Körfubolti

Fréttamynd

Þór Þor­láks­höfn verður með í Evrópu­keppni í vetur

Þór Þorlákshöfn mun taka þátt í Evrópubikarkeppni karla í körfubolta, FIBA Europe Cup, á næstu leiktíð. Hefur Körfuknattleikssamband Evrópu staðfest þátttökulið keppninnar. Fjögur efstu lið Íslandsmótsins fengu boð um þátttöku en Þórsarar voru eina liðið sem tók boðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Zion ætlar ekki að bregðast neinum

Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron skoðaði Drang­ey með fyrir­liða Tinda­stóls

Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni.

Körfubolti
Fréttamynd

Réttarhöldum yfir Griner frestað um nokkra daga

Bandaríska körfuknattleikskonan Brittney Griner var leidd fyrir dómstóla í Rússlandi á föstudaginn síðasta en Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum. Griner var handtekin og ákærð fyrir að hafa í fórum sínum kannabis olíu á leið inn í Rússland.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það hefði verið auð­velt að gefast upp“

Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 

Körfubolti
Fréttamynd

Vill sjá fullan Ólafssal er Holland kemur í heimsókn

„Maður tók eina góða viku fyrir norðan áður en maður kom hingað og byrjaði aftur með strákunum. Maður getur ekki kvartað, svo tekur maður júlí frekar. Er það ekki betri mánuður,“ spurði landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason kíminn en hann er einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta sem mætir Hollandi annað kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfu­bolta­stjarna fór fyrir dómara í Rúss­landi í dag

Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabis þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar.

Erlent
Fréttamynd

Þessir sextán koma til greina gegn Hollandi

Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðs Íslands í körfubolta, hefur valið sextán leikmenn til æfinga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM á föstudaginn. Tólf þeirra verða svo valdir í leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

O´Neal yngri í ný­liða­valinu: Æfði með Lakers

Shareef O‘Neal, sonur hins goðsagnakennda Shaquille O‘Neal, er meðal þeirra leikmanna sem verða í nýliðavali NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fer í nótt. O‘Neal yngri æfði með liðinu sem faðir hans er hvað þekktastur fyrir að spila með.

Körfubolti
Fréttamynd

Álfta­nes safnar liði: Dúi Þór kynntur til leiks

Leikstjórnandinn Dúi Þór Jónsson er genginn til liðs við Álftanes sem leikur í 1.deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Dúi Þór gengur til liðs við Álftnesinga frá Þór Akureyri sem lék í Subway-deild karla á síðustu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron staddur á Íslandi

Körfuboltastjarnan LeBron James er staddur á Íslandi ef marka má mynd sem birtist af kappanum á Facebook síðdegis. Á myndinni stendur James með Smára Stefánssyni, eiganda The Cave People, fyrir framan Laugarvatnshella.

Lífið
Fréttamynd

Albert Guð­munds­son ó­vænt körfu­bolta­stjarna

Streetball-mót Húrra og Nike fór fram í annað skiptið í dag þar sem liðið Lads, skipað landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni og Kristjáni Daða Finnbjörnssyni, bar sigur úr býtum. Þar að auki var Albert valinn mikilvægast leikmaður mótsins, MVP.

Lífið
Fréttamynd

Curry loks mikil­vægastur í úr­slita­ein­víginu

Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring.

Körfubolti