Fótbolti

Fréttamynd

Tekist á um horfna síma, ó­nýta tölvu og fræga af­hjúpun í máli Var­dy gegn Roon­ey

Gögn í meiðyrðamáli knattspyrnueiginkonunnar Rebekah Vardy gegn Coleen Rooney gefa til kynna að Vardy hafi sagt að hún myndi „elska það“ að leka sögum um Rooney til breska slúðurblaðsins The Sun. Skilaboð á milli Vardy og umboðsmanns hennar benda til þess að þær hafi ítrekað rætt um að leka sögum til The Sun. Síma- og tölvugögn í málinu virðast að einhverju leyti hafa horfið á undarlegan hátt.

Erlent
Fréttamynd

Fótboltaþjálfari kvennaliðs hvatti til hópnauðgunar

Spænskur fótboltaþjálfari kvennaliðs í Madrid hvatti þjálfarateymi sitt fyrir nokkrum árum til þess að hópnauðga ungri konu. Það myndi efla liðsandann. Stuðningsmenn félagsins krefjast þess að maðurinn verði rekinn, en stjórn félagsins aftekur það með öllu.

Erlent
Fréttamynd

Senegal Afríkumeistari

Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Asensio hetja Real Madríd

Real Madríd jók forskot sitt á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með naumum 1-0 sigri á Granada í síðasta leik dagsins. Marco Asensio var hetja heimamanna en hann skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Tuchel með veiruna

Thomas Tuchel hefur greint með Covid-19. Hann verður því ekki á hliðarlínunni er Chelsea mætir Plymoth Argyle í FA-bikarnum í dag. Chelsea greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu.

Enski boltinn