Ákveðið var að flauta leikinn á þó veðrið væri ekki upp á marga fiska. Þegar líða tók á leikinn versnaði veðrið hægt og bítandi. Á endanum var það orðið svo slæmt að ekki var hægt að halda leik áfram.
Staðan þegar leikurinn var flautaður af var 2-0 Þrótti í vil. Mörk liðsins skoruðu fyrrum leikmenn Vals, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Katla Tryggvadóttir.
