Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Vill kosningar ó­háð valhoppi Katrínar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

At­hafna­leysi Katrínar geti skaðað hags­muni lands­manna

VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi.

Neytendur
Fréttamynd

Svan­dísar bíði van­trausts­til­laga

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að hún muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman í næstu viku, nú þegar ljóst er að Svandís snýr aftur til starfa eftir veikindaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum.

Innlent
Fréttamynd

Peningarnir hans Willums í bar­áttunni við eitrið

Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur.

Innlent
Fréttamynd

Hugsan­leg framboðslén stofnuð

Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006.

Innlent
Fréttamynd

„Geri hún það, þá býð ég mig fram“

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja koma böndum á bók­hald trú­fé­laga

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að auka kröfur á forsvarsmenn trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana varðandi utanumhald reksturs. Það regluverk sem gildir um slík félög hér á landi þykir skapa verulega hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Innlent
Fréttamynd

Felldu úr gildi frið­lýsingu en mátu Mumma ekki van­hæfan

Hæstirétt­ur hef­ur fellt úr gildi friðlýs­ingu vatna­sviðs Jök­uls­ár á Fjöll­um fyr­ir orku­vinnslu og sneri þar með við ákvörðun Héraðsdóms Aust­ur­lands sem hafði staðfest friðlýs­ing­una. Dómurinn mat fyrrverandi ráðherra ekki vanhæfan vegna fyrri starfa hans hjá Landvernd.

Innlent
Fréttamynd

Hefð fyrir sumar­gjöf í Ís­lands­banka

Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­ráðu­neytið er með for­ystu

Nýverið kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar „Ópíóíðavandi - staða, stefna og úrræði“. Farið varið í hraðúttekt til þess að greina misnotkun á ópíóðum í ljósi þess að fréttaflutningur um aukinn vanda hafði aukist á síðustu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Fundar með Bankasýslunni í dag

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra segir næsta skref hjá sér, vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum, vera að funda með Bankasýslu ríkisins. Boðað hefur verið til fundar um málið í dag. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um 375 milljónir til úkraínska hersins

Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum.

Innlent
Fréttamynd

Segir Bitcoin al­þjóð­legt vanda­mál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla raforkunotkun orkuvera sem grafa eftir rafmyntum hér á landi ekki samrýmast umhverfisstefnu landsins. Katrín var til viðtals hjá Financial Times um matvælaframleiðslu og fæðuöryggi, og loftslags- og umhverfismál í tengslum við málefnið. Hafði hún þá orð á því að raforka landsins væri verðmæt og ætti að vera notuð í uppbyggilegri verkefni en rafmyntagröft.

Innlent
Fréttamynd

Harðar deilur um á­gæti nýrra búvörulaga

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð.

Innlent
Fréttamynd

Spáir því að Katrín til­kynni um forsetaframboð á næstu dögum

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 

Innlent
Fréttamynd

Form­leg­heit eða skugga­stjórnun?

Til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra/ráðuneytinu hefur borist sá orðrómur til eyrna að Landsbankinn sé í viðræðum við Kviku banka um kaup á TM. Viljið þið vinsamlegast athuga hvort að sá orðrómur eigi við rök að styðjast og vinsamlegast biðja bankaráð Landsbankans um að hætta þessum viðræðum strax.

Skoðun