Fótbolti

Fréttamynd

„Upp­skriftin í okkar leikjum í þessum riðli“

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsta tapið kom í Wales

Íslenska U-21 árs landslið drengja í knattspyrna tapaði 1-0 ytra gegn Wales í þriðju umferð undankeppni EM 2025. Ísland hafði unnið fyrstu tvo leiki undankeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hætti að mæta í skólann eftir ör­laga­ríkt rautt spjald

Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur leið ömurlega eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Hún hætti að mæta í skólann og kenndi sjálfri sér um hvernig fór. Hún segir athyglina sem fylgir því að spila með landsliði geta tekið á.

Innlent
Fréttamynd

Á metið bæði sem leik­maður og þjálfari

Lærisveinar Xabi Alonso í Bayer Leverkusen hafa heldur betur komið á óvart á þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið hefur nú jafnað árangur Bayern München frá 2015 þegar Alonso var leikmaður liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristian­stad búið að fylla skarð Elísa­betar

Sænska knattspyrnufélagið Kristianstad hefur tilkynnt hvernig það mun fylla skarð Elísabetar Gunnarsdóttur sem hefur þjálfað liðið síðan 2009. Félagið hefur ráðið tvo þjálfara í stöðuna sem Elísabet var í.

Fótbolti
Fréttamynd

Jakob­ína í Breiða­blik

Jakobína Hjörvarsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks og mun spila með félaginu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Hún skrifar undir þriggja ára samning.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Inter á toppinn á Ítalíu

Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildina í knattspyrnu, þökk sé 2-0 sigri á Frosinone í síðasta leik dagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Líkar illa við nær alla dómara Eng­lands

Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion, var allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrr í dag. Sagði þjálfarinn að honum væri illa við 80 prósent allra dómara á Englandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skytturnar komu til baka gegn Refunum

Arsenal kom til baka eftir að lenda 2-0 undir gegn Leicester City í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Englandsmeistarar Chelsea unnu Everton örugglega 3-0 og Manchester United vann lið Dagnýjar Brynjarsdóttir, West Ham United, 5-0.

Enski boltinn