Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Full­trúar utan­ríkis­ráðu­neytisins í Kaíró

Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar á Ís­landi tals­vert færri en áður var talið

Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 

Innlent
Fréttamynd

Faðm­lög og gleði­tár í Leifs­stöð eftir fimm ára að­skilnað

Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn.

Innlent
Fréttamynd

Segir fram­ferði SA til skammar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

Gengur sorg­mæddur og dapur frá borði

Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 

Innlent
Fréttamynd

Við viljum þau heim - strax!

Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út.

Skoðun
Fréttamynd

Bjóðast til að kaupa hús­næði Grind­víkinga

Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt.

Innlent
Fréttamynd

Grindavíkurfrumvarp í samráðsgátt

Frumvarp um stuðning til handa Grindvíkingum verður birt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag. Búist er við að það fái þinglega meðferð í næstu viku. Forsætisráðherra segir vel fylgst með stöðunni á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Þing­maður VG biðlar til Bjarna sem ráði al­farið ferðinni

Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum.

Innlent
Fréttamynd

Róðurinn að þyngjast í kjara­við­ræðunum

Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast.

Innlent
Fréttamynd

Katrín uggandi yfir stöðunni á Suður­nesjum

Forsætisráðherra er uggandi yfir stöðunni á Suðurnesjum, þar sem hraun rennur hratt í átt að heitavatnslögn. Ef allt fari á versta veg gætu Suðurnesin verið án heits vatns í tvo til þrjá daga. 

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn hækkar raun­vexti

Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um það í morgun að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga er að minnka. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir hans gegn verðbólgu hafi skilað árangri.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að sækja fleiri fjöl­skyldur frá Gasa

Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Getum ein­fald­lega ekki haldið á­fram í ein­hverri blindni“

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir dagaspursmál um að ráðherranefndin og ríkisstjórnin komist til botns í umræðu sinni um málefni hælisleitenda og geti því myndað sér nýja stefnu í málaflokknum. Hann segir að það gæti gerst innan skamms að Ísland fari að bjarga fólki, en segist óttast að innviðir landsins springi.

Innlent
Fréttamynd

Frum­varp vegna húsnæðis í Grinda­vík væntan­legt síðar í vikunni

Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki.  

Innlent