Lífið Vesturport biðlar til Reykjavíkurborgar Vesturport fer þess á leit í erindi sem lagt var fyrir á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar á mánudag að borgin semji við leikhópinn til þriggja ára. Samningurinn myndi hljóða upp á að borgin greiði leikhópnum 6-8 milljónir króna á ári. Í erindinu kemur jafnframt fram að Vesturport ætli að fara þess á leit við menntamálaráðuneytið að það geri slíkt hið sama. Undir erindið skrifar Gísli Örn Garðarsson. Lífið 29.9.2011 22:01 Vill viskí, kerti og handáburð Bandaríski grínistinn Charlie Murphy, bróðir gamanleikarans Eddie Murphy, kemur fram í Hörpu á laugardagskvöld. Lífið 29.9.2011 22:02 Fjölgun í fjölskyldunni Bandaríska söngkonan Jessica Simpson er sögð ganga með sitt fyrsta barn undir belti. Simpson hyggst giftast kærasta sínum, íþróttakappanum Eric Johnson, í nóvember. Nýverið hélt parið upp á afmæli Johnsons ásamt vinum en athygli vakti þegar Simpson neitaði að skála fyrir unnusta sínum í kampavíni og telja nú slúðurmiðlar að söngkonan sé ólétt. Lífið 29.9.2011 22:02 Ánægð eftir skilnaðinn Leik- og söngkonan Jennifer Lopez er komin aftur til starfa sem dómari í sjónvarpsþáttunum American Idol og að sögn samstarfsmanna hennar er ekki á henni að sjá að hún hafi verið að skilja. Lífið 29.9.2011 22:02 Vinsælasta hljómsveit Íslands Hljómsveitin Of Monsters and Men á bæði vinsælustu plötuna og vinsælasta lagið á Íslandi. Nýtt lag er væntanlegt sem heitir King and Lionheart. Tónlist 29.9.2011 22:02 Glaðlegt & skært í New York Tískuvikunni í New York lauk fyrir skemmstu en þar kynntu hönnuðir vorlínur sínar fyrir árið 2012. Gulur, rauður og sítruslitir voru víða áberandi á tískupöllunum og má því búast við að sjá þá liti í fataverslunum næsta vor. Tíska og hönnun 29.9.2011 09:31 Gillz tekur upp í sólinni Egill Gillzenegger og leikstjórinn Hannes Halldórsson eru á leiðinni til Spánar þar sem tökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð hefjast. Blikinn Egill ber mikla virðingu fyrir KR-ingnum Hannesi. Lífið 29.9.2011 22:01 Þór þrumuguð í diskóstuði „Við settumst aðeins yfir þetta, ég og Kiddi Hjálmur [Guðmundur Kristinn Jónsson] og enduðum í einhverju diskóstuði," segir Bragi Valdimar Skúlason, sem hefur samið lagið Elding fyrir teiknimyndina Hetjur Valhallar: Þór sem verður frumsýnd um miðjan október. Myndin er dýrasta kvikmynd Íslandssögunnar og er leikstýrt af Óskari Jónassyni. Með hlutverk Þórs í myndinni fer Atli Rafn Sigurðarson en Þórhallur Sigurðsson, Laddi, talar fyrir hamarinn. Lífið 29.9.2011 22:01 Óvenjuleg kvöldstund Niðurstaða: Eftirminnileg kvöldstund með lifandi tónlist og kvikmyndaefni. Gagnrýni 29.9.2011 22:02 Bloom ekki bannaður Framleiðendur kvikmyndarinnar The Good Doctor opnuðu kampavínsflösku á dögunum og slettu rækilega úr klaufunum eftir að ljóst varð að kvikmyndin yrði einungis bönnuð innan 13 ára í Bandaríkjunum. Lífið 28.9.2011 20:13 Brynjar Már frumsýnir rosalega græju á Oliver Brynjar Már, útvarpsmaður, tónlistarmaður og plötusnúður lætur ársgamlan draum sinn rætast á föstudaginn á skemmtistaðnum Oliver þegar hann frumsýnir glænýja DJ-græju sem er eins og klippt út úr framtíðarmynd. Lífið 28.9.2011 20:13 Eurovision-fólk hittist Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva heldur sérstakan kynningarfund á skemmtistaðnum Barböru í kvöld klukkan átta. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og það er fullt af hlutum sem við stefnum á að gera í vetur,“ segir Eyrún Ellý Valsdóttir, einn af stofnmeðlimum félagsins. Lífið 28.9.2011 20:13 Ferðast með 11 töskur Stjörnustílistinn Rachel Zoe mætti með stæl á tískuvikuna í París en hún dró með sér hvorki meira né minna en ellefu stórar ferðatöskur fullar af fötum. Zoe setti mynd af öllum farangrinum á samskiptasíðuna Twitter og þar sást í sveittan eiginmann Zoe flytja herlegheitin á vagni. Lífið 28.9.2011 20:13 Færri komast að en vilja „Ég hvet alla sem vilja tryggja sér miða til að mæta snemma, koma með heitt kakó í brúsa og iPodinn og bíða bara spennt,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Lífið 28.9.2011 20:13 Góð helgi framundan í kvikmyndahúsum Bíónörd ættu að eiga góða helgi fram undan því nýjasta kvikmynd Stevens Soderbergh, Contagion, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Soderbergh hafa verið mislagðar hendur að undanförnu en miðað við leikhóp myndarinnar ætti fátt að geta klikkað; Jude Law, Matt Damon, Kate Winslet, Laurence Fishburne og Marion Cotillard svo fáeinir séu nefndir. Lífið 28.9.2011 20:13 Hollenskur furðufugl til landsins „Ég hvet engan til að sjá þessa mynd, í fullri alvöru. Hostel-myndirnar eru bara léttvæg upphitun við hliðina á þessari,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu. Lífið 28.9.2011 20:13 KR-ingar leita að opinni rútu „Menn hafa verið að kasta á milli sín hugmyndum um sigurhátíðina í vikunni," segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR. Lífið 28.9.2011 20:13 Landar stóru hlutverki í sjónvarpsþætti vestanhafs Anita Briem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í bandaríska sjónvarpsþættinum Radical. Leikstjóri þáttanna er Cynthia Mort sem er stórt nafn í bransanum vestanhafs. Um er að ræða prufuþátt (pilot) en vonir standa til að þættirnir komist á dagskrá næsta vetur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Anitu var hún ekki reiðubúin til að segja nákvæmlega frá því um hvað Radical væri en samkvæmt vefmiðlum þar vestra, sem fylgst hafa með gangi mála, er um að ræða spennu- og hasarþáttaröð. Lífið 28.9.2011 20:13 Leitað að nýjum Eurovision-kóngi „Þetta er náttúrlega mjög leiðinlegt og við grátum brotthvarf Páls Óskars enda var hann sjálfkjörinn í þetta hlutverk. En allt rennur sitt skeið og við ætlum okkur að halda áfram í einhverju formi án Páls,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. Lífið 28.9.2011 20:13 Línur farnar að skýrast í Óskarnum Nú þegar stærstu kvikmyndahátíðir heims eru yfirstaðnar (Cannes, Toronto, Feneyjar) fara kvikmyndaspekúlantar á stjá og reyna spá fyrir um hvaða kvikmyndir, leikarar og leikkonur verði tilnefndar til Óskarsverðlauna. Hin svokölluðu „gúrú“ kvikmyndavefsíðunnar moviecitynews.com hafa þótt nokkuð getspök þegar kemur að þessum leik og voru fyrstu niðurstöðurnar birtar í gær. Lífið 28.9.2011 20:13 Mercury til Akureyrar Vegna mikillar eftirspurnar verða haldnir tónleikar til heiðurs Freddie Mercury, fyrrum söngvara Queen, í menningarhúsinu Hofi á Akureyri 18. nóvember. Nú þegar er uppselt á þrenna Mercury-tónleika sem verða í Hörpu 23. og 24. nóvember. Lífið 28.9.2011 20:13 Myndar lausagöngu ferðamanna Umboðsmaðurinn og tónleikahaldarinn Kári Sturluson heldur sína fyrstu ljósmyndasýningu á gistiheimilinu Kex Hostel í október. Sýningin heitir Lausaganga ferðamanna í borgarlandinu. Lífið 28.9.2011 20:14 Númer tíu frá Korn Tíunda hljóðversplata Korn, The Path of Totality, kemur út 5. desember. „Titillinn The Path of Totality vísar í þá staðreynd að til að sjá sólmyrkva þarf að vera á hárréttum stað á hárréttum tíma. Þannig varð platan til. Ég held að upptökustjórarnir séu á sama máli. Ég er viss um að þessi plata gæti aldrei verið endurtekin,“ sagði söngvarinn Jonathan Davis Tónlist 28.9.2011 20:13 Bloc Party leitar að nýjum söngvara Meðlimir hljómsveitarinnar Bloc Party hafa staðfest að næsta plata verðin tekin upp án söngvarans Kele Okereke. Tónlist 28.9.2011 20:13 Óútreiknanleg St. Vincent Þriðja sólóplata bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent kom út fyrir skemmstu. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að þar sé á ferðinni mikið meistarastykki. St. Vincent gaf fyrr í mánuðinum út sína þriðju sólóplötu, Strange Mercy. Gagnrýnendur hafa hlaðið hana lofi og telja mikið spunnið í þessa bandarísku tónlistarkonu. Tónlist 28.9.2011 20:13 Ashton hélt framhjá Demi Hjónakornin Ashton Kutcher og Demi Moore eru að skilja ef marka má fréttaflutning Star Magazine. Leikarinn er greinilega ekki mikið að syrgja, en til hans sást á föstudagskvöldið á skemmtistað í San Diego þar sem hann var umkringdur fögrum fljóðum og fékk ein stúlkan að fylgja leikaranum upp á hótel. Lífið 28.9.2011 20:13 Gott að vera á heimavelli Þrátt fyrir að aðeins sé rúm vika síðan Eyrún Ósk Jónsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu hefur hún nú þegar öðlast mikla reynslu af leiklist og leikstjórn. Í kvöld frumsýnir hún sína fyrstu kvikmynd en hún byggir á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson sem kom út fyrir tæpu ári. Lífið 28.9.2011 20:13 Særði blygðunarkennd bónda Poppstjarnan Rihanna lenti í vandræðum við tökur á myndbandi á Írlandi á dögunum. Rihanna var búin að fá leyfi hjá bónda til að taka upp myndband á akrinum hans en þegar bóndinn sá hversu léttklædd Rihanna var við tökur var hann ekki lengi að stöðva þær. Lífið 28.9.2011 20:13 Húmor og gleði Austur-evrópsk þjóðlagatónlist krydduð með íslenskum húmor. Á heildina litið er Russian Bride ágætis plata en næst ættu meðlimir að leggja meiri áherslu á frumsamið efni. Gagnrýni 27.9.2011 21:34 Dr. Gunni vinnur að annarri barnaplötu „Þetta verða 12 eða 14 lög fyrir börn og alla hina líka,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Dr. Gunni. Lífið 27.9.2011 21:33 « ‹ 39 40 41 42 43 44 45 46 47 … 102 ›
Vesturport biðlar til Reykjavíkurborgar Vesturport fer þess á leit í erindi sem lagt var fyrir á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar á mánudag að borgin semji við leikhópinn til þriggja ára. Samningurinn myndi hljóða upp á að borgin greiði leikhópnum 6-8 milljónir króna á ári. Í erindinu kemur jafnframt fram að Vesturport ætli að fara þess á leit við menntamálaráðuneytið að það geri slíkt hið sama. Undir erindið skrifar Gísli Örn Garðarsson. Lífið 29.9.2011 22:01
Vill viskí, kerti og handáburð Bandaríski grínistinn Charlie Murphy, bróðir gamanleikarans Eddie Murphy, kemur fram í Hörpu á laugardagskvöld. Lífið 29.9.2011 22:02
Fjölgun í fjölskyldunni Bandaríska söngkonan Jessica Simpson er sögð ganga með sitt fyrsta barn undir belti. Simpson hyggst giftast kærasta sínum, íþróttakappanum Eric Johnson, í nóvember. Nýverið hélt parið upp á afmæli Johnsons ásamt vinum en athygli vakti þegar Simpson neitaði að skála fyrir unnusta sínum í kampavíni og telja nú slúðurmiðlar að söngkonan sé ólétt. Lífið 29.9.2011 22:02
Ánægð eftir skilnaðinn Leik- og söngkonan Jennifer Lopez er komin aftur til starfa sem dómari í sjónvarpsþáttunum American Idol og að sögn samstarfsmanna hennar er ekki á henni að sjá að hún hafi verið að skilja. Lífið 29.9.2011 22:02
Vinsælasta hljómsveit Íslands Hljómsveitin Of Monsters and Men á bæði vinsælustu plötuna og vinsælasta lagið á Íslandi. Nýtt lag er væntanlegt sem heitir King and Lionheart. Tónlist 29.9.2011 22:02
Glaðlegt & skært í New York Tískuvikunni í New York lauk fyrir skemmstu en þar kynntu hönnuðir vorlínur sínar fyrir árið 2012. Gulur, rauður og sítruslitir voru víða áberandi á tískupöllunum og má því búast við að sjá þá liti í fataverslunum næsta vor. Tíska og hönnun 29.9.2011 09:31
Gillz tekur upp í sólinni Egill Gillzenegger og leikstjórinn Hannes Halldórsson eru á leiðinni til Spánar þar sem tökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð hefjast. Blikinn Egill ber mikla virðingu fyrir KR-ingnum Hannesi. Lífið 29.9.2011 22:01
Þór þrumuguð í diskóstuði „Við settumst aðeins yfir þetta, ég og Kiddi Hjálmur [Guðmundur Kristinn Jónsson] og enduðum í einhverju diskóstuði," segir Bragi Valdimar Skúlason, sem hefur samið lagið Elding fyrir teiknimyndina Hetjur Valhallar: Þór sem verður frumsýnd um miðjan október. Myndin er dýrasta kvikmynd Íslandssögunnar og er leikstýrt af Óskari Jónassyni. Með hlutverk Þórs í myndinni fer Atli Rafn Sigurðarson en Þórhallur Sigurðsson, Laddi, talar fyrir hamarinn. Lífið 29.9.2011 22:01
Óvenjuleg kvöldstund Niðurstaða: Eftirminnileg kvöldstund með lifandi tónlist og kvikmyndaefni. Gagnrýni 29.9.2011 22:02
Bloom ekki bannaður Framleiðendur kvikmyndarinnar The Good Doctor opnuðu kampavínsflösku á dögunum og slettu rækilega úr klaufunum eftir að ljóst varð að kvikmyndin yrði einungis bönnuð innan 13 ára í Bandaríkjunum. Lífið 28.9.2011 20:13
Brynjar Már frumsýnir rosalega græju á Oliver Brynjar Már, útvarpsmaður, tónlistarmaður og plötusnúður lætur ársgamlan draum sinn rætast á föstudaginn á skemmtistaðnum Oliver þegar hann frumsýnir glænýja DJ-græju sem er eins og klippt út úr framtíðarmynd. Lífið 28.9.2011 20:13
Eurovision-fólk hittist Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva heldur sérstakan kynningarfund á skemmtistaðnum Barböru í kvöld klukkan átta. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og það er fullt af hlutum sem við stefnum á að gera í vetur,“ segir Eyrún Ellý Valsdóttir, einn af stofnmeðlimum félagsins. Lífið 28.9.2011 20:13
Ferðast með 11 töskur Stjörnustílistinn Rachel Zoe mætti með stæl á tískuvikuna í París en hún dró með sér hvorki meira né minna en ellefu stórar ferðatöskur fullar af fötum. Zoe setti mynd af öllum farangrinum á samskiptasíðuna Twitter og þar sást í sveittan eiginmann Zoe flytja herlegheitin á vagni. Lífið 28.9.2011 20:13
Færri komast að en vilja „Ég hvet alla sem vilja tryggja sér miða til að mæta snemma, koma með heitt kakó í brúsa og iPodinn og bíða bara spennt,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Lífið 28.9.2011 20:13
Góð helgi framundan í kvikmyndahúsum Bíónörd ættu að eiga góða helgi fram undan því nýjasta kvikmynd Stevens Soderbergh, Contagion, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Soderbergh hafa verið mislagðar hendur að undanförnu en miðað við leikhóp myndarinnar ætti fátt að geta klikkað; Jude Law, Matt Damon, Kate Winslet, Laurence Fishburne og Marion Cotillard svo fáeinir séu nefndir. Lífið 28.9.2011 20:13
Hollenskur furðufugl til landsins „Ég hvet engan til að sjá þessa mynd, í fullri alvöru. Hostel-myndirnar eru bara léttvæg upphitun við hliðina á þessari,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu. Lífið 28.9.2011 20:13
KR-ingar leita að opinni rútu „Menn hafa verið að kasta á milli sín hugmyndum um sigurhátíðina í vikunni," segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR. Lífið 28.9.2011 20:13
Landar stóru hlutverki í sjónvarpsþætti vestanhafs Anita Briem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í bandaríska sjónvarpsþættinum Radical. Leikstjóri þáttanna er Cynthia Mort sem er stórt nafn í bransanum vestanhafs. Um er að ræða prufuþátt (pilot) en vonir standa til að þættirnir komist á dagskrá næsta vetur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Anitu var hún ekki reiðubúin til að segja nákvæmlega frá því um hvað Radical væri en samkvæmt vefmiðlum þar vestra, sem fylgst hafa með gangi mála, er um að ræða spennu- og hasarþáttaröð. Lífið 28.9.2011 20:13
Leitað að nýjum Eurovision-kóngi „Þetta er náttúrlega mjög leiðinlegt og við grátum brotthvarf Páls Óskars enda var hann sjálfkjörinn í þetta hlutverk. En allt rennur sitt skeið og við ætlum okkur að halda áfram í einhverju formi án Páls,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. Lífið 28.9.2011 20:13
Línur farnar að skýrast í Óskarnum Nú þegar stærstu kvikmyndahátíðir heims eru yfirstaðnar (Cannes, Toronto, Feneyjar) fara kvikmyndaspekúlantar á stjá og reyna spá fyrir um hvaða kvikmyndir, leikarar og leikkonur verði tilnefndar til Óskarsverðlauna. Hin svokölluðu „gúrú“ kvikmyndavefsíðunnar moviecitynews.com hafa þótt nokkuð getspök þegar kemur að þessum leik og voru fyrstu niðurstöðurnar birtar í gær. Lífið 28.9.2011 20:13
Mercury til Akureyrar Vegna mikillar eftirspurnar verða haldnir tónleikar til heiðurs Freddie Mercury, fyrrum söngvara Queen, í menningarhúsinu Hofi á Akureyri 18. nóvember. Nú þegar er uppselt á þrenna Mercury-tónleika sem verða í Hörpu 23. og 24. nóvember. Lífið 28.9.2011 20:13
Myndar lausagöngu ferðamanna Umboðsmaðurinn og tónleikahaldarinn Kári Sturluson heldur sína fyrstu ljósmyndasýningu á gistiheimilinu Kex Hostel í október. Sýningin heitir Lausaganga ferðamanna í borgarlandinu. Lífið 28.9.2011 20:14
Númer tíu frá Korn Tíunda hljóðversplata Korn, The Path of Totality, kemur út 5. desember. „Titillinn The Path of Totality vísar í þá staðreynd að til að sjá sólmyrkva þarf að vera á hárréttum stað á hárréttum tíma. Þannig varð platan til. Ég held að upptökustjórarnir séu á sama máli. Ég er viss um að þessi plata gæti aldrei verið endurtekin,“ sagði söngvarinn Jonathan Davis Tónlist 28.9.2011 20:13
Bloc Party leitar að nýjum söngvara Meðlimir hljómsveitarinnar Bloc Party hafa staðfest að næsta plata verðin tekin upp án söngvarans Kele Okereke. Tónlist 28.9.2011 20:13
Óútreiknanleg St. Vincent Þriðja sólóplata bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent kom út fyrir skemmstu. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að þar sé á ferðinni mikið meistarastykki. St. Vincent gaf fyrr í mánuðinum út sína þriðju sólóplötu, Strange Mercy. Gagnrýnendur hafa hlaðið hana lofi og telja mikið spunnið í þessa bandarísku tónlistarkonu. Tónlist 28.9.2011 20:13
Ashton hélt framhjá Demi Hjónakornin Ashton Kutcher og Demi Moore eru að skilja ef marka má fréttaflutning Star Magazine. Leikarinn er greinilega ekki mikið að syrgja, en til hans sást á föstudagskvöldið á skemmtistað í San Diego þar sem hann var umkringdur fögrum fljóðum og fékk ein stúlkan að fylgja leikaranum upp á hótel. Lífið 28.9.2011 20:13
Gott að vera á heimavelli Þrátt fyrir að aðeins sé rúm vika síðan Eyrún Ósk Jónsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu hefur hún nú þegar öðlast mikla reynslu af leiklist og leikstjórn. Í kvöld frumsýnir hún sína fyrstu kvikmynd en hún byggir á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson sem kom út fyrir tæpu ári. Lífið 28.9.2011 20:13
Særði blygðunarkennd bónda Poppstjarnan Rihanna lenti í vandræðum við tökur á myndbandi á Írlandi á dögunum. Rihanna var búin að fá leyfi hjá bónda til að taka upp myndband á akrinum hans en þegar bóndinn sá hversu léttklædd Rihanna var við tökur var hann ekki lengi að stöðva þær. Lífið 28.9.2011 20:13
Húmor og gleði Austur-evrópsk þjóðlagatónlist krydduð með íslenskum húmor. Á heildina litið er Russian Bride ágætis plata en næst ættu meðlimir að leggja meiri áherslu á frumsamið efni. Gagnrýni 27.9.2011 21:34
Dr. Gunni vinnur að annarri barnaplötu „Þetta verða 12 eða 14 lög fyrir börn og alla hina líka,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Dr. Gunni. Lífið 27.9.2011 21:33