Leikskólakennarar fást enn ekki til starfa á leikskólum 10. ágúst 2006 08:00 LEIKSKÓLASTARF. Erfitt getur reynst að taka við börnum af biðlista í haust ef ekki tekst að fullmanna leikskólana. MYND/vilhelm Búast má við að ráða þurfi ófaglært starfsfólk í stað leikskólakennara í haust, að sögn Bjargar Bjarnadóttur, formanns Félags leikskólakennara. Björg segir sögur um manneklu á leikskólum hljóma kunnuglega og telur líklegt að allir leikskólakennarar séu þegar búnir að ráða sig. Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri á Maríuborg í Grafarholti, segir að nú vanti leikskólann þrjá leikskólakennara og aðstoð í eldhús. „Ég er búin að auglýsa tvisvar eftir leikskólakennurum í Fréttablaðinu án þess að fá viðbrögð.“ María segir þetta óvanalegt því yfirleitt komi fyrirspurnir um störf í kjölfar auglýsinga. „Það hefur verið regla hjá mér að ráða ekki yngra starfsfólk en 22 ára en nú gæti farið svo að ég þurfi að gera undantekningu á þeirri reglu vegna manneklu.“ Guðný gerir sér ekki miklar vonir um að fá menntaða leikskólakennara í þær stöður sem enn eru ómannaðar. „Það er alveg ljóst að ef ekki tekst að manna þessar stöður verður erfitt að taka við þeim börnum sem búið var að lofa plássi í haust.“ Guðný segir léleg laun á leikskólum eina helstu ástæðu þess að svo illa gangi að manna stöðurnar. Vel gengur að manna stöður við leikskólann Kiðagil á Akureyri, að sögn Snjólaugar Brjánsdóttur leikskólastjóra. Hún segir að þeir leikskólakennarar sem menntaðir séu við Háskólann á Akureyri skili sér vel í leikskólana á Akureyri. Betur hefur gengið að ráða í stöður grunnskólakennara nú en oft áður, að sögn Þorsteins Hjartarsonar, skólastjóri Fellaskóla, en aðeins á eftir að manna stöðu heimilisfræðikennara við skólann. Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Borgaskóla í Grafarvogi, segir að ennþá séu einhverjir lausir endar varðandi ráðningar en vonast til að á næstu dögum náist að fullmanna skólann. Staðan er sömuleiðis góð við grunnskólann í Hveragerði. Þar vantar danskennara og þroskaþjálfa en ráðið var í aðrar stöður fyrr í sumar, að sögn Páls Leós Jónssonar, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Hveragerði. Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Búast má við að ráða þurfi ófaglært starfsfólk í stað leikskólakennara í haust, að sögn Bjargar Bjarnadóttur, formanns Félags leikskólakennara. Björg segir sögur um manneklu á leikskólum hljóma kunnuglega og telur líklegt að allir leikskólakennarar séu þegar búnir að ráða sig. Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri á Maríuborg í Grafarholti, segir að nú vanti leikskólann þrjá leikskólakennara og aðstoð í eldhús. „Ég er búin að auglýsa tvisvar eftir leikskólakennurum í Fréttablaðinu án þess að fá viðbrögð.“ María segir þetta óvanalegt því yfirleitt komi fyrirspurnir um störf í kjölfar auglýsinga. „Það hefur verið regla hjá mér að ráða ekki yngra starfsfólk en 22 ára en nú gæti farið svo að ég þurfi að gera undantekningu á þeirri reglu vegna manneklu.“ Guðný gerir sér ekki miklar vonir um að fá menntaða leikskólakennara í þær stöður sem enn eru ómannaðar. „Það er alveg ljóst að ef ekki tekst að manna þessar stöður verður erfitt að taka við þeim börnum sem búið var að lofa plássi í haust.“ Guðný segir léleg laun á leikskólum eina helstu ástæðu þess að svo illa gangi að manna stöðurnar. Vel gengur að manna stöður við leikskólann Kiðagil á Akureyri, að sögn Snjólaugar Brjánsdóttur leikskólastjóra. Hún segir að þeir leikskólakennarar sem menntaðir séu við Háskólann á Akureyri skili sér vel í leikskólana á Akureyri. Betur hefur gengið að ráða í stöður grunnskólakennara nú en oft áður, að sögn Þorsteins Hjartarsonar, skólastjóri Fellaskóla, en aðeins á eftir að manna stöðu heimilisfræðikennara við skólann. Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Borgaskóla í Grafarvogi, segir að ennþá séu einhverjir lausir endar varðandi ráðningar en vonast til að á næstu dögum náist að fullmanna skólann. Staðan er sömuleiðis góð við grunnskólann í Hveragerði. Þar vantar danskennara og þroskaþjálfa en ráðið var í aðrar stöður fyrr í sumar, að sögn Páls Leós Jónssonar, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Hveragerði.
Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira