Innlent

Bjart­sýni og góður gangur í kjara­við­ræðum

Heimir Már Pétursson skrifar
Kristján Þór Snæbjarnarson talsmaður Fagfélaganna ræðir við Ástráð Haraldsson ríkissáttasemjara í Karphúsinu.
Kristján Þór Snæbjarnarson talsmaður Fagfélaganna ræðir við Ástráð Haraldsson ríkissáttasemjara í Karphúsinu. Vísir/Vilhelm

Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag.

Góður gangur hefur verið í viðræðunum undanfarna daga og bjartsýni ríkir um að hægt verði að leggja grunn að allsherjar samkomulagi fyrir ríkisstjórn áður en vikan er liðin.

 Þá er reiknað með að stjórnvöld kynni hvað þau eru reiðubúin að gera til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin. 

Verslunarmenn hafa fundað í sínum röðum í dag til að undirbúa áframhaldandi viðræður við Samtök atvinnulífsins.


Tengdar fréttir

Drög að sátt lögð fyrir ríkisstjórn á næstu dögum

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Samiðnar og Eflingar hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Reiknað er með að heildarpakki kjarasamninga verði lagður fyrir ríkisstjórn um eða upp úr miðri viku og ríkisstjórnin kynni þá þær aðgerðir sem hún er reiðubúin að grípa til í skiptum fyrir sátt á vinnumarkaði.

Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna

Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna.

Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×