„Örvænting í Valhöll“ færi Miðflokkurinn fram úr Sjálfstæðisflokknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2024 18:09 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræddi niðurstöður nýjustu könnunar Maskínu í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Arnar Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu, en fylgi hans hefur aldrei mælst minna. Þá hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aldrei verið minna, og stendur í þrjátíu prósentum. Stjórnmálafræðiprófessor segir núliðið þing síðasta vinnuþingið að sinni, í haust verði þingmenn komnir í kosningaham. „Auðvitað eru það feikileg tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn undir fimmtán prósent í skoðanakönnun hjá einu af þessum helstu skoðanakannanafyrirtækjum,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir langvarandi stjórnarsetu ríkisstjórnarinnar kosta stjórnarflokkana fylgi. „Lögmálið segir það, og það hefur verið að ágerast í seinni tíð alls staðar á Vesturlöndum,“ segir Eiríkur. „Formaðurinn hefur lækkað mjög skarpt í öllum traustsmælingum og óvinsældir hans í þjóðfélaginu eru meiri heldur en meðal leiðtoga annarra stjórnmálaflokka eða forvera hans í Sjálfstæðisflokknum,“ bætir hann við og segir margt koma saman sem gæti skýrt minnkandi fylgi. Núliðið þing síðasta vinnuþingið Eiríkur segir líklegt að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna bregðist við niðurstöðum sem þessum með því að bíða og vona að ástandið skáni. „En það er í sjálfu sér ekkert sem bendir endilega til þess að það muni gera það,“ segir hann. Þá nefnir hann Miðflokkinn, sem mælist með tæplega þrettán prósenta fylgi, og nartar þar með í hæla Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi mælist fimmtán prósent. „Það hlýtur að vera verulega óþægileg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá Miðflokkinn rísa svona upp við hliðina á sér. Og ef við færum að sjá tölur þar sem Miðflokkurinn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þá gæti nú gripið um sig einhver örvænting í Valhöll,“ segir Eiríkur. Hann spáir því að leiðandi hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn er að missa færist yfir í Miðflokkinn. „Þingið sem var að klára er síðasta vinnuþingið fram að kosningum. Þar sem menn eru raunverulega að reyna að vinna málum farveg innan þingsins, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Á þinginu í haust verði komið á kosningaár, hvort sem kosið verði þegar kjörtímabilinu lýkur eða fyrr. Upptakturinn að kosningabaráttunni hefjist í haust og þá verði allir þingmenn komnir í kosningaham. Samfylkingin þögul um ýmis mál Aðspurður segir Eiríkur blasa við að Samfylkingin sé taktískt að leggja ýmis baráttumál til hliðar til að sanka að sér fylgi. Til dæmis mál sem varða ESB og nýju stjórnarskrána og fjölmenningarsamfélagið. „Þetta er mikið til farið og fókusinn er á efnahagsstefnuna og það er augljóst að ný forysta í Samfylkingunni vill halda áherslunni þar. Þetta getur líka valdið gremju meðal eldri flokksmanna sem er annt um þessi mál. Einhverjir þeirra finna sér eflaust farveg annars staðar,“ segir Eiríkur. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Reykjavík síðdegis Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
„Auðvitað eru það feikileg tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn undir fimmtán prósent í skoðanakönnun hjá einu af þessum helstu skoðanakannanafyrirtækjum,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir langvarandi stjórnarsetu ríkisstjórnarinnar kosta stjórnarflokkana fylgi. „Lögmálið segir það, og það hefur verið að ágerast í seinni tíð alls staðar á Vesturlöndum,“ segir Eiríkur. „Formaðurinn hefur lækkað mjög skarpt í öllum traustsmælingum og óvinsældir hans í þjóðfélaginu eru meiri heldur en meðal leiðtoga annarra stjórnmálaflokka eða forvera hans í Sjálfstæðisflokknum,“ bætir hann við og segir margt koma saman sem gæti skýrt minnkandi fylgi. Núliðið þing síðasta vinnuþingið Eiríkur segir líklegt að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna bregðist við niðurstöðum sem þessum með því að bíða og vona að ástandið skáni. „En það er í sjálfu sér ekkert sem bendir endilega til þess að það muni gera það,“ segir hann. Þá nefnir hann Miðflokkinn, sem mælist með tæplega þrettán prósenta fylgi, og nartar þar með í hæla Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi mælist fimmtán prósent. „Það hlýtur að vera verulega óþægileg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá Miðflokkinn rísa svona upp við hliðina á sér. Og ef við færum að sjá tölur þar sem Miðflokkurinn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þá gæti nú gripið um sig einhver örvænting í Valhöll,“ segir Eiríkur. Hann spáir því að leiðandi hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn er að missa færist yfir í Miðflokkinn. „Þingið sem var að klára er síðasta vinnuþingið fram að kosningum. Þar sem menn eru raunverulega að reyna að vinna málum farveg innan þingsins, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Á þinginu í haust verði komið á kosningaár, hvort sem kosið verði þegar kjörtímabilinu lýkur eða fyrr. Upptakturinn að kosningabaráttunni hefjist í haust og þá verði allir þingmenn komnir í kosningaham. Samfylkingin þögul um ýmis mál Aðspurður segir Eiríkur blasa við að Samfylkingin sé taktískt að leggja ýmis baráttumál til hliðar til að sanka að sér fylgi. Til dæmis mál sem varða ESB og nýju stjórnarskrána og fjölmenningarsamfélagið. „Þetta er mikið til farið og fókusinn er á efnahagsstefnuna og það er augljóst að ný forysta í Samfylkingunni vill halda áherslunni þar. Þetta getur líka valdið gremju meðal eldri flokksmanna sem er annt um þessi mál. Einhverjir þeirra finna sér eflaust farveg annars staðar,“ segir Eiríkur. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent