Tilraunir Pfizer með bólusetningar fólks á þessu aldursbili hafa gefið góða raun og eru fjöldabólusetningar barna taldar lykilskref í átt að sterkara hjarðónæmi meðal Bandaríkjamanna.
Leyfið gæti gengið í gegn hjá lyfjastofnuninni strax í þessari viku og yrði Pfizer þá fyrsti bóluefnaframleiðandinn til að fá leyfi fyrir svo ungan aldurshóp, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
Bólusetningar á börnum kæmu sér vel í Bandaríkjunum, þar sem erfiðlega hefur gengið að bólusetja 44% fullorðinna, sem ýmist eru hikandi við að þiggja sprautu eða hafa ekki greiðan aðgang að henni.
Pfizer hefur þegar sótt um sama leyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu en óljóst er hvenær sú umsókn er afgreidd. Þegar er Pfizer eini framleiðandinn vestanhafs til að mega bólusetja fólk á bilinu 16-18 ára, önnur bóluefni eru 18+.