Góðu ráðin

Fréttamynd

Að eldast á besta aldri

Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul.

Áskorun
Fréttamynd

Stóra uppsögnin: 22% sjá eftir því að hafa sagt upp vinnunni

Í kjölfar Covid reið yfir atvinnulífið um allan heim bylgja sem aldrei áður hefur þekkst: Stóra uppsgögnin. Þar sem fólk í hrönnum sagði upp störfum sínum. Stundum til að fylgja eftir stórum draumum um róttækar breytingar. Stundum til að gerast giggarar. Stundum til að vinna fjarvinnu Og svo framvegis og svo framvegis.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vont veður ömurlegt nema fyrir vinnuveitendur

Veður hefur áhrif á okkur. Við erum í sólskinsskapi á sumrin þegar veðrið er gott og sólin skín. En finnst kannski erfiðara að bretta upp ermar og gera hlutina þegar veðrið er vont, myrkur, snjór og kuldi eins og einkennt hefur veðrið síðustu daga.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Það er geggjað að upplifa þessi Aha! móment stjórnenda“

„Við höldum á svo mörgum boltum á lofti alla daga. Ekki bara í vinnunni, heldur líka þegar að við komum heim. Þess vegna segjum við oft að það að fara til markþjálfa sé eins og að fara úr storminum í lognið,“ segir Anna María Þorvaldsdóttir stjórnendaþjálfi hjá Víðsýni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“

„Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið

„Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Aukið sjálfræði starfsfólks verður áberandi í áherslum vinnustaða 2023

„Ég tel að aukið sjálfræði starfsfólks um hvar það vinnur og hvenær það vinnur verði áberandi í áherslum vinnustaða árið 2023. Þessi þróun hófst í heimsfaraldrinum og mun halda áfram. Auk þess sé ég fyrir mér aukna áhersla á fjölbreytileika og vellíðan,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Getum búið okkur til alls konar frí allt árið 2023

Atvinnulífið hefur áður fjallað um mikilvægi þess að kúpla sig frá vinnu þegar við erum í fríi. Í dag ætlum við hins vegar að rýna aðeins í mismunandi frí sem við getum sett okkur sem markmið að upplifa oftar frá og með árinu 2023. Sem lið í því að efla andlega vellíðan og heilsu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga

„Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hversu vel eiga þessi atriði við um yfirmanninn þinn?

Það er talað um að tilfinningagreind sé eitt af því sem mun gera starfsfólk eftirsóttara til framtíðar, enda ekki nema von því í allri þeirri tæknibyltingu sem nú er, vitum við þó að eitt mun tæknin seint ráða við: Að skilja hvernig tilfinningaflóran okkar er eða líðan.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vinnustaður í kjölfar uppsagna

Eins og eðlilegt er, eru fyrstu viðbrögðin okkar þegar uppsagnir eru á vinnustað að hugsa um það samstarfsfólk okkar sem var rétt í þessu að missa vinnuna. Við upplifum samkenndina og umhyggjuna. Vonum það besta fyrir viðkomandi í atvinnuleitinni framundan. Þegar ein dyr lokast opnast aðrar ekki satt?

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að æfa þakklæti í vinnunni getur margborgað sig

Rannsóknir til fjölda ára hafa sýnt mjög sterkt samband á milli þess að vera þakklát fyrir það sem við eigum og höfum og hamingju. Skiptir þá engu máli hvar eða hver við erum. Að lifa í þakklæti hefur hreinlega mjög jákvæð áhrif á það hvernig okkur líður.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið

„Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“

„En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru?

„Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Atvinnulíf