Varlega verði farið í skattabreytingar 10. ágúst 2006 07:30 Geir H. haarde Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra telja nauðsynlegt að fara varlega í breytingar á skattkerfinu, þrátt fyrir að ójöfnuður hafi farið vaxandi síðustu ár. Á þriðja þúsund einstaklingar höfðu eingöngu tekjur á síðasta ári sem taldar voru fram sem fjármagnstekjur, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Skattur á fjármagnstekjur er tíu prósent en hefðbundinn tekjuskattur er næstum fjórfalt hærri, 37 prósent. Geir segir spurningar um há laun einstakra starfsmanna fyrirtækja þurfa að beinast til forsvarsmanna fyrirtækjanna sjálfra. „Spurningar um laun einstakra starfsmanna fyrirtækja verða að beinast að forsvarsmönnumfyrirtækjanna sjálfra, eðli málsins samkvæmt. Það er ánægjulegt að fyrirtæki séu það vel stæð að þau geti greitt góð laun, en ef laun fara út fyrir velsæmismörk hjá almenningi í landinu er það ekki hyggilegt fyrir fyrirtækin sjálf. Það verður að gæta sín á því í umræðu um há laun að ganga ekki of hart fram þannig að fyrirtæki og athafnamenn sem skapa arðinn í landinu fari ekki með starfsemi sína úr landinu. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir sá arður sköpum fyrir almenning í landinu.“ Ekki hefur sérstaklega verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að breyta skattkerfinu, en Árni segir það vera í sífelldri endurskoðun. „Við erum alltaf að skoða skattakerfið, en skoðun á launaupplýsingum sýnir hversu vel stæðir Íslendingar eru orðnir og það situr mikið eftir af þeim miklu tekjum sem hér hafa orðið til að undanförnu. Skattlagning á fjármagnstekjur er viðkvæm og það er vandmeðfarið að eiga við breytingar á þeim skatti.“ Árni segir jafnframt að best væri að geta lækkað tekjuskattinn enn meira, en ítrekar að til þess þurfi aðstæður að vera réttar. „Það væri auðvitað draumur að geta lækkað tekjuskattinn sem mest en það hefur sýnt sig að það er frekar snúið að lækka tekjuskattinn á tímum grósku og mikils hagvaxtar. En ég get alls ekki leynt því að það væri ákjósanlegt að geta látið fjármagnstekjuskatt og hefðbundinn tekjuskatt nálgast með því að lækka tekjuskattinn umtalsvert.“ Spurður hvort honum finnist sanngjarnt að einstaklingar komist upp með það að borga tíu prósenta skatt af tekjum sínum sagði hann sanngirni vera afstæða í þessu sem öðru. „Þetta snýst nú ekki alltaf um hvað sé sanngjarnt. Það er auðvitað mikið matsatriði. Það sem gæti verið sanngjarnt gæti þýtt í huga einhvers að það væri ekki um neinar tekjur að tefla. Ég held að við höfum verið að gera ákveðnar tillögur að breytingum á skattkerfinu sem miði í rétta átt. Það er ekkert launungarmál að við viljum lækka skattana en réttar aðstæður verða að vera fyrir hendi svo það sé hægt.“ Innlent Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra telja nauðsynlegt að fara varlega í breytingar á skattkerfinu, þrátt fyrir að ójöfnuður hafi farið vaxandi síðustu ár. Á þriðja þúsund einstaklingar höfðu eingöngu tekjur á síðasta ári sem taldar voru fram sem fjármagnstekjur, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Skattur á fjármagnstekjur er tíu prósent en hefðbundinn tekjuskattur er næstum fjórfalt hærri, 37 prósent. Geir segir spurningar um há laun einstakra starfsmanna fyrirtækja þurfa að beinast til forsvarsmanna fyrirtækjanna sjálfra. „Spurningar um laun einstakra starfsmanna fyrirtækja verða að beinast að forsvarsmönnumfyrirtækjanna sjálfra, eðli málsins samkvæmt. Það er ánægjulegt að fyrirtæki séu það vel stæð að þau geti greitt góð laun, en ef laun fara út fyrir velsæmismörk hjá almenningi í landinu er það ekki hyggilegt fyrir fyrirtækin sjálf. Það verður að gæta sín á því í umræðu um há laun að ganga ekki of hart fram þannig að fyrirtæki og athafnamenn sem skapa arðinn í landinu fari ekki með starfsemi sína úr landinu. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir sá arður sköpum fyrir almenning í landinu.“ Ekki hefur sérstaklega verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að breyta skattkerfinu, en Árni segir það vera í sífelldri endurskoðun. „Við erum alltaf að skoða skattakerfið, en skoðun á launaupplýsingum sýnir hversu vel stæðir Íslendingar eru orðnir og það situr mikið eftir af þeim miklu tekjum sem hér hafa orðið til að undanförnu. Skattlagning á fjármagnstekjur er viðkvæm og það er vandmeðfarið að eiga við breytingar á þeim skatti.“ Árni segir jafnframt að best væri að geta lækkað tekjuskattinn enn meira, en ítrekar að til þess þurfi aðstæður að vera réttar. „Það væri auðvitað draumur að geta lækkað tekjuskattinn sem mest en það hefur sýnt sig að það er frekar snúið að lækka tekjuskattinn á tímum grósku og mikils hagvaxtar. En ég get alls ekki leynt því að það væri ákjósanlegt að geta látið fjármagnstekjuskatt og hefðbundinn tekjuskatt nálgast með því að lækka tekjuskattinn umtalsvert.“ Spurður hvort honum finnist sanngjarnt að einstaklingar komist upp með það að borga tíu prósenta skatt af tekjum sínum sagði hann sanngirni vera afstæða í þessu sem öðru. „Þetta snýst nú ekki alltaf um hvað sé sanngjarnt. Það er auðvitað mikið matsatriði. Það sem gæti verið sanngjarnt gæti þýtt í huga einhvers að það væri ekki um neinar tekjur að tefla. Ég held að við höfum verið að gera ákveðnar tillögur að breytingum á skattkerfinu sem miði í rétta átt. Það er ekkert launungarmál að við viljum lækka skattana en réttar aðstæður verða að vera fyrir hendi svo það sé hægt.“
Innlent Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira