Körfubolti

Fréttamynd

Holi­day á leið til Boston

Jrue Holiday stoppaði stutt hjá Portland Trail Blazers en honum var skipt til félagsins þegar Damian Lillard fór til Milwaukee Bucks á dögunum. Nú hefur verið greint frá því að Holiday er á leið til Boston Celtics í öðrum stórum skiptum NBA-deildarinnar á aðeins örfáum dögum.

Körfubolti
Fréttamynd

Verður Kjartan Atli fyrsti þjálfarinn sem fær að fjúka?

Nýliðum Álftaness er spáð góðu gengi í Subway-deild karla í vetur en liðið hefur styrkt sig mikið í sumar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru yfir stöðuna á Álftanesi og Teitur velti því upp hvort Kjartan Atli yrði mögulega fyrsti þjálfarinn til að fá reisupassann í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Skiptin til Bucks komu Lillard í opna skjöldu

Damian Lillard hafði óskað eftir því við Joe Cronin, framkvæmdastjóra Portland Trail Blazers, að draga ósk sína um félagaskipti til baka þegar útséð var um að hann gæti gengið til liðs við Miami Heat. 

Körfubolti
Fréttamynd

Dómarar búnir að semja en eiga eftir að kjósa

Allt útlit er fyrir að keppni í Subway-deildum karla og kvenna hefjist á réttum tíma eftir að samningar náðust á milli dómara og KKÍ í vikunni. Dómarar eiga þó eftir að greiða atkvæði um samninginn og samþykkja hann formlega.

Körfubolti
Fréttamynd

Bið á félagaskiptum Damian Lillard

Lítið virðist þokast í viðræðum um félagaskipti Damian Lillard frá Portland Trail Blazers en Miami Heat virðist ekki geta boðið neitt bitastætt til að koma skiptunum í kring.

Körfubolti
Fréttamynd

Ný þjóðar­höll mun aldrei rísa árið 2025

Ljóst er að ný þjóðar­höll fyrir innan­hús­í­þróttir mun ekki rísa árið 2025 líkt og stefnt hafði verið að. Hægt hefur verið á verk­efninu og segist Gunnar Einars­son, for­maður fram­kvæmda­nefndar um þjóðar­höll, nú vonast til að þjóðar­höll verði risin í fyrsta lagi í árs­lok 2026.

Sport
Fréttamynd

LeBron og stjörnurnar ætla á Ólympíu­leikana í París

LeBron James og flestar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta hafa gefið til kynna að þær vilji taka þátt á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Kemur tilkynningin skömmu eftir að Bandaríkin fóru heim af HM í körfubolta með skottið á milli fótanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Djoko­vic heiðraði Kobe eftir sögu­legan sigur

Novak Djokovic skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hans 24. sigur á risamóti en enginn karlmaður hefur unnið jafn marga risatitla í sögu íþróttarinnar. Hann tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Nýra fjar­lægt eftir oln­boga­skot á HM

Fjarlægja þurfti nýra úr Boriša Simanić, kraftframherji serbneska landsliðsins í körfubolta, eftir að hann fékk hafa olnbogaskot í síðuna í leik Serbíu á HM í körfubolta sem nú fer fram í Filipseyjum, Japan og Indónesíu.

Körfubolti