Geðheilbrigði

Fréttamynd

Að eldast á besta aldri

Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul.

Áskorun
Fréttamynd

Sex prósent beiðna til VIRK uppfylltu skilyrði WHO um kulnun

Fimmtíu og átta prósent umsækjenda um starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði ráku heilsubrestinn til kulnunar. Niðurstaða þróunarverkefnis á vegum VIRK sýnir aftur á móti að einungis rúm sex prósent þeirra uppfylltu skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um kulnun í starfi.

Innlent
Fréttamynd

Læknar tækju aldrei þátt í rann­sóknum á föngum

Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur.

Innlent
Fréttamynd

Um hug­víkkandi efni og geð­raskanir

Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi.

Skoðun
Fréttamynd

Munu aldrei gefa föngum hug­víkkandi efni án sam­þykkis allra

Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast.

Innlent
Fréttamynd

„Erfitt að vera berskjölduð en ég hef gott af því“

Hin 24 ára gamla Saga Matthildur kom, sá og sigraði Idolið í ár með einstakri rödd sinni og einkennandi dulúð. Frá barnæsku dreymdi hana um að vinna við tónlist en lífið þvældist þó fyrir, sem fékk hana til að missa trúna á sjálfri sér um tíma. Hún hefur nú sigrast á ýmsum hindrunum og er að eigin sögn rétt að byrja. Blaðamaður settist niður með Sögu Matthildi og fékk nánari innsýn í líf hennar og listsköpun.

Lífið
Fréttamynd

Kallað út í tómið

Nýlega er afstaðinn fundur með ungmennaráðum í borgarstjórn sem er árlegur viðburður. Í annað sinn á stuttum tíma leggur ungmennaráð fram tillögu um að aðgengi að sálfræðingum verði stórbætt. Flokkur fólksins hefur margsinnis sl. 5 ár lagt fram sambærilegar tillögur og þá bent á hvað þurfi að gera til að aðgengi barna að fagþjónustu skóla verði bætt.

Skoðun
Fréttamynd

Er nauð­syn­legt að líða vel?

Á þessu tímabili þar sem dagsbirtan er í lágmarki, snjór í hámarki og færðin oft slæm er auðvelt að detta í vanlíðan og margir reyna einfaldlega að tóra í gegnum þetta tímabil. Þ.e. tímabilið eftir hátíðarnar miklu sem er oft hið dimmasta og veðurharðasta.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr þing­maður leitar sér hjálpar vegna þung­lyndis

John Fetterman, nýr öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Pennsylvaníu, lagðist inn á sjúkrahús til þess að leita sér meðferðar gegn þunglyndi í gærkvöldi. Hann glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum að aldurstila í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Endurtekur leikinn fyrir Píeta: „Í ár stefnum við bara enn hærra“

Tölvuleikjaspilarinn Rósa Björk stendur fyrir góðgerðarstreymi í sólarhring til styrktar Píeta samtakanna á morgun. Í fyrra safnaði hún 1,4 milljónum króna og stefnir enn hærra í ár með stútfullri dagskrá. Hún segir Píeta eiga sérstakan stað í hjarta hennar og stefnir á að þetta verði árlegur viðburður. 

Lífið
Fréttamynd

Þakklæti

Nú þegar undirritaður hefur komið að Landsamtökunum Geðhjálp í nærri 30 ár, setið í stjórn í sjö ár og sinnt formennskuhlutverki í þrjú ár er komið að því að stíga til hliðar. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna 30. mars nk. en frá með deginum í dag og þangað til leiðir varaformaður samtökin.

Skoðun
Fréttamynd

Guð hvað mér líður illa!

Mig langar til að byrja þessa grein á stuttri könnun á meðal lesenda: Rétt upp hönd ef þú hefur hreint og beint logið til um einhvers konar líkamleg veikindi á borð við ælupest eða flensu til að geta verið heima frá skóla eða vinnu af því að þér líður bara rosalega illa andlega?

Skoðun
Fréttamynd

Von

Í dag taka um 61.000 manns lyf við þunglyndi. Um 24.000 manns búa við örorku eða eru í endurhæfingu og þar af um 10.000 af völdum lyndisraskana. Geðheilsa (andleg líðan) ungmenna (8.-10. bekkur) hefur samkvæmt gögnum Rannsókna og greininga (R&G) ekki verið verri þau ár sem R&G hafa framkvæmt þær kannanir.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta kemur eins og himna­sending inn í ung­linga­heiminn sem er svo harður“

Jákvæð sálfræði verður viðfangsefni fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar næstu árin. Þær Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir, sem standa á bak við dagbókina Gleðiskrudduna, gengu til liðs við Þjóðkirkjuna og tóku að sér það mikilvæga verkefni að kynna fermingarbörn fyrir viðfangsefnum á borð við núvitund og sjálfsvinsemd. 

Lífið
Fréttamynd

Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för

Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var á barmi þess að fyrir­fara mér“

Fyrir sjö árum síðan fór íslensk kona á fimmtugsaldri í svokallað „ferðalag“ með hugvíkkandi efninu Ayahuasca. Eftir ferðalagið segist hún hafa hún náð botninum andlega og fór hún sjálfviljug á geðdeild Landspítalans vegna afleiðinga ferðalagsins. Hún var með sjálfsvígshugsanir og var hún greind í djúpri geðlægð.

Lífið