Venus

Fréttamynd

Átta ára ferðalag til Júpíters hafið

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) gera í dag aðra tilraun til að skjóta geimfarinu JUICE af stað til Júpíters. Þar á geimfarið að kanna reikistjörnuna og þrjú stór ístungl Júpíters, sem heita Ganýmedes, Kallistó og Evrópa. 

Erlent
Fréttamynd

Hætt við geimskot JUICE vegna eldingahættu

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) ætla í dag að skjóta geimfarinu JUICE af stað til Júpíters. Þar á geimfarið að kanna reikistjörnuna og þrjú stór ístungl Júpíters, sem heita Ganýmedes, Kallistó og Evrópa. Vegna stærðar JUICE mun ferðalagið þó taka átta ár.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu merkin um að Venus sé enn eld­virk

Reikistjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti fundið beinar jarðfræðilegar vísbendingar um að eldvirkni sé enn til staðar á yfirborði nágrannareikistjörnunnar Venusar. Uppgötvunin getur hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig Venus og jörðin þróuðust hvor í sína áttina.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins.

Erlent
Fréttamynd

Fundu mögulegar vísbendingar um líf á Venusi

Gastegund sem gæti verið afurð örvera fannst við rannsóknir á reikistjörnunni Venusi. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að líf gæti mögulega þrifist í efri lögum lofthjúps reikistjörnunnar en þetta er í fyrsta skipti sem mögulegar vísbendingar um líf þar hafa fundist.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð manna við Perluna að sjá Venus ganga fyrir sólu

"Þetta stenst heldur betur væntingar - þetta er æðislegt,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem staddur er við Perluna ásamt nokkur hundruð öðrum. Ástæðan er sú að plánetan Venus er að ganga fyrir sólu en slíkt gerist á 100 ára fresti, og þá tvisvar með 8 ára fresti.

Innlent
Fréttamynd

Gerist næst árið 2247 - einstakt tækifæri að sjá Venus í kvöld

"Næst þegar þetta gerist þá verður árið 2247 - þannig þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Klukkan korter yfir tíu í kvöld mun plánetan Venus ganga á milli sólarinnar og jarðarinnar - og eru Íslendingar í bestu stöðu í heiminum til að sjá það gerist.

Innlent
Fréttamynd

Venus gengur fyrir sólu

Að kvöldi 5. júní og aðfaranótt 6. júní næstkomandi mun plánetan Venus ganga fyrir sólina. Þvergangan hefst klukkan 22:04 og tekur rúmar sex klukkustundir. Reykjavík er eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan gangan stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Júpíter og Venus eiga stefnumót saman

Tvær björtustu plánetur sólkerfisins, Júpíter og Venus, skína nú skærar í vesturhimni. Síðustu daga hafa pláneturnar nálgast hvor aðra hratt og næstu daga munu þær eiga náið stefnumót saman.

Innlent
Fréttamynd

Ósonlag á Venus

Vísindamenn telja að ósonlag sé að finna á Venus. Áður var talið að Jörðin og Mars væru einu plánetur sólkerfisins sem hefðu ósónlag.

Erlent
Fréttamynd

Næst hægt að reyna að sex árum liðnum

Japanskar geimrannsóknir urðu fyrir áfalli þegar mistókst að koma rannsóknargeimfari á sporbaug um Venus í síðustu viku. Geimfarið átti að vera á ferð í tvö ár og safna gögnum.

Erlent