Innlent

Venus gengur fyrir sólu

Þvergöngur Venusar verða aðeins fjórum sinnum á hverjum 243 árum, á 105,5 og 121,5 ára fresti og þá tvisvar með átta ára millibili. Seinast gekk Venus fyrir sólu 8. júní 2004 og sást sú þverganga vel frá Íslandi.
Þvergöngur Venusar verða aðeins fjórum sinnum á hverjum 243 árum, á 105,5 og 121,5 ára fresti og þá tvisvar með átta ára millibili. Seinast gekk Venus fyrir sólu 8. júní 2004 og sást sú þverganga vel frá Íslandi. Mynd/Ágúst H. Bjarnason
Að kvöldi 5. júní og aðfaranótt 6. júní næstkomandi mun plánetan Venus ganga fyrir sólina. Þvergangan hefst klukkan 22:04 og tekur rúmar sex klukkustundir. Reykjavík er eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan gangan stendur yfir. Áhugamenn um stjörnufræði ættu því að fylgjast með þessum sjaldgæfa atburði, enda eru 235 ár þar til þessi sjaldgæfi atburður sést aftur frá Íslandi.

Nánar á vef stjörnufræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×