Innlent

Fréttamynd

Verður næst­stærsta Kaup­höll heims

Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur,“ segir forstjóri Kauphallar Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkun í Kauphöllinni í kjölfar hækkunar

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun í gær. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði mest, eða um 3,43 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði i Kauphöllinni, í Teymi og FL Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afmælisgjafirnar brunnu upp

Græddur er geymdur eyrir. Eða ekki. Afmælisgjafir sem lagðar voru af hugulsemi og fyrirhyggju inn á sparisjóðsbók hjá ungum pilti á sjöunda áratugnum, allt frá því hann var eins árs og fram að fermingu, urðu að engu á nokkrum áratugum. Á svokölluðum vöxtum.

Innlent
Fréttamynd

Mótvægisaðgerðirnar brandari

Mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar eru brandari, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen. Hann segir ekki samræmi í aðgerðunum og óeðlilegt að taka Vestfirði fram yfir aðrar sjávarbyggðir.

Innlent
Fréttamynd

Hækkanahrina í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa tók stökkið við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum í kjölfar þess að bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær meira en vonir stóðu til. Fjármálafyrirtæki leiða hækkanahrinuna. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað langmest, eða um tæp 6,8 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslendingar kaupa fasteignir í Noregi

Fasteignafélagið City Center Properties, sem er að stærstum hluta í íslenskri eigu, hefur keypt átta stórar fasteignir í Noregi af norska fasteignafélaginu BSA Kontoreiendom. Um er að ræða sex skrifstofubyggingar og tvær byggingar sem hýsa bæði skrifstofur og vörugeymslur, alls 67 þúsund fermetrar. Sjö bygginganna eru í Osló og ein í Bergen.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við lokun Kauphallarinnar í dag. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en fjárfestar þykja stíga varlega til jarðar áður en greint verður frá því hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bandaríkjunum um fimmleytið. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði langmest, eða um rúm fjögur prósent. Gengi landa Færeyinganna í Föroya banka lækkaði á móti mest, eða um 3,23 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hið ógurlega hernaðarleyndarmál Íslands

Ekki eru veittar upplýsingar um hvernig hið nýja varðskip sem verið er að smíða fyrir Landhelgisgæsluna verður vopnað. Það er sagt trúnaðarmál. Í uppflettibókum og á netinu er hægt að fá upplýsingar um það í smáatriðum hvernig öflugustu herskip Bandaríkjanna, Breta, Frakka og Rússa eru vopnuð. Raunar er hægt að fá þar upplýsingar um búnað allra herskipa og varðskipa um allan heim.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréfavísitölur lækka víða í Evrópu

Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag líkt og á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Gengi bréfa í Exista hefur lækkað mest, eða um 3,84 prósent. Á eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, Straumi og Bakkavör, sem öll hafa lækkað um rúm tvö prósent. Ekkert félag hefur hækkað í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Candover dregur tilboð í Stork til baka

Breska fjárfestingafélagið Candover hefur dregið yfirtökutilboð sitt í hollensku iðnsamsteypuna Stork NV til baka þar sem tilskilinn fjöldi hluthafa var ekki samþykkur því. LME, eignarhaldsfélag í eigu Eyris Invest, Landsbankans og Marel, sem er stærsti hluthafi Stork, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Candover vegna tilboðsins og verður þeim haldið áfram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fólk fær að kaupa í Símanum fyrir áramót

Engin áform eru uppi hjá Símanum um að fá undanþágu til að fresta því að selja almenningi þrjátíu prósenta hlut í félaginu. Fyrirtækið verður skráð í Kauphöllinni fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Hópur fjárfesta styrkir skóla fyrir fatlaða

Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun.

Innlent
Fréttamynd

Jafnlaunavottun úr sögunni?

Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu.

Innlent
Fréttamynd

Hluthafar Storebrand sagðir styðja kaup á SPP

Fulltrúar hluthafa í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand eru sagðir styðja kaup félagsins á sænska tryggingafélagið SPP, líftryggingahluta Handelsbanken. Skrifað var undir yfirlýsingu um kaupin í byrjun mánaðar. Líklegt þykir að Kaupþing, sem er stærsti hluthafi Storebrand, sé fylgjandi kaupunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ársyfirdráttur 400 manna gæti borgað lúxusferð

Yfirdráttarvextir rétt rúmlega fjögur hundruð einstaklinga þarf til að standa undir áætluðum kostnaði við lúxusferð Landsbankans til Ítalíu. Tvö hundruð útvaldir viðskiptavinir bankans flugu til Ítalíu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Formaður menntaráðs í skólaakstri

Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, Júlíus Vífill Ingvarsson, er stjórnarformaður rútufyrirtækis sem hefur hundruð milljóna króna samning um skólaakstur fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Júlíus segir skólaakstur aldrei koma inn á borð menntaráðs og hagsmunaárekstur því ekki fyrir hendi.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert í Kauphöllinni í dag en það er í takt við þróun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu en gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum lækkaði nokkuð eftir að breska fasteignalánafyrirtækið greindi frá því að það hefði nýtt sér lánaheimild Englandsbanka. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,49 prósent og stendur í 7.772. Gengi bréfa í FL Group lækkaði mest, eða um 2,99 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi fjármálafyrirtækja lækkar

Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við þróunina á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Fjármálafyrirtæki það leiða lækkanalestina líkt og hér. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,4 prósent, en bréf í Exista fylgir fast á eftir. Einungis gengi bréfa í fjórum félögum hefur hækkað í dag, mest í 365.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinnslustöðin óskar eftir afskráningu

Stjórn Vinnslustöðvarinnar telur félagið ekki uppfylla lengur skráningarskilyrði um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild og hefur farið þess á leit við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin af markaði. Afskráningin var samþykkti á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólafur krækti í Goldman Sachs

Geysir Green Energy er langtímafjárfesting að sögn Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Hann telur Goldman Sachs besta erlenda fjárfesti sem völ er á. Ólafur Jóhann Ólafsson, fjárfestir og rithöfundur, hafði milligöngu um komu bandaríska fjárfestingar­bankans Goldman Sachs inn í fjárfestahóp Geysis Green Energy.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingar leiddu hækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í Kauphöllinni í dag. Hækkunin nemur 0,25 prósentustigum og endaði hún í 7.889 stigum. Gengi bréfa í Föroya banka hækkaði langmest allra félaga í Kauphöllinni, eða um 3,20 prósent. Landar færeyinganna í olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum fylgdi fast á eftir. Gengi bréfa í Eik banka hækkaði sömuleiðis, en nokkru minna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair semur við Rolls-Royce

Breski vélaframleiðandinn og þjónustufyrirtækið Rolls-Royce greindi frá því í dag að það hefði gert þjónustusamning við Icelandair til næstu fimm ára um endurnýjun og viðhald á flugvélum fyrirtækisins. Virði samningsins nemur 100 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 6,4 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rektor braut klósett í reiðikasti

Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð braut í gær klósett sem nemendur höfðu ætlað að nota við busavígslu og hellti úr skálum reiði sinnar yfir þá. Nemendur voru miður sín eftir atvikið, en þeir höfðu fengið klósettið lánað fyrir vígsluna.

Innlent
Fréttamynd

Kortaveltumet í ágúst

Kortavelta var aldrei meiri en í síðasta mánuði en þá nam hún 25,5 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans. Greiningardeild Glitnis segir mikinn vöxt hafa hlaupið í einkaneyslu og stefni í að hún verði myndarlegum á þessum þriðja fjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreyttir vextir Íbúðalánasjóðs

Vextir Íbúðalánasjóðs eru óbreyttir í 4,85 prósentum með uppgreiðsluþóknun í kjölfar útboðs sjóðsins í morgun. Tilboð fyrir 22,1 milljarð króna að nafnvirði bárust í bréfin en sjóðurinn tók aðeins tilboðum í lengsta flokk íbúðabréfa, fyrir 9,3 milljarða á nafnvirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækka í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um eitt prósent. Gengi bréfa í fjórum félögum hækkaði, þar af í Marel mest, eða um 0,61 prósent. Gengi bréfa í Flögu féll hins vegar um 6,45 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagvöxtur yfir spám í fyrra

Hagvöxtur mældist 4,2 prósent á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Greiningardeild Glitnis bendir á að þetta sé umfram spár og bendir á að gert hafi verið ráð fyrir 2,6 prósenta hagvexti í spá Hagstofunnar fyrr á árinu. Glitnir telur líkur á að Seðlabankinn dragi vaxtalækkun frekar á langinn vegna aukins verðbólguþrýstings.

Viðskipti innlent