„Höfum unnið hörðum höndum að þessu lengi og það þarf að fagna því“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2023 20:46 Fyrirliðinn og Noregsmeistarinn Ingibjörg. @VIFDamer „Mjög góð, mikill léttir að við náðum að sigla þessu heim. Blendnar tilfinningar, búnir að vera erfiðir dagar,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, Noregsmeistari í knattspyrnu, og Grindvíkingur í húð og hár í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Ingibjörg og stöllur hennar í Vålerenga eru Noregsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu. Vålerenga og Rosenborg, liðið sem er í öðru sæti, mætast í lokaumferðinni en þar sem það er fjögurra stiga munur þá er Vålerenga nú þegar orðið meistari. Undanfarnir dagar hafa verið einkar erfiðir fyrir Ingibjörgu en hún er uppalin í Grindavík og á bæði fjölskyldu og vini sem hafa þurft að flýja bæjarfélagið vegna jarðskjálftanna og möguleikanum á að það gæti farið að gjósa. Hvað fótboltann varðar þá var hin 26 ára gamla Ingibjörg gerð að fyrirliða Vålerenga fyrr á þessu ári og þá hefur hún raðað inn mörkum á leiktíðinni. Þó hlutirnir í heimabænum séu langt frá því eins og best verður á kosið þá gaf hún sér samt tíma til að tala um þetta magnaða tímabil sem er að baki. Titillinn var tryggður eftir að Vålerenga vann Stabæk en á sama tíma gerði Rosenborg jafntefli við Lilleström. Þeim leik lauk eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Ingibjörgum og stöllum, því voru þær allar út á velli að fylgjast með gangi mála. „Mjög skemmtilegt augnablik, maður mun seint gleyma þessu. Vorum líka ekkert að undirbúa okkur undir að við gætum unnið þetta. Maður kláraði leikinn, var ánægð að við unnum og svo náði maður ekkert að lesa á fólki hvað væri að gerast eða hverju við værum að bíða eftir þangað til þetta kom allt í einu upp á skjáinn.“ „Þetta er extra sérstakt, að vera í svona stóru hlutverki og tók fyrirliðahlutverkið mjög alvarlega þegar ég fékk traustið. Viðurkenni að þetta er búið að vera mikið stress og hef sett mjög háar kröfur á sjálfa mig, eins og ég geri yfirleitt svo þetta var mjög sætt.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið hörðum höndum að lengi að og það þarf að fagna því,“ sagði Ingibjörg einnig. Kaptein Inga! pic.twitter.com/sGuR7XOWQz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 12, 2023 Tímabilið hjá Ingibjörgu og Vålerenga er hvergi nærri búið en liðið mætir Rosenborg bæði í lokaumferð deildarinnar sem og í bikarúrslitum þann 25. nóvember. „Mjög spennandi vikur fram undan. Spilum tvo leiki við Rosenborg og það eru alltaf hörkuleikir, það er alvöru rígur á milli liðanna. Verður gaman að mæta á þeirra heimavöll um næstu helgi og vera með titilinn nú þegar. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Rosenborg því þær þurfa að vinna okkur til að ná Meistaradeildarsæti þannig það er mikið undir.“ „Svo eru bikarúrslitin í Noregi stór veisla, mikið lagt í þetta og þetta er risastór leikur. Er mjög þakklát að geta tekið þátt í honum,“ sagði Ingibjörg að lokum. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Ingibjörg og stöllur hennar í Vålerenga eru Noregsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu. Vålerenga og Rosenborg, liðið sem er í öðru sæti, mætast í lokaumferðinni en þar sem það er fjögurra stiga munur þá er Vålerenga nú þegar orðið meistari. Undanfarnir dagar hafa verið einkar erfiðir fyrir Ingibjörgu en hún er uppalin í Grindavík og á bæði fjölskyldu og vini sem hafa þurft að flýja bæjarfélagið vegna jarðskjálftanna og möguleikanum á að það gæti farið að gjósa. Hvað fótboltann varðar þá var hin 26 ára gamla Ingibjörg gerð að fyrirliða Vålerenga fyrr á þessu ári og þá hefur hún raðað inn mörkum á leiktíðinni. Þó hlutirnir í heimabænum séu langt frá því eins og best verður á kosið þá gaf hún sér samt tíma til að tala um þetta magnaða tímabil sem er að baki. Titillinn var tryggður eftir að Vålerenga vann Stabæk en á sama tíma gerði Rosenborg jafntefli við Lilleström. Þeim leik lauk eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Ingibjörgum og stöllum, því voru þær allar út á velli að fylgjast með gangi mála. „Mjög skemmtilegt augnablik, maður mun seint gleyma þessu. Vorum líka ekkert að undirbúa okkur undir að við gætum unnið þetta. Maður kláraði leikinn, var ánægð að við unnum og svo náði maður ekkert að lesa á fólki hvað væri að gerast eða hverju við værum að bíða eftir þangað til þetta kom allt í einu upp á skjáinn.“ „Þetta er extra sérstakt, að vera í svona stóru hlutverki og tók fyrirliðahlutverkið mjög alvarlega þegar ég fékk traustið. Viðurkenni að þetta er búið að vera mikið stress og hef sett mjög háar kröfur á sjálfa mig, eins og ég geri yfirleitt svo þetta var mjög sætt.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið hörðum höndum að lengi að og það þarf að fagna því,“ sagði Ingibjörg einnig. Kaptein Inga! pic.twitter.com/sGuR7XOWQz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 12, 2023 Tímabilið hjá Ingibjörgu og Vålerenga er hvergi nærri búið en liðið mætir Rosenborg bæði í lokaumferð deildarinnar sem og í bikarúrslitum þann 25. nóvember. „Mjög spennandi vikur fram undan. Spilum tvo leiki við Rosenborg og það eru alltaf hörkuleikir, það er alvöru rígur á milli liðanna. Verður gaman að mæta á þeirra heimavöll um næstu helgi og vera með titilinn nú þegar. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Rosenborg því þær þurfa að vinna okkur til að ná Meistaradeildarsæti þannig það er mikið undir.“ „Svo eru bikarúrslitin í Noregi stór veisla, mikið lagt í þetta og þetta er risastór leikur. Er mjög þakklát að geta tekið þátt í honum,“ sagði Ingibjörg að lokum.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira