Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Ekki útlit fyrir að nýsmituðum fjölgi milli daga
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vonast til þess að ekki hafi greinst fleiri með kórónuveiruna í gær heldur en daginn áður.

Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni

Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er.

Framhaldsskólar fá um 25 þúsund grímur
Mennta- og menningamálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar er varða grímunotkun í námi á framhalds- og háskólastigi.

Nemandi í Varmárskóla greindist með veiruna
Nemandi í Varmárskóla hefur greinst kórónuveiruna.

Stærð smitrakningarteymisins nálgast það sem var í fyrstu bylgju
Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví.

Um 200 starfsmenn Landspítalans í skimun
Þónokkur röð myndaðist í bílalúgu við Landspítalann í Fossvogi þegar skimun fór þar fram í dag.

Mótmæla hertum aðgerðum stjórnvalda
Hundruð íbúa fátækari hverfa Madrídar, höfuðborgar Spánar, mótmæltu í dag sóttvarnaaðgerðum spænskra stjórnvalda.

Grímuskyldu komið á í Háskólanum í Reykjavík
Grímuskylda verður innan veggja Háskólans í Reykjavík frá og með morgundeginum.

Tveir starfsmenn í Fossvogsskóla í sóttkví
Um helgina voru tveir starfsmenn á miðstigi í Fossvogsskóla skikkaðir í sóttkví eftir að náinn ættingi greindist með kórónuveirusmit.

Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna
Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld.

Mun leggja til að skemmtistaðir verði áfram lokaðir
Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu var skellt í lás á föstudag.

Tveir nemendur FÁ smitaðir og kennsla alfarið rafræn
Ekki er talið líklegt að fleiri í tengslum við skólann hafi smitast.

Segir tíma til kominn að fjárfesta í framtíðinni
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nauðsynlegt að innleiða fjórðu stoð hagkerfisins. Þrjár helstu stoðir hagkerfisins, ferðaþjónustan, orkusækinn iðnaður og sjávarútvegur séu að þolmörkum komnar og nú þurfi að beina sjónum að framtíðinni.

Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur.

Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks
Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans.

Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2
Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví.

Fjórir starfsmenn og einn skjólstæðingur á Reykjalundi smitaðir
Fjórir starfsmenn Reykjalunds hafa smitast af Covid-19 og minnst einn skjólstæðingur, svo vitað sé. Hluta af starfsemi Reykjalunds var lokað um tíma eftir að starfsmaður greindist smitaður af Covid-19 í síðustu viku.

Svona var 115. upplýsingafundurinn vegna kórónuveiru
Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og landlæknis í húsnæði landlæknis klukkan 14 í dag.


Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog
172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur.

Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag.

Víðir settur í sóttkví
Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi.

38 greindust með veiruna innanlands
38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og einn þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.

80 manna unglingapartí: Var lítið í byrjun og spurðist út
Málið verður sent barnavernd.

Boða til upplýsingafundar
Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ræða málin.

Fáir í miðbænum en fjölmennt unglingapartí stöðvað
Lögregluþjónar stöðvuðu þó eftirlitslaust unglingapartí í Kópavogi í gærkvöldi. 62 krakkar voru reknir úr húsinu og voru um það bil 20 fyrir utan.

Hátt í tveggja milljóna sekt fyrir ítrekuð brot
Íbúar í Bretlandi sem ítrekað hlíta ekki sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaðan einstakling geta átt von á sektum sem nema allt að tíu þúsund pundum

Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina
Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli

Íbúi í búsetukjarna greindist með kórónuveirusmit
Tíu starfsmenn velferðarsviðs hafa einnig greinst með smit og eru um fjörutíu í sóttkví vegna smitanna.