hefur hlotið verðlaun alþjóðlegu barnaverndarsamtakanna ISPCAN. Innlent 6.9.2006 21:54
Flytja út spilliefni Síðustu sekkirnir með PCB menguðum jarðvegi verða sendir á morgun með gámum til Þýskalands til urðunar. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu 10. maí á þessu ári hafa meira en hundrað tonn af PCB menguðum jarðvegi verið geymd á starfssvæði Hringrásar í Klettagörðum frá því árið 2001, en engin spilliefnamóttaka er hér á landi sem getur tekið á móti PCB menguðum jarðvegi. Innlent 6.9.2006 21:55
Minnka þarf veiði Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins. Talningar sýna að stofninn er á niðurleið um allt land eftir aðeins tvö ár í uppsveiflu og lagt er til að dregið verði úr rjúpnaveiði í haust með því að takmarka veiðitíma og að sölubann gildi áfram. Innlent 6.9.2006 21:55
Ákveður sig í næsta mánuði Gunnar Örlygsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur ekki ákveðið hvort hann sækist eftir áframhaldandi þingmennsku. Ég mun taka ákvörðun í október um hvort ég velji pólitíkina eða þau verkefni sem bíða mín í sjávarútvegi á sviði sölu- og markaðsmála, sagði Gunnar í samtali við Fréttablaðið í gær. Innlent 6.9.2006 21:55
Schengen-samstarfið rætt Þróun Schengen-samstarfsins og það hvernig Ísland tengist samstarfi innan Evrópusambandsins á sviði réttarfars- og lögreglumála verður í brennidepli á ráðstefnu sem Evrópunefnd forsætisráðherra og Háskólinn á Bifröst standa fyrir nú í vikulokin. Innlent 6.9.2006 21:55
Skallaði mann í andlitið á bar Tuttugu og þriggja ára karlmaður var ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás í gær. Innlent 6.9.2006 21:55