Innlent Actavis þrefaldar tekjurnar Heildartekjur Actavis á öðrum ársfjórðungi þrefölduðust miðað við sama tíma í fyrra og námu 364,1 milljón evra. Árshlutauppgjör félagsins var birt eftir lokun markaða í dag. Á sama tímabili í fyrra námu tekjurnar 121,9 milljónum evra. Aukningin nemur 198,4 prósentum. Viðskipti innlent 10.8.2006 18:37 Siv ætlar í formannsslaginn Siv Friðleifsdóttir hefur ákveðið að taka slaginn við Jón Sigurðsson um formannsembættið í Framsóknarflokknum. Innlent 10.8.2006 17:31 Vörubíll valt í Kömbunum Vörubíll frá Vegagerðinni valt í Kömbunum ofan við Hveragerði um klukkan þrjú í dag. Vörubíllinn var við vinnu í vegkanti sem gaf sig svo að bíllinn valt. Engan sakaði. Innlent 10.8.2006 16:14 Barnabætur hækkuðu um 19% Við álagningu ríkisskattstjóra á einstaklinga kom fram að barnabætur vegna ársins 2005 hækkuðu um 19% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins. Í ár á að úthluta tæpum 6 milljörðum króna til 55.500 framteljenda Innlent 10.8.2006 15:31 Flugvél Icelandair komin í loftið Flugvélum Icelandair hefur verið veitt leyfi til flugs til Bretlands. Fyrsta vélin fór í loftið rétt fyrir klukkan þrjú. Næsta flug er svo áætlað klukkan 16:10. Búist er við að flugumferð komist fljótlega í rétt form. Innlent 10.8.2006 15:09 Og vodafone eflir GSM þjónustu á svæðinu Og Vodafone hefur eflt GSM þjónustu sína í Dalvík fyrir fjölskylduhátíðina Fiskidaginn mikla sem fer fram um næstu helgi. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM notendum þar sem gera má ráð fyrir fjölda gesta á svæðinu yfir helgina. Um 30 þúsund manns lögðu leið sína á hátíðina í fyrra. Innlent 10.8.2006 13:23 Glóandi skúlptúr í byggingu Jörgen Hansen, danskur leirlistamaður stendur nú í stórræðum nærri Norrænahúsinu en hann er að byggja glóandi leirskúlptúr. Skúlptúrinn, sem á að byggjast á fjórtán dögum, á að verða þriggja metra hár og mun vega fjögur tonn. Innlent 10.8.2006 13:00 James Bond aðdáendur stoppaðir fyrir hraðakstur Radarbyssur sunnlenskra sveitalögreglumanna stöðva eins og ekkert sé, hvern erlenda James Bond aðdáandann á fætur öðrum, sem geysast í pílagrímaferðir austur að Bond Lagoon, eins og þeir kalla Jökulsárlón. Innlent 10.8.2006 12:43 Dregur úr íbúðalánum banka Verulega dró úr íbúðalánum bankanna í júlí og námu þau aðeins rúmum þremur og hálfum milljarði króna. Það er lægsta lánsupphæð síðan bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn fyrir rétt um tveimur árum. Innlent 10.8.2006 12:36 Hert eftirlit á Keflavíkurflugvelli Eftir fund lögreglu- og flugmálayfirvalda á Keflavíkurflugvelli í morgun var ákveðið að herða eftirlit á vellinum. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, felur það meðal annars í sér að leit á farþegum og í farangri verður ítarlegri en ella en ætti þó ekki að valda miklum töfum. Innlent 10.8.2006 11:52 Upplýsingabæklingur fyrir erlenda foreldra Menntasvið Reykjavíkurborgar hefur gefið út upplýsingabækling á átta tungumálum fyrir erlenda foreldra. Í bæklingnum er fjallað um Íslenska leikskóla og eins tvítyngi barna á leikskólastigi. Innlent 10.8.2006 11:34 Bætist við krónubréf Tvær erlendar fjármálastofnanir tilkynntu um útgáfu krónubréfa í gær. Annars vegar þróunarbankinn KfW, sem gaf út nýjan flokk að andvirði 3 milljarða króna með gjalddaga í febrúar 2008. Hins vegar varð það Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) sem bætti þremur milljörðum króna við útgáfu með gjalddaga í október 2008. Nemur heildarútgáfa krónubréfa nú tæpum 260 milljörðum króna og næg spurn virðist eftir krónubréfum meðal erlendra fjárfesta. Viðskipti innlent 10.8.2006 11:25 Nýr forstjóri hjá Alfesca Xavier Govare hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alfesca og Jakob Óskar Sigurðsson látið af störfum eftir tveggja ára starf. Í tilkynningu félagsins kemur fram að sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar þess hafi verið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. Viðskipti innlent 10.8.2006 11:10 Kertafleyting á Tjörninni Kertum var fleytt á Tjörninni í Reykjavík í gærkvöldi til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki í Japan. Innlent 10.8.2006 09:57 Flugferðum frestað til Bretlands Vegna hryðjuverkarógnar í Bretlandi sem greint var frá fyrr í morgun hafa nokkur flugfélög frestað ferðum til Bretlands, þar á meðal Icelandair. Að sögn Guðjóns Argrímssonar, upplýsingafulltrúi Icelandair, er athugun með flug seinna í dag. Innlent 10.8.2006 09:50 Lögregla stjórnar ekki fréttafluttningi Stjórn Félags fréttamanna vill minna yfirstjórn löggæslumála á að lögreglan stjórnar ekki fréttaflutningi fjölmiðla með aðgerðum sínum. Innlent 10.8.2006 08:56 Fimm handteknir vegna fíkniefna Lögreglan í Kópavogi handtók fimm unga menn í tengslum við þrjú fíkniefnamál, sem komu upp við umferðareftirlit í bænum í gærkvöldi og í nótt. Innlent 10.8.2006 08:52 Erlendu göngumennirnir fundir Björgunarsveitarmaður ók óvænt fram á fjóra erlenda göngumenn á þjóðveginum i Landssveit seint í gærkvöldi, þegar hann var að halda til leiltar að þessum sömu mönnum við Heklu rætur. Innlent 10.8.2006 08:33 Ekkert heitt vatn Tugir þúsunda Reykvíkinga hafa ekki haft heitt vatn í húsum sínum síðan klukkan sjö í gærkvöldi , en því verður væntanlega hleypt aftur á kerfið klukkan átta. Innlent 10.8.2006 08:39 Líkamsárás við verslun 10-11 Lögreglan í Reykjavík handtók í gærkvöldi þrjá menn vegna líkamsárásar við verslun 10-11 á horni Barónstígs og Hverfisgötu. Átökin eru talin tengjast vélhjólaklúbbnum Fáfni og uppgjöri í undirheimunum. Innlent 10.8.2006 08:31 Ráðist á konu í nótt Ung kona er til aðhlynnningar á Slysadeild Landsspítalans eftir að ráðist var á hana í austurborginni um klukkan fjögur í nótt. Hún hlaut einhverja áverka. Innlent 10.8.2006 08:28 Leikskólakennarar fást enn ekki til starfa á leikskólum Svo virðist sem betur gangi að ráða grunnskólakennara en leikskólakennara til starfa. Leikskólastjórinn á Maríuborg segir léleg laun fæla fólk frá og stendur frammi fyrir því að ráða yngra fólk inn á leikskólann. Innlent 9.8.2006 21:52 Skorað á Siv í formanninn Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, skoraði í gær á Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Innlent 9.8.2006 21:52 Ættum að standa okkur betur „Frekar á að leggja áherslu á gæði kennslu en magn hennar,“ segir Val Koromzay, sérfræðingur OECD sem í gær kynnti nýja skýrslu stofnunarinnar. Í henni er fjallað um efnahagsmál auk menntamála. Þar telja skýrsluhöfundar úrbóta þörf. Innlent 9.8.2006 21:52 Fleiri geðfatlaðir fá að búa einir Fleiri geðfötluðum verður gert kleift að búa einir innan tíðar, segir Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu. Breytingarnar koma í kjölfar úttektar sem gerð var á högum einstaklinga sem búa á geðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH). Í henni kom í ljós að 54 einstaklingar sem þar búa gætu búið annars staðar. Innlent 9.8.2006 21:52 Varlega verði farið í skattabreytingar Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins telja að mörgu að hyggja áður en skattkerfinu verði breytt. Draumur Árna M. Mathiesen er að lækka tekjuskattinn meira. Spurningar um laun þurfa að beinast að fyrirtækjunum, segir Geir H. Haarde. Innlent 9.8.2006 21:52 Eftirliti með olíu ábótavant Eftirlit Vegagerðarinnar með notkun litaðrar dísilolíu er ekki nægilegt og of auðvelt er að komast upp með að svindla á reglunum, að mati Jóns Magnúsar Pálssonar, formanns Landssambands vörubifreiðastjóra. Innlent 9.8.2006 21:52 Nýtti þrjá til að búa til einn Valur Sigurðsson, 25 ára, var í Héraðsdómi Suðurlands í gær dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundið, fyrir stuld á þremur bifreiðum. Innlent 9.8.2006 21:52 Óvissa ríkjandi um hagkvæmni stóriðju Yfirmaður efnahagsdeildar OECD segir viðskiptaleynd raforkusölusamninga hér þýða að ekki sé vitað hvort stóriðja sé þjóðhagslega hagkvæm. Hvatt er til þess að fresta frekari framkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Innlent 9.8.2006 21:52 Laun í álveri yfir meðallagi Tveir grunnskólakennarar starfa nú hjá Alcoa Fjarðaáli, samkvæmt upplýsingum Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa í Fjarðabyggð. Erna segir það mikla einföldun að kenna álverinu um kennaraskort á Egilsstöðum eins og Róbert Gunnarsson, skólastjóri Egilsstaðaskóla, gerði í viðtali við Fréttablaðið í gær. Innlent 9.8.2006 21:52 « ‹ 290 291 292 293 294 295 296 297 298 … 334 ›
Actavis þrefaldar tekjurnar Heildartekjur Actavis á öðrum ársfjórðungi þrefölduðust miðað við sama tíma í fyrra og námu 364,1 milljón evra. Árshlutauppgjör félagsins var birt eftir lokun markaða í dag. Á sama tímabili í fyrra námu tekjurnar 121,9 milljónum evra. Aukningin nemur 198,4 prósentum. Viðskipti innlent 10.8.2006 18:37
Siv ætlar í formannsslaginn Siv Friðleifsdóttir hefur ákveðið að taka slaginn við Jón Sigurðsson um formannsembættið í Framsóknarflokknum. Innlent 10.8.2006 17:31
Vörubíll valt í Kömbunum Vörubíll frá Vegagerðinni valt í Kömbunum ofan við Hveragerði um klukkan þrjú í dag. Vörubíllinn var við vinnu í vegkanti sem gaf sig svo að bíllinn valt. Engan sakaði. Innlent 10.8.2006 16:14
Barnabætur hækkuðu um 19% Við álagningu ríkisskattstjóra á einstaklinga kom fram að barnabætur vegna ársins 2005 hækkuðu um 19% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins. Í ár á að úthluta tæpum 6 milljörðum króna til 55.500 framteljenda Innlent 10.8.2006 15:31
Flugvél Icelandair komin í loftið Flugvélum Icelandair hefur verið veitt leyfi til flugs til Bretlands. Fyrsta vélin fór í loftið rétt fyrir klukkan þrjú. Næsta flug er svo áætlað klukkan 16:10. Búist er við að flugumferð komist fljótlega í rétt form. Innlent 10.8.2006 15:09
Og vodafone eflir GSM þjónustu á svæðinu Og Vodafone hefur eflt GSM þjónustu sína í Dalvík fyrir fjölskylduhátíðina Fiskidaginn mikla sem fer fram um næstu helgi. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM notendum þar sem gera má ráð fyrir fjölda gesta á svæðinu yfir helgina. Um 30 þúsund manns lögðu leið sína á hátíðina í fyrra. Innlent 10.8.2006 13:23
Glóandi skúlptúr í byggingu Jörgen Hansen, danskur leirlistamaður stendur nú í stórræðum nærri Norrænahúsinu en hann er að byggja glóandi leirskúlptúr. Skúlptúrinn, sem á að byggjast á fjórtán dögum, á að verða þriggja metra hár og mun vega fjögur tonn. Innlent 10.8.2006 13:00
James Bond aðdáendur stoppaðir fyrir hraðakstur Radarbyssur sunnlenskra sveitalögreglumanna stöðva eins og ekkert sé, hvern erlenda James Bond aðdáandann á fætur öðrum, sem geysast í pílagrímaferðir austur að Bond Lagoon, eins og þeir kalla Jökulsárlón. Innlent 10.8.2006 12:43
Dregur úr íbúðalánum banka Verulega dró úr íbúðalánum bankanna í júlí og námu þau aðeins rúmum þremur og hálfum milljarði króna. Það er lægsta lánsupphæð síðan bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn fyrir rétt um tveimur árum. Innlent 10.8.2006 12:36
Hert eftirlit á Keflavíkurflugvelli Eftir fund lögreglu- og flugmálayfirvalda á Keflavíkurflugvelli í morgun var ákveðið að herða eftirlit á vellinum. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, felur það meðal annars í sér að leit á farþegum og í farangri verður ítarlegri en ella en ætti þó ekki að valda miklum töfum. Innlent 10.8.2006 11:52
Upplýsingabæklingur fyrir erlenda foreldra Menntasvið Reykjavíkurborgar hefur gefið út upplýsingabækling á átta tungumálum fyrir erlenda foreldra. Í bæklingnum er fjallað um Íslenska leikskóla og eins tvítyngi barna á leikskólastigi. Innlent 10.8.2006 11:34
Bætist við krónubréf Tvær erlendar fjármálastofnanir tilkynntu um útgáfu krónubréfa í gær. Annars vegar þróunarbankinn KfW, sem gaf út nýjan flokk að andvirði 3 milljarða króna með gjalddaga í febrúar 2008. Hins vegar varð það Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) sem bætti þremur milljörðum króna við útgáfu með gjalddaga í október 2008. Nemur heildarútgáfa krónubréfa nú tæpum 260 milljörðum króna og næg spurn virðist eftir krónubréfum meðal erlendra fjárfesta. Viðskipti innlent 10.8.2006 11:25
Nýr forstjóri hjá Alfesca Xavier Govare hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alfesca og Jakob Óskar Sigurðsson látið af störfum eftir tveggja ára starf. Í tilkynningu félagsins kemur fram að sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar þess hafi verið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. Viðskipti innlent 10.8.2006 11:10
Kertafleyting á Tjörninni Kertum var fleytt á Tjörninni í Reykjavík í gærkvöldi til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki í Japan. Innlent 10.8.2006 09:57
Flugferðum frestað til Bretlands Vegna hryðjuverkarógnar í Bretlandi sem greint var frá fyrr í morgun hafa nokkur flugfélög frestað ferðum til Bretlands, þar á meðal Icelandair. Að sögn Guðjóns Argrímssonar, upplýsingafulltrúi Icelandair, er athugun með flug seinna í dag. Innlent 10.8.2006 09:50
Lögregla stjórnar ekki fréttafluttningi Stjórn Félags fréttamanna vill minna yfirstjórn löggæslumála á að lögreglan stjórnar ekki fréttaflutningi fjölmiðla með aðgerðum sínum. Innlent 10.8.2006 08:56
Fimm handteknir vegna fíkniefna Lögreglan í Kópavogi handtók fimm unga menn í tengslum við þrjú fíkniefnamál, sem komu upp við umferðareftirlit í bænum í gærkvöldi og í nótt. Innlent 10.8.2006 08:52
Erlendu göngumennirnir fundir Björgunarsveitarmaður ók óvænt fram á fjóra erlenda göngumenn á þjóðveginum i Landssveit seint í gærkvöldi, þegar hann var að halda til leiltar að þessum sömu mönnum við Heklu rætur. Innlent 10.8.2006 08:33
Ekkert heitt vatn Tugir þúsunda Reykvíkinga hafa ekki haft heitt vatn í húsum sínum síðan klukkan sjö í gærkvöldi , en því verður væntanlega hleypt aftur á kerfið klukkan átta. Innlent 10.8.2006 08:39
Líkamsárás við verslun 10-11 Lögreglan í Reykjavík handtók í gærkvöldi þrjá menn vegna líkamsárásar við verslun 10-11 á horni Barónstígs og Hverfisgötu. Átökin eru talin tengjast vélhjólaklúbbnum Fáfni og uppgjöri í undirheimunum. Innlent 10.8.2006 08:31
Ráðist á konu í nótt Ung kona er til aðhlynnningar á Slysadeild Landsspítalans eftir að ráðist var á hana í austurborginni um klukkan fjögur í nótt. Hún hlaut einhverja áverka. Innlent 10.8.2006 08:28
Leikskólakennarar fást enn ekki til starfa á leikskólum Svo virðist sem betur gangi að ráða grunnskólakennara en leikskólakennara til starfa. Leikskólastjórinn á Maríuborg segir léleg laun fæla fólk frá og stendur frammi fyrir því að ráða yngra fólk inn á leikskólann. Innlent 9.8.2006 21:52
Skorað á Siv í formanninn Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, skoraði í gær á Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Innlent 9.8.2006 21:52
Ættum að standa okkur betur „Frekar á að leggja áherslu á gæði kennslu en magn hennar,“ segir Val Koromzay, sérfræðingur OECD sem í gær kynnti nýja skýrslu stofnunarinnar. Í henni er fjallað um efnahagsmál auk menntamála. Þar telja skýrsluhöfundar úrbóta þörf. Innlent 9.8.2006 21:52
Fleiri geðfatlaðir fá að búa einir Fleiri geðfötluðum verður gert kleift að búa einir innan tíðar, segir Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu. Breytingarnar koma í kjölfar úttektar sem gerð var á högum einstaklinga sem búa á geðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH). Í henni kom í ljós að 54 einstaklingar sem þar búa gætu búið annars staðar. Innlent 9.8.2006 21:52
Varlega verði farið í skattabreytingar Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins telja að mörgu að hyggja áður en skattkerfinu verði breytt. Draumur Árna M. Mathiesen er að lækka tekjuskattinn meira. Spurningar um laun þurfa að beinast að fyrirtækjunum, segir Geir H. Haarde. Innlent 9.8.2006 21:52
Eftirliti með olíu ábótavant Eftirlit Vegagerðarinnar með notkun litaðrar dísilolíu er ekki nægilegt og of auðvelt er að komast upp með að svindla á reglunum, að mati Jóns Magnúsar Pálssonar, formanns Landssambands vörubifreiðastjóra. Innlent 9.8.2006 21:52
Nýtti þrjá til að búa til einn Valur Sigurðsson, 25 ára, var í Héraðsdómi Suðurlands í gær dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundið, fyrir stuld á þremur bifreiðum. Innlent 9.8.2006 21:52
Óvissa ríkjandi um hagkvæmni stóriðju Yfirmaður efnahagsdeildar OECD segir viðskiptaleynd raforkusölusamninga hér þýða að ekki sé vitað hvort stóriðja sé þjóðhagslega hagkvæm. Hvatt er til þess að fresta frekari framkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Innlent 9.8.2006 21:52
Laun í álveri yfir meðallagi Tveir grunnskólakennarar starfa nú hjá Alcoa Fjarðaáli, samkvæmt upplýsingum Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa í Fjarðabyggð. Erna segir það mikla einföldun að kenna álverinu um kennaraskort á Egilsstöðum eins og Róbert Gunnarsson, skólastjóri Egilsstaðaskóla, gerði í viðtali við Fréttablaðið í gær. Innlent 9.8.2006 21:52