Körfubolti

Fréttamynd

Sá þaulsætnasti í sögunni stýrir Íslandi áfram

Eini landsliðsþjálfarinn sem komið hefur Íslandi í lokakeppni stórmóts í körfubolta, Kanadamaðurinn Craig Pedersen, skrifaði í Laugardalshöllinni í dag undir samning þess efnis að hann þjálfi áfram íslenska karlalandsliðið.

Körfubolti
Fréttamynd

„Að vinna þá núna yrði risastórt“

„Það er mjög skemmtileg upplifun að spila um eitthvað svona stórt. Það er mikil spenna og menn verða mjög tilbúnir fyrir þennan leik,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Mikið kemur til með að mæða á honum í leiknum mikilvæga á föstudag við Georgíu, þar sem nánast má segja að sæti á HM í körfubolta sé í húfi.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vissi ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið“

Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson segist njóta sín vel í Þýskalandi þrátt fyrir að það hafi verið stórt stökk að fara frá Breiðabliki og út í atvinnumennsku í sumar. Hann er þakklátur fyrir að vera í íslenska landsliðshópnum sem á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn en mætir Georgíu í afar krefjandi leik á föstudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM.

Körfubolti
Fréttamynd

„Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila saman“

Farið var yfir slaka frammistöðu KR gegn Hetti á heimavelli í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi á föstudaginn var. Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi leikmaður KR og margfaldur Íslandsmeistari, segir að það sé eins og leikmönnum finnist ekki gaman að spila saman.

Körfubolti
Fréttamynd

Hard­en frá í mánuð hið minnsta

James Harden meiddist á hægri fæti í tapi Philadelphia 76ers gegn Washington Wizards í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. Hann verður frá í mánuð hið minnsta vegna meiðslanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 63-90 | Fjórði deildarsigur Vals í röð

Valur vann tuttugu og sjö stiga útisigur á Breiðabliki í Subway deild-kvenna. Breiðablik byrjaði á að gera fyrstu sjö stigin í leiknum en fleira var það ekki hjá heimakonum. Það tók Val aðeins fimm mínútur að komast yfir og eftir það leit Valur aldrei um öxl og leikurinn var gott sem búinn í hálfleik þar sem Valur var sextán stigum yfir.Leikurinn endaði með 27 stiga sigri Vals 63-90. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fram­tíð Lakers eftir LeBron er ekki fögur sjón“

Nei eða já í Lögmál leiksins er fastur liður á Stöð 2 Sport 2 þegar NBA tímabilið er í gangi. Þessi stórskemmtilegi liður var á sínum stað í þættinum sem sýndur var í gærkvöld. Þar var yfir stöðu mála hjá Los Angeles Lakers, Steve Nash vs. Doc Rivers, stöðuna hjá Miami Heat og skipti Donovan Mitchell frá Utah Jazz til Cleveland Cavaliers.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Axel á förum frá Grinda­vík

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á leið til Ítalíu á tímabundnum samningi. Hann samdi nýverið við uppeldisfélag sitt Grindavík en mun ekki klára tímabilið með liðinu í Subway deild karla í körfubolta.

Körfubolti