Besta deild karla

Fréttamynd

Lyngby kaupir efnilegan leikmann frá FH

Danska knattspyrnuliðið, Lyngby, hefur fengið til sín Þorra Stefán Þorbjarnarson frá FH. Þorri er hugsaður til langstíma og mun byrja hjá U19 ára liði Lyngby.

Sport
Fréttamynd

„Fram að fyrsta markinu fannst mér þetta nokkuð jafnt“

„Við töpuðum bara fyrir mjög góðu Valsliði sem spilaði góðan leik hér eftir að þeir komust yfir en fram að fyrsta markinu fannst mér þetta nokkuð jafnt.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 0-4 tap liðsins gegn Val fyrr í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Umfjöllun: Keflavík - FH 2-3 | Fyrirliðinn sá til þess að FH komst aftur á sigurbraut

FH marði Keflavík í kaflaskiptum leik á HS Orku vellinum í Bestu deild karla í kvöld. Leikurinn endaði 3-2 þar sem fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, reyndist hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir þrjú töp í röð náði FH loks að sigra og lyftir sér upp í fjórða sætið í Bestu deild karla en Keflavík vermir botnsætið sem áður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Loforð leystu FH úr banninu

Karlalið FH í fótbolta er laust úr félagaskiptabanni eftir að það hafði staðið frá sunnudeginum 16. júlí. En hvernig losnaði félagið úr banninu? Það var að minnsta kosti án aðkomu eða með vitund Mortens Beck Guldsmed, leikmannsins sem kærði sína gömlu vinnuveitendur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur Baldvin til Mjällby

Fótboltamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason er genginn í raðir sænska félagsins Mjällby frá Stjörnunni. Mjällby staðfesti félagaskiptin í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

„Gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska“

„Viltu ekki bara spyrja mig um leikinn?“ spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, og vildi ekkert tjá sig um hvöss orðaskipti á milli þeirra Þórs Sigurðssonar, styrktarþjálfara Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli liðanna í Bestu deildinni í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dagskráin í dag: Golf og Besta deild karla og kvenna

Það er nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport í dag. Fótboltinn í Bestu deildum karla og kvenna er fyrirferðarmikill en Golfið fær sitt pláss líka. Öll 14. umferðin verður leikin í Bestu deild kvenna.

Sport