Verslun

Fréttamynd

Andrúmsloftið þungt en engin dramatík

Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp

Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Biðst af­sökunar á ó­sannindum um borgar­stjóra

Bolli Kristinsson athafnamaður, sem lengi var kenndur við verslunina 17, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið með rangfærslur í myndbandi sem Björgum miðbænum birti á dögunum og talsett er af Vigdísi Hauksdóttir borgarfulltrúa Miðflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Verstu janúar­út­sölur frá árinu 2002

Verð á fötum og skóm lækkaði um 6,5% í janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar en síðustu fimm ár hefur liðurinn lækkað að meðaltali um 11% milli mánaða. Er lækkunin nú sú minnsta milli mánaða í janúar frá árinu 2002.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir

Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur.

Innlent
Fréttamynd

Matvörubúð opnuð á ný á Reykhólum fyrir páska

Stefnt er að því að matvöruverslun verði opnuð á ný á Reykhólum eigi síðar en 1. apríl. Þetta er tilkynnt eftir að stjórnvöld ákváðu að styrkja verslun á Reykhólum um 5,8 milljónir króna, en hún var ein þriggja verslana í strjálbýli sem hlutu sérstakan byggðastyrk í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neytandinn er kóngurinn!

Hvar eigum við að byrja? Síðustu mánuðir hafa verið vægast sagt sérstakir. Áskoranir sem fyrirtæki hafa þurft að takast á við eru einstakar, óútreiknanlegar og á köflum gríðarlega erfiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Van­skil aldrei verið minni þrátt fyrir efnahagsáfall

Vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aldrei verið minni en á árinu 2020 samkvæmt tölum úr vanskilaskrá Creditinfo. Telur fyrirtækið líklegt að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum sem veittir voru vegna áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 eigi stóran þátt í þessari þróun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­­gjör ó­­þarfi að tor­velda líf hreyfi­hamlaðra með mannanna verkum

„Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“

Innlent
Fréttamynd

„Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“

„Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Banda­rískt fyrir­tæki festir kaup á LS Reta­il

Bandaríska fyrirtækið Aptos hefur undirritað samning um kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail sem sérhæfir sig í þróun verslunar- og afgreiðslukerfa. Í tilkynningu frá LS Retail er Aptos sagt vera leiðandi fyrirtæki í tæknilausnum fyrir verslanir og að íslenska fyrirtækið verði starfrækt sem sjálfstæð eining innan Aptos samstæðunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég er djarfur að upplagi“

„Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Skilja ekki rökin á bak við tillögu Þórólfs

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, skilur ekkert í að þrengja eigi að verslunum frá og með 13. janúar næstkomandi. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag væntanlegar breytingar á sóttvarnareglum, með fyrirvara um að faraldurinn haldist í lágmarki.

Viðskipti innlent