Ráðherra gagnrýnir óvægna og ósanngjarna umræðu í garð Pólverja Snorri Másson skrifar 3. maí 2021 17:48 Guðlaugur Þór Þórðarson segir mikilvægt að íbúum Íslands sé ekki mismunað í tengslum við Covid-19, hvorki af pólskum né af öðrum erlendum uppruna. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ekki verði liðið að fólki sé mismunað hér á landi á grundvelli aukinnar smithættu frá tilteknum löndum eins og Póllandi. Hann telur faraldurinn hafa kallað fram neikvæða eiginleika í fari Íslendinga, eins og „óvægna og ósanngjarna“ umræðu um Pólverja sem ráðherra vísar til. Guðlaugur átti fund með sendiherra Póllands á Íslandi, sem lét í ljós áhyggjur af neikvæðri umræðu í garð Pólverja. Nokkuð hefur verið rætt um að Pólverjar séu þeir sem tíðast ferðist til og frá landinu þessi dægrin og að sá hópur sé þar með sá sem er líklegastur til að bera veiruna inn í samfélagið. Útbreiðsla veirunnar er enda veruleg í heimalandinu. Guðlaugur Þór Þórðarson og Gerard Pokruszyńskim sendiherra Póllands á Íslandi.Stjórnarráðið Guðlaugur segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að ásakanir sérstaklega í garð Pólverja standist ekki enda fari kórónuveiran ekki í manngreinarálit. „Faraldurinn hefur kallað fram marga góða eiginleika í fari þjóðarinnar en líka slæma. Einn þeirra er smitskömmunin, sem á undanförnum vikum hefur beinst að íbúum landsins af erlendum uppruna. Við getum ekki liðið að fólki sé mismunað á slíkum grundvelli enda fer veiran ekki í manngreinarálit. Pólska samfélagið hér á landi hefur bæði auðgað þjóðlífið og átt ríkan þátt í skapa hagsæld undanfarinna ára og umræða undanfarinna daga í þess garð er bæði óvægin og ósanngjörn,“ segir Guðlaugur Þór. Um tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir á Íslandi og eru þeir langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Komið hefur fram í gögnum sóttvarnalæknis að af heildarfjölda þeirra sem greinast í fyrri sýnatöku á landamærum er fólk með pólskt ríkisfang tæplega 44 prósent. Þetta gilti á tímabilinu 20. ágúst til 20. nóvember í fyrra. Hlutfall fólks með íslenskt ríkisfang var tæplega 19 prósent og um tvö prósent einstaklinga með litháískt ríkisfang. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Innflytjendamál Tengdar fréttir Nýjar reglur taka gildi á landamærum Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí. 27. apríl 2021 00:03 Farþegum frá Hollandi og Póllandi ekið beint í sóttkvíarhús á morgun Á morgun tekur við sama fyrirkomulag og gilti yfir páska í Leifsstöð, þar sem ítarlega verður farið yfir hvaðan ferðalangar sem lenda eru að koma og hvers vegna. 26. apríl 2021 12:52 Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin. 23. apríl 2021 12:35 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Hann telur faraldurinn hafa kallað fram neikvæða eiginleika í fari Íslendinga, eins og „óvægna og ósanngjarna“ umræðu um Pólverja sem ráðherra vísar til. Guðlaugur átti fund með sendiherra Póllands á Íslandi, sem lét í ljós áhyggjur af neikvæðri umræðu í garð Pólverja. Nokkuð hefur verið rætt um að Pólverjar séu þeir sem tíðast ferðist til og frá landinu þessi dægrin og að sá hópur sé þar með sá sem er líklegastur til að bera veiruna inn í samfélagið. Útbreiðsla veirunnar er enda veruleg í heimalandinu. Guðlaugur Þór Þórðarson og Gerard Pokruszyńskim sendiherra Póllands á Íslandi.Stjórnarráðið Guðlaugur segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að ásakanir sérstaklega í garð Pólverja standist ekki enda fari kórónuveiran ekki í manngreinarálit. „Faraldurinn hefur kallað fram marga góða eiginleika í fari þjóðarinnar en líka slæma. Einn þeirra er smitskömmunin, sem á undanförnum vikum hefur beinst að íbúum landsins af erlendum uppruna. Við getum ekki liðið að fólki sé mismunað á slíkum grundvelli enda fer veiran ekki í manngreinarálit. Pólska samfélagið hér á landi hefur bæði auðgað þjóðlífið og átt ríkan þátt í skapa hagsæld undanfarinna ára og umræða undanfarinna daga í þess garð er bæði óvægin og ósanngjörn,“ segir Guðlaugur Þór. Um tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir á Íslandi og eru þeir langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Komið hefur fram í gögnum sóttvarnalæknis að af heildarfjölda þeirra sem greinast í fyrri sýnatöku á landamærum er fólk með pólskt ríkisfang tæplega 44 prósent. Þetta gilti á tímabilinu 20. ágúst til 20. nóvember í fyrra. Hlutfall fólks með íslenskt ríkisfang var tæplega 19 prósent og um tvö prósent einstaklinga með litháískt ríkisfang.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Innflytjendamál Tengdar fréttir Nýjar reglur taka gildi á landamærum Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí. 27. apríl 2021 00:03 Farþegum frá Hollandi og Póllandi ekið beint í sóttkvíarhús á morgun Á morgun tekur við sama fyrirkomulag og gilti yfir páska í Leifsstöð, þar sem ítarlega verður farið yfir hvaðan ferðalangar sem lenda eru að koma og hvers vegna. 26. apríl 2021 12:52 Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin. 23. apríl 2021 12:35 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Nýjar reglur taka gildi á landamærum Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí. 27. apríl 2021 00:03
Farþegum frá Hollandi og Póllandi ekið beint í sóttkvíarhús á morgun Á morgun tekur við sama fyrirkomulag og gilti yfir páska í Leifsstöð, þar sem ítarlega verður farið yfir hvaðan ferðalangar sem lenda eru að koma og hvers vegna. 26. apríl 2021 12:52
Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin. 23. apríl 2021 12:35