Kynþáttafordómar

Fréttamynd

Gyðinga­sam­tök vilja lög­bann á síðu sem hýst er á Ís­landi

Samtök sem berjast gegn gyðingahatri í Bandaríkjunum krefjast þess að lögbann verði lagt á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Lögmaður samtakanna segir síðuna hafa vakið mikinn óhug í ljósi fjölgun skotárása á almenna borgara. Framkvæmdastjóri hýsingaraðila segir ekkert ólöglegt á ferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Í sex leikja bann fyrir rasisma

Framherji New York Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta hefur verið dæmdur í sex leikja bann fyrir rasisma. Auk bannsins fékk Vanzeir sekt og þá þarf hann að sækja fræðslunámskeið.

Fótbolti
Fréttamynd

Sænski lands­liðs­þjálfarinn segist ekki vera rasisti

Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins, segir að hann hafi brugðist rangt við í viðtali við Viaplay eftir leikinn gegn Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024. Þá þvertekur hann fyrir að hafa ætlað að beita sérfræðing Viaplay kynþáttaníði.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvernig höldum við sam­talinu lifandi?

Við erum þrjár venjulegar konur sem eru íslenskir ríkisborgarar. Við erum í vinnu, ölum fjölskyldur og tökumst á við verkefnið dagsins. Við leggjum okkar af mörkum daglega til okkar nánasta umhverfis. Við erum líka innflytjendur sem höfum gert Ísland að heimili okkar, samanlagt í áratugi. Undanfarið höfum við hist til að deila reynslu okkar sem litað fólk (POC) á Íslandi í hlaðvarpi.

Skoðun
Fréttamynd

Segir út­skýringar óperu­stjóra hlægi­legar

Maður af asískum uppruna segir notkun á svo kallaðri „yellow face“ förðun hjá Íslensku óperunni kynda undir fordóma og segir útskýringar óperustjóra frá því í gær hlægilegar. Þá hefur leikari lýst því yfir að hann muni ekki fara í gervið í næstu sýningu.

Innlent
Fréttamynd

Saka Ís­lensku óperuna um rasisma

Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. 

Innlent
Fréttamynd

Racial Stereotypes in the Icelandic Opera

The state-funded Icelandic Opera has staged a production of “Madama Butterfly” from March 4- March 26. Written and composed by Puccini in 1904, this work centers around the relationship between a white US Naval officer and a 15-year old Japanese girl that he impregnates.

Skoðun
Fréttamynd

Og hvað svo?

Hann var ábúðarfullur embættismaður Reykjavíkurborgar sem var í beinni útsendingu í Kastljósinu þann 13. okt síðastliðinn. „Ég er bara miður mín“ voru hans fyrstu viðbrögð eftir að hafa horft á tvö innslög um kynþáttafordóma í skólum á Ísland.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm til við­bótar reknir vegna dauða Nichols

Tveimur lögreglumönnum, til viðbótar við þá fimm sem hafa þegar verið reknir, hefur verið sagt upp vegna dauða Tyre Nichols í Memphis í Bandaríkjunum. Þá hafa þrír sjúkraflutningamenn verið reknir fyrir að hafa ekki brugðist rétt við.

Erlent
Fréttamynd

„Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“

Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við.

Innlent
Fréttamynd

Upplifði spurningar hirðdömunnar sem ofbeldi

Kona sem fyrrverandi hirðdama Elísabetar heitinnar Bretadrottningar spurði ítrekað hver uppruni hennar væri á viðburði í Buckingham höll í vikunni segist hafa upplifað atvikið sem ofbeldi og líkir samskiptunum við yfirheyrslu. Hirðdaman steig til hliðar í gær og konungsfjölskyldan segir málið óásættanlegt. 

Erlent
Fréttamynd

Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps

Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar.

Erlent