Segja má að troðslur hafi verið vinsælar í þessari umferð og átti Taylor Maurice Johns nokkrar slíkar en átti þrjú af tíu bestu tilþrifum 7. umferðar Subway deildarinnar.
- 10. Frábær varnarleikur hjá Kristófer Acox í sigri Vals á Hetti.
- 9. Troðsla Taylor Maurice Johns í leik ÍR og Þórs Þorlákshafnar.
- 8. Flug-troðsla Adomis Drungilas í leik Tindastóls og Breiðabliks.
- 7. Flug-troðsla Taiwo Hassan Badmus í sama leik.
- 6. Flug-troðsla Styrmis Snæs Þrastarsonar í leik ÍR og Þórs Þorlákshafnar.
- 5. Taylor Maurice Johns komst tvisvar á listann. Aftur var það troðsla.
- 4. Taiwo Hassan Badmus kom einnig tvisvar fyrir. Aftur tróð hann og ætlaði þakið af Síkinu.
- 3. Kristófer Acox með „gamla góða put back-ið.“
- 2. Elbert Clark Matthews, leikmaður KR, gerði einn góðan hlut í tapi KR gegn Keflavík.
- 1. Taylor Maurice Johns treður yfir Emil Karel.