Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Flugfélögin sem boða komu sína í sumar

Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt

Því fer fjarri að aðgerðir til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti í dag gangi nógu langt til að koma til móts við vanda sem blasir við á vinnumarkaði og utan hans, að mati Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Það varar við því að kreppan geti dýpkað ef stjórnvöld dragi of snemma úr aðgerðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Tak­marka ferða­lög frá Ind­landi til Banda­ríkjanna

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Gjaldeyrissölu vegna faraldursins hætt

Seðlabanki Íslands ætlar að hætt reglubundinni sölu á gjaldeyri á mánudaginn en salan hófst í september vegna áhrif kórónuveirufaraldursins á innlendan gjaldeyrismarkað. Bankinn hefur selt 453 milljónir evra, jafnvirði 71,2 milljarða króna frá 14. september.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands

Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi.

Erlent
Fréttamynd

Verjið afkomuna

Í dag kynntu stjórnvöld nýjar og framlengdar aðgerðir vegna Covid-kreppunnar. Faraldurinn hefur sannanlega dregist á langinn og við þessar aðstæður er mikilvægt að sýna úthald. Ef ríkið dregur of snemma úr aðgerðum sínum til stuðnings fólki og fyrirtækjum er hætt við að það dýpki kreppuna.

Skoðun
Fréttamynd

Hands­hófs­kennd­ar ból­u­setn­ing­ar skoð­að­ar nán­ar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Segir sam­drátt hafa verið minni en á­ætlað var

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðspurð um hvort að ríkissjóður standi undir nýjasta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar, ofan á þá fyrri, að ríkisstjórnin meti það sem svo að samdráttur hafi verið minni en spáð var, meðal annars einmitt vegna aðgerða stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi banda­rískra ferða­manna

Bandaríkin eru sennilega okkar mikilvægasta viðskiptaþjóð hvað ferðaþjónustu og þar með gjaldeyrisöflun varðar. Það eru því kærkomnar fréttir hve ljómandi vel bólusetningar þar í landi virðast ganga, en yfir helmingur allra fullorðinna Bandaríkjamanna hefur nú fengið í það minnsta eina gusu af bóluefni gegn COVID-19.

Skoðun
Fréttamynd

150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu

Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða.

Erlent
Fréttamynd

Vilja gefa unglingum bóluefni Pfizer

Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech ætla að óska eftir leyfi til að gefa unglingum á aldrinum tólf til fimmtán ára kórónuveirubóluefni sitt í Evrópu í sumar. Tilraunir standa einnig yfir með bóluefnið í börnum.

Erlent
Fréttamynd

Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi

Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veittu ekki við­unandi leið­beiningar vegna heim­sóknar­banns

Heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis og hjúkrunarheimili veittu manni sem óskaði eftir undanþágu til að geta heimsótt eiginkonu sína á hjúkrunarheimili þegar heimsóknarbann var við lýði vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra ekki viðunandi leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðunina.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi

Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður.

Erlent
Fréttamynd

Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili

Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi

Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað.

Innlent