Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. september 2023 17:35 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. Málið varðar ferð tveggja sautján ára pilta á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við móður annars drengsins. Hún lýsti því hvernig lögreglan hefði veist að öðrum drengnum, syni hennar, sem er dökkur á hörund. Móðir hins drengsins sem lögreglan lét afskiptalausan greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hafa viðbrögð almennings verið mikil. Hún lýsir því hvernig lögregla hafi að ósekju fært vin sonar hennar upp að vegg og látið fíkniefnahund leita á honum. Móðir drengsins vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda son sinn. Hún sakar lögreglu um rasisma og hefur krafist skýringa á málinu. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, frétti fyrst af málinu í morgun. „Við erum sannarlega að skoða þetta tilvik hér innanhúss og ég mun senda þessa kvörtun, þetta er klárlega kvörtun sem kemur þarna fram, ég hef auðvitað áhyggjur af henni og þykir þetta ekki gott,“ segir Úlfar og bætti við að lögreglan myndi hafa samband við forráðamenn drengsins. Margir hafa brugðist við færslu annars drengsins og segja vinnubrögð lögreglu ekki einsdæmi. Úlfar segist ekki kannast við kynþáttahatur innan lögreglunnar á Suðurnesjum. „Ég kannast nú ekki við það og það hefur nú ekki verið lenskan hér hjá þessu embætti. Allavega ekki þann tíma sem ég hef verið starfandi. Það hefur ekki verið vandamál. En þegar svona kemur upp þá er það auðvitað skylda mín sem lögreglustjóra er að fara vandlega yfir málið og það er það sem ég kem til með að gera,“ segir Úlfar. Lögreglan Reykjanesbær Kynþáttafordómar Lögreglumál Ljósanótt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Málið varðar ferð tveggja sautján ára pilta á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við móður annars drengsins. Hún lýsti því hvernig lögreglan hefði veist að öðrum drengnum, syni hennar, sem er dökkur á hörund. Móðir hins drengsins sem lögreglan lét afskiptalausan greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hafa viðbrögð almennings verið mikil. Hún lýsir því hvernig lögregla hafi að ósekju fært vin sonar hennar upp að vegg og látið fíkniefnahund leita á honum. Móðir drengsins vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda son sinn. Hún sakar lögreglu um rasisma og hefur krafist skýringa á málinu. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, frétti fyrst af málinu í morgun. „Við erum sannarlega að skoða þetta tilvik hér innanhúss og ég mun senda þessa kvörtun, þetta er klárlega kvörtun sem kemur þarna fram, ég hef auðvitað áhyggjur af henni og þykir þetta ekki gott,“ segir Úlfar og bætti við að lögreglan myndi hafa samband við forráðamenn drengsins. Margir hafa brugðist við færslu annars drengsins og segja vinnubrögð lögreglu ekki einsdæmi. Úlfar segist ekki kannast við kynþáttahatur innan lögreglunnar á Suðurnesjum. „Ég kannast nú ekki við það og það hefur nú ekki verið lenskan hér hjá þessu embætti. Allavega ekki þann tíma sem ég hef verið starfandi. Það hefur ekki verið vandamál. En þegar svona kemur upp þá er það auðvitað skylda mín sem lögreglustjóra er að fara vandlega yfir málið og það er það sem ég kem til með að gera,“ segir Úlfar.
Lögreglan Reykjanesbær Kynþáttafordómar Lögreglumál Ljósanótt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira