Þórdís veifar hvíta fánanum til Eyja Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 15:10 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hraðar sér á ríkisstjórnarfund þar sem Katrín tilkynnti viðstöddum að hún væri hætt, farin. Þórdís hefur óskað eftir því að málsmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12 verði endurskoðuð. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir efnahags- og fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að málmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12, en það varðar eyjar og sker, verði frestað svo unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins. Að sögn er þetta svo ríkið geti haft til hliðsjónar betri gögn en ljóst er að Þórdís vill frið við íbúa Vestmannaeyja og veifar því hvíta fánanum. Viljið þið gera svo vel að endurskoða þetta „Ég vænti þess að óbyggðanefnd taki vel í mína ósk enda hefur nefndin bent á að það er á forræði ráðherra að taka kröfurnar til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er,“ segir Þórdís í tilkynningu sem birt hefur verið á vef stjórnarráðsins. „Þótt ríkið dragi með þessu kröfugerðina ekki formlega til baka, sem gæti kallað á lagabreytingu, þá er aðalatriðið hér að við erum að stíga öruggt skref í því að kröfurnar byggist á meðalhófi og almennilegum gögnum,“ er haft eftir ráðherra. Eins og fram hefur komið ráku íbúar í Vestmannaeyjum upp ramakvein en ríkið gerði, eftir yfirferð óbyggðanefndar, kröfur í stóran hluta af Heimaey, meðal annars. sjálfan Heimaklett, og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi Þórdísi þá opið bréf 2. febrúar, þann sama dag og óbyggðanefnd hafði lokið störfum sínum, þar sem segir meðal annars: „Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum.“ Og svo var spurt: „Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu?“ Þórdís vill fá fram niðurstöðu sem friður getur ríkt um Þórdís sendi þá óbyggðanefnd bréf þar sem óskað var eftir því að nefndin endurskoðaði fyrri afstöðu sína til þess að nýta ákvæði í þjóðlendulögum um að gefa þeim sem kalla til eignarréttinda á svæðinu kost á að lýsa kröfum sínum áður en fjármála- og efnahagsráðherra lýsti kröfum fyrir hönd ríkisins. Með bréfi í sama mánuði hafnaði nefndin beiðni ráðherra. „Fyrri kröfugerð ríkisins vegna svæðisins hefur verið til nokkurrar umræðu undanfarið og nýlega hafa komið fram kortaupplýsingar og önnur gögn sem gefa tilefni til gagngerrar endurskoðunar á henni. Gert er ráð fyrir að við endurskoðun sé unnt að draga stórlega úr fyrri kröfum ríkisins á svæðinu og jafnframt að endurskoðaðar kröfur verði í betra samræmi við meðalhóf og gögn. Til þess þarf lengri tíma til að vinna málið,“ segir nú í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þórdís hefur þannig lagt fram kröfu til óbyggðanefndar um að frekari málsmeðferð vegna svæðisins verði frestað þar til betri afmörkun þess liggur fyrir. Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Að sögn er þetta svo ríkið geti haft til hliðsjónar betri gögn en ljóst er að Þórdís vill frið við íbúa Vestmannaeyja og veifar því hvíta fánanum. Viljið þið gera svo vel að endurskoða þetta „Ég vænti þess að óbyggðanefnd taki vel í mína ósk enda hefur nefndin bent á að það er á forræði ráðherra að taka kröfurnar til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er,“ segir Þórdís í tilkynningu sem birt hefur verið á vef stjórnarráðsins. „Þótt ríkið dragi með þessu kröfugerðina ekki formlega til baka, sem gæti kallað á lagabreytingu, þá er aðalatriðið hér að við erum að stíga öruggt skref í því að kröfurnar byggist á meðalhófi og almennilegum gögnum,“ er haft eftir ráðherra. Eins og fram hefur komið ráku íbúar í Vestmannaeyjum upp ramakvein en ríkið gerði, eftir yfirferð óbyggðanefndar, kröfur í stóran hluta af Heimaey, meðal annars. sjálfan Heimaklett, og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi Þórdísi þá opið bréf 2. febrúar, þann sama dag og óbyggðanefnd hafði lokið störfum sínum, þar sem segir meðal annars: „Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum.“ Og svo var spurt: „Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu?“ Þórdís vill fá fram niðurstöðu sem friður getur ríkt um Þórdís sendi þá óbyggðanefnd bréf þar sem óskað var eftir því að nefndin endurskoðaði fyrri afstöðu sína til þess að nýta ákvæði í þjóðlendulögum um að gefa þeim sem kalla til eignarréttinda á svæðinu kost á að lýsa kröfum sínum áður en fjármála- og efnahagsráðherra lýsti kröfum fyrir hönd ríkisins. Með bréfi í sama mánuði hafnaði nefndin beiðni ráðherra. „Fyrri kröfugerð ríkisins vegna svæðisins hefur verið til nokkurrar umræðu undanfarið og nýlega hafa komið fram kortaupplýsingar og önnur gögn sem gefa tilefni til gagngerrar endurskoðunar á henni. Gert er ráð fyrir að við endurskoðun sé unnt að draga stórlega úr fyrri kröfum ríkisins á svæðinu og jafnframt að endurskoðaðar kröfur verði í betra samræmi við meðalhóf og gögn. Til þess þarf lengri tíma til að vinna málið,“ segir nú í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þórdís hefur þannig lagt fram kröfu til óbyggðanefndar um að frekari málsmeðferð vegna svæðisins verði frestað þar til betri afmörkun þess liggur fyrir.
Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira