Skoðanakannanir Meirihluti treystir ríkisstjórninni illa til frekari bankasölu Um tveir þriðju hlutar landsmanna treysta ríkisstjórninni illa til þess að selja restina af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Einungis sextán prósent treysta ríkisstjórninni vel til þess. Innlent 24.11.2022 18:49 Stuðningur kjósenda Samfylkingar við aðild að ESB úr 84 prósentum í 67 prósent 42,8 prósent þjóðarinnar eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu en 35,1 prósent andvíg. Óákveðnum hefur fjölgað úr 17,7 prósent í 22,1 prósent, ef marka má nýja könnun Prósents. Dregið hefur úr stuðningi við aðild meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Innlent 24.11.2022 06:59 Fleiri telja Ísland veita of mörgum flóttamönnum hæli en of fáum Fleiri telja nú að Ísland veiti of mörgum flóttamönnum hæli en of fáum. Afstaða landsmanna til málsins hefur harðnað nokkuð milli kannanna. Innlent 22.11.2022 06:34 Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun. Innlent 18.11.2022 07:43 Sunnlendingar einoka keppni um sveitarfélag ársins Fjögur sveitarfélög voru útnefnd sveitarfélag ársins 2022. Öll fjögur eru staðsett á Suðurlandi en þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélag ársins er valið. Innlent 11.11.2022 12:11 Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. Innlent 6.10.2022 12:30 Framsókn missir fjögur prósent milli mánaða Framsóknarflokkurinn mælist með 15,6 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu sem framkvæmd var dagana 16. til 27. september. Flokkurinn var með 19,6 prósent í ágúst en tapaða fylgið virðist dreifast á Samfylkinguna, Viðreisn og Vinstri græna. Innlent 29.9.2022 07:01 Fleiri telja líkur á hryðjuverkaárás á Íslandi en áður Margfalt fleiri landsmenn telja líklegra en áður að mannskæð hryðjuverk verði framin á Íslandi. Þetta sýnir ný könnun en afbrotafræðingur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart og vera viðbrögð við nýlegum fréttum. Innlent 28.9.2022 19:13 Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. Innlent 27.9.2022 09:42 Hlynnt leiguþaki og -bremsu sama hvaða stjórnmálaflokk það kýs Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni. Innlent 14.9.2022 14:11 Sósíalistar hástökkvarar í nýrri könnun Fylgi Sósíalista hefur nær aldrei mælst hærra og hækkar mesta allra flokka í nýrri könnun Maskínu. Í júlí mældist flokkurinn með um fimm prósenta fylgi en nú með 7,3 prósent. Flokkurinn hefur hæst farið í 7,6 prósent í könnun Maskínu í desember í fyrra. Innlent 24.8.2022 22:10 Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. Innlent 19.8.2022 13:46 Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ 49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar. Innlent 19.8.2022 07:09 Íbúar á landsbyggðinni neikvæðari í garð túrista Íbúar landsbyggðarinnar virðast ívið neikvæðari gagnvart túristum en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem snýr að viðhorfi Íslendinga til ferðamanna. Innlent 12.8.2022 10:59 Landsmenn vilja ekki taka upp veskið í jarðgöngum Meirihluti landsmanna er á móti fyrirhugaðri gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Innlent 4.8.2022 19:14 Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig rúmum fimm prósentustigum í fylgi frá því í júní og mælist nú með á milli 24 og 25 prósenta fylgi. Auk Sjálfstæðisflokksins bæta Flokkur fólksins og Miðflokkurinn við sig fylgi. Innlent 25.7.2022 15:35 Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. Innlent 21.7.2022 13:49 Erlendir ferðamenn greiði gjald en ekki Íslendingar Meirihluti landsmanna vill að gjald verði tekið af erlendum ferðamönnum fyrir aðgang að íslenskum náttúruperlum. Á sama tíma er meirihluti mótfallinn því að Íslendingum verði gert að greiða fyrir slíkan aðgang. Innlent 7.7.2022 06:14 VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. Innlent 2.7.2022 22:35 Framsókn fer enn með himinskautum Það er varla marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og Framsóknarflokkurinn er enn að sækja í sig veðrið. Formaður flokksins segir vaxandi fylgi við hófsama skynsemisstefnu á tímum öfgahyggju. Innlent 24.6.2022 19:57 Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. Innlent 16.6.2022 11:53 Óánægja með Joe Biden eykst Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden. Erlent 15.6.2022 09:52 Framsóknarflokkurinn bætir við sig Framsóknarflokkurinn bætir við sig fimm prósentum á milli kannanna hjá Fréttablaðinu en í nýjustu könnun blaðsins sem Prósent framkvæmdi mælist flokkurinn með 17,3 prósent. Innlent 15.6.2022 06:45 Dagur og Einar njóta svipaðs fylgis í borgarstjórastólinn Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa minnihlutans. Innlent 7.6.2022 19:20 Fylgi VG ekki verið minna síðan 2013 Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ekki verið minna síðan fyrir alþingiskosningarnar árið 2013. Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka. Innlent 2.6.2022 21:46 Íbúar á Austurlandi bjartsýnastir á veðursæld í sumar Maskína hefur birt könnun um vonir landsmanna til veðursældar í sumar. Áberandi er hve bjartsýnir íbúar á Norður- og Austurlandi eru á gott veður í sumar, samanborið við íbúa höfuðborgarsvæðisins sem ekki eru jafn vongóðir. Innlent 27.5.2022 12:06 Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. Innlent 13.5.2022 16:41 Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. Innlent 12.5.2022 12:07 Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. Innlent 11.5.2022 19:02 Samfylking á siglingu í Hafnarfirði og meirihlutinn fallinn Meirihlutinn í Hafnarfirði, sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda, er fallinn, ef marka má nýja könnun sem Prósent gerir fyrir Fréttablaðið. Innlent 11.5.2022 08:05 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 15 ›
Meirihluti treystir ríkisstjórninni illa til frekari bankasölu Um tveir þriðju hlutar landsmanna treysta ríkisstjórninni illa til þess að selja restina af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Einungis sextán prósent treysta ríkisstjórninni vel til þess. Innlent 24.11.2022 18:49
Stuðningur kjósenda Samfylkingar við aðild að ESB úr 84 prósentum í 67 prósent 42,8 prósent þjóðarinnar eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu en 35,1 prósent andvíg. Óákveðnum hefur fjölgað úr 17,7 prósent í 22,1 prósent, ef marka má nýja könnun Prósents. Dregið hefur úr stuðningi við aðild meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Innlent 24.11.2022 06:59
Fleiri telja Ísland veita of mörgum flóttamönnum hæli en of fáum Fleiri telja nú að Ísland veiti of mörgum flóttamönnum hæli en of fáum. Afstaða landsmanna til málsins hefur harðnað nokkuð milli kannanna. Innlent 22.11.2022 06:34
Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun. Innlent 18.11.2022 07:43
Sunnlendingar einoka keppni um sveitarfélag ársins Fjögur sveitarfélög voru útnefnd sveitarfélag ársins 2022. Öll fjögur eru staðsett á Suðurlandi en þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélag ársins er valið. Innlent 11.11.2022 12:11
Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. Innlent 6.10.2022 12:30
Framsókn missir fjögur prósent milli mánaða Framsóknarflokkurinn mælist með 15,6 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu sem framkvæmd var dagana 16. til 27. september. Flokkurinn var með 19,6 prósent í ágúst en tapaða fylgið virðist dreifast á Samfylkinguna, Viðreisn og Vinstri græna. Innlent 29.9.2022 07:01
Fleiri telja líkur á hryðjuverkaárás á Íslandi en áður Margfalt fleiri landsmenn telja líklegra en áður að mannskæð hryðjuverk verði framin á Íslandi. Þetta sýnir ný könnun en afbrotafræðingur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart og vera viðbrögð við nýlegum fréttum. Innlent 28.9.2022 19:13
Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. Innlent 27.9.2022 09:42
Hlynnt leiguþaki og -bremsu sama hvaða stjórnmálaflokk það kýs Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni. Innlent 14.9.2022 14:11
Sósíalistar hástökkvarar í nýrri könnun Fylgi Sósíalista hefur nær aldrei mælst hærra og hækkar mesta allra flokka í nýrri könnun Maskínu. Í júlí mældist flokkurinn með um fimm prósenta fylgi en nú með 7,3 prósent. Flokkurinn hefur hæst farið í 7,6 prósent í könnun Maskínu í desember í fyrra. Innlent 24.8.2022 22:10
Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. Innlent 19.8.2022 13:46
Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ 49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar. Innlent 19.8.2022 07:09
Íbúar á landsbyggðinni neikvæðari í garð túrista Íbúar landsbyggðarinnar virðast ívið neikvæðari gagnvart túristum en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem snýr að viðhorfi Íslendinga til ferðamanna. Innlent 12.8.2022 10:59
Landsmenn vilja ekki taka upp veskið í jarðgöngum Meirihluti landsmanna er á móti fyrirhugaðri gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Innlent 4.8.2022 19:14
Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig rúmum fimm prósentustigum í fylgi frá því í júní og mælist nú með á milli 24 og 25 prósenta fylgi. Auk Sjálfstæðisflokksins bæta Flokkur fólksins og Miðflokkurinn við sig fylgi. Innlent 25.7.2022 15:35
Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. Innlent 21.7.2022 13:49
Erlendir ferðamenn greiði gjald en ekki Íslendingar Meirihluti landsmanna vill að gjald verði tekið af erlendum ferðamönnum fyrir aðgang að íslenskum náttúruperlum. Á sama tíma er meirihluti mótfallinn því að Íslendingum verði gert að greiða fyrir slíkan aðgang. Innlent 7.7.2022 06:14
VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. Innlent 2.7.2022 22:35
Framsókn fer enn með himinskautum Það er varla marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og Framsóknarflokkurinn er enn að sækja í sig veðrið. Formaður flokksins segir vaxandi fylgi við hófsama skynsemisstefnu á tímum öfgahyggju. Innlent 24.6.2022 19:57
Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. Innlent 16.6.2022 11:53
Óánægja með Joe Biden eykst Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden. Erlent 15.6.2022 09:52
Framsóknarflokkurinn bætir við sig Framsóknarflokkurinn bætir við sig fimm prósentum á milli kannanna hjá Fréttablaðinu en í nýjustu könnun blaðsins sem Prósent framkvæmdi mælist flokkurinn með 17,3 prósent. Innlent 15.6.2022 06:45
Dagur og Einar njóta svipaðs fylgis í borgarstjórastólinn Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa minnihlutans. Innlent 7.6.2022 19:20
Fylgi VG ekki verið minna síðan 2013 Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ekki verið minna síðan fyrir alþingiskosningarnar árið 2013. Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka. Innlent 2.6.2022 21:46
Íbúar á Austurlandi bjartsýnastir á veðursæld í sumar Maskína hefur birt könnun um vonir landsmanna til veðursældar í sumar. Áberandi er hve bjartsýnir íbúar á Norður- og Austurlandi eru á gott veður í sumar, samanborið við íbúa höfuðborgarsvæðisins sem ekki eru jafn vongóðir. Innlent 27.5.2022 12:06
Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. Innlent 13.5.2022 16:41
Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. Innlent 12.5.2022 12:07
Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. Innlent 11.5.2022 19:02
Samfylking á siglingu í Hafnarfirði og meirihlutinn fallinn Meirihlutinn í Hafnarfirði, sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda, er fallinn, ef marka má nýja könnun sem Prósent gerir fyrir Fréttablaðið. Innlent 11.5.2022 08:05