Alþingiskosningar 2021

Fréttamynd

Stjórnmálamenn út, pítsur og súkkulaði inn

Rís þá í okkur dagur eftir langa nótt, sagði skáldið… Ásýnd miðbæjarins var strax önnur þegar hjólað var til vinnu úr miðbænum og í Laugardal á sjöunda tímanum, þegar tekið var að grána fyrir fyrsta degi nýs pólitísks veruleika á Íslandi að afloknum þingkosningum 2021.

Innlent
Fréttamynd

Bíður milli vonar og ótta: „Ég skil ekkert í þessum tölum“

Sig­mar Guð­munds­son, sem situr í öðru sæti Við­reisnar í Suð­vestur­kjör­dæmi, er einn þeirra jöfnunar­manna sem eru afar tæpir inn á þing. Hann hefur verið inni í jöfnunar­sæti í síðustu tveimur tölum sem birtar voru úr kjör­dæminu en hvort hann komist inn sem kjör­dæma­kjörinn þing­maður mun ráðast þegar loka­tölur úr Suð­vestur­kjör­dæmi verða birtar, lík­lega á næsta klukku­tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík

Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

„Við hefðum viljað sjá meira“

Til­finningar formanns Við­reisnar við tölunum eins og þær standa núna eru blendnar. Flokkurinn er að fá mun minna upp úr kjör­kössunum heldur en flestar skoðana­kannanir gerðu ráð fyrir en er þó einn þriggja flokka sem hafa bætt við sig þing­manni.

Innlent
Fréttamynd

Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað

Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði.

Lífið
Fréttamynd

Katrín sátt við fyrstu tölur

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist sátt með fyrstu tölur. Samkvæmt fyrstu tölum eru Vinstri græn með um 11% fylgi. 

Innlent
Fréttamynd

„Ekki bara eldri karlar í Fram­sóknar­flokknum“

Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 

Innlent
Fréttamynd

„Auðvitað ekki hægt að tapa“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var sigurreifur í ræðu sem hann hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku flokksins á Hótel Nordica, eftir að fyrstu tölur kvöldsins bárust úr Norðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

„Endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi“

Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn og vinstriflokkar fái að stýra landinu. Hún upplifi mikla endurreisn meðal Jafnaðarmanna á Íslandi. 

Innlent
Fréttamynd

Sósa­listar eru Kviss-meistarar flokkanna

Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram til Alþingis tókust á í svokölluðum „Fimmföldum,“ sem er liður í spurningaþættinum Kviss á Stöð 2, nú í kvöld. Vinstri græn voru þar atkvæðamest og báru sigur úr býtum.

Lífið