Bókaútgáfa

Fréttamynd

52 ár á milli þeirra og þrjár bækur

Embla Bachmann er átján ára og gaf út sína fyrstu bók í fyrra, Stelpur stranglega bannaðar. Hún var í kjölfarið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu. Bók númer tvö kom út fyrir nokkrum vikum og um svipað leyti kom út frumraun annars höfunds. Sá er 52 árum eldri en Embla og er engin önnur en amma hennar.

Menning
Fréttamynd

Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í al­vöru liðið svona

Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt…

Lífið
Fréttamynd

„Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“

Prófessor Eiríkur Bergmann hefur sent frá sér bókina Óvæntur ferðafélagi en þar gengur hann nær sjálfum sér en hann hefur áður gert. Hann segir frá svæsnu einelti sem hann varð fyrir og óboðnum gesti, fyrirbæri sem heitir Severe Tinnitus Disorder og er ólæknandi suð í eyrum.

Lífið
Fréttamynd

Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar

Konur klæddar gömlum flugfreyjubúningum Loftleiða tóku á móti gestum útgáfuhófs ljósmyndabókar um Loftleiðasöguna, sem Sigurgeir Orri Sigurgeirsson gefur út í samvinnu við Sögufélag Loftleiða. Útkomu bókarinnar var fagnað síðdegis í gær, sunnudag, og að sjálfsögðu á Loftleiðahótelinu.

Lífið
Fréttamynd

Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur

Aldrei aftur vinnukona er þriðja bókin þar sem Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir fylgir eftir sögu formæðra sinna fyrr á öldum.  Jana Hjörvar fjallar um bókina á menningarvefnum Lestrarklefinn og hefur þetta að segja um bókina.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Niðurgangurinn á Þing­völlum þaggaður niður

Halldór Armand Ásgeirsson er að senda frá sér sína fimmtu skáldsögu um þessar mundir,  Mikilvægt rusl, auk þess gaf hann út pistlasafn fyrir Storytel 2022. Talsverð tímamót eru nú hjá Halldóri, bæði er skáldsagan hans sérstök að efni til og svo gefur hann hana út sjálfur. Sem er talsvert stórt skref að stíga. Halldór dregur ekki af sér í höfundatali.

Lífið
Fréttamynd

Höfundar lesa upp í beinni

Verið velkomin á fyrsta Bókakonfekt ársins í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39.  Hægt er að fylgjast með upplestrinum í beinni útsendingu hér á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vinnan sé seld langt undir kostnaðar­verði

Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sið­laus maður étur skít og öðlast sam­kennd

Bragi Páll var að senda frá sér sína fjórðu bók; Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Þrándur Þórarinsson málar myndina á kápuna en þar má sjá söguhetjunni eftir að nokkur umskipti hafa átt sér stað. Hann étur skít og öðlast samkennd.

Lífið
Fréttamynd

„Við vitum aldrei hve­nær draugarnir banka upp­á“

Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því.

Lífið
Fréttamynd

Rit­höfundar sjaldan verið í eins harðri sam­keppni um at­hygli og nú

Þrátt fyrir að það hafi komið í ljós í könnun Maskínu á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé ánægður með stjórnarslit þá eru rithöfundar uggandi vegna kosninganna og þeirri fyrirferð sem óhjákvæmilega fylgir þeim. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé smá skellur að fá kosningar ofan í þann tíma sem skipti langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Rit­dómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin

Nýjasta skáldsaga Elísabetar Jökulsdóttur er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn en þar er fjölbreytt flóra bóka tekin fyrir og haldið úti líflegri umræðu um bókmenntir á Íslandi.  Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar hér um Límonaði frá Díafani:

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ólafur Ragnar segir nýja stjórnar­skrá ó­nýtt plagg

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hnykkti á því sem hann hefur áður sagt og gaf tillögum Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá falleinkunn. Í raun skrúfaði hann tillögurnar í sundur og sagði þær ekki nothæfar.

Innlent
Fréttamynd

Stofnar eigin út­gáfu og byrjar í ruslinu

Nýjasta skáldaga Halldórs Armands, Mikilvægt rusl, kemur út fimmtudaginn 10. október. Bókin fjallar um sorphirðumenn í Hruninu og er gefin út af nýstofnaðri útgáfu Halldórs sem heitir Flatkakan útgáfa.

Lífið