Verið í samskiptum við Facebook vegna umdeildrar kosningaáminningar Eiður Þór Árnason skrifar 26. september 2021 02:40 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Líkt og í fyrri kosningum birti Facebook á kjördag sérstaka kosningaáminningu sem var ætlað hvetja Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn. Kosningameldingar Facebook eru ekki óumdeildar og hafa eftirlitsaðilar í Evrópu óskað eftir upplýsingum um það hvaða notendur fái áminningarnar og hvaða gögn tæknirisinn safni um þá sem smelli á hnappinn. Persónuvernd hefur verið í samskiptum við Facebook í aðdraganda kosninganna og óskað eftir upplýsingum um framkvæmdina. Stofnunin hafði fyrst samband við samfélagsmiðlarisann eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 þegar hún fékk ábendingu um að sumum notendum Facebook hafi birst áminningarhnappur en öðrum ekki. Fékk Persónuvernd þá þau svör að hnappurinn hafi verið stilltur þannig að hann birtist öllum íslenskum Facebook-notendum sem voru komnir með kosningarrétt. Ekki notað í markaðslegum tilgangi Fram kemur á vef Persónuverndar að Facebook hafi staðfest fyrir kosningarnar í ár að eingöngu sé unnið með upplýsingar á borð við tímastimplun og aðrar tæknilegar upplýsingar svo að áminningin birtist á viðeigandi hátt auk lýðfræðilegra upplýsinga. Þá sagði fyrirtækið að engar upplýsingar verði notaðar í markaðssetningartilgangi í tengslum við virkni áminningarinnar. Að lokum var ítrekað að áminningin birtist eingöngu þeim sem staðsettir eru á Íslandi og hafi aldur til að kjósa. Erfitt er að leggja mat á það hversu margir Íslendingar hafi séð meldingu Facebook og hvort hún hafi haft áhrif á kosningahegðun. Getty/Chesnot Upplýsingar um aldur séu fengnar frá notendum við skráningu á Facebook og upplýsingar um staðsetningu séu upplýsingar sem notendur skrái á notendasíður sínar eða upplýsingar sem fengnar séu í gegnum IP-tölur þeirra. Í eldri fyrirspurn Persónuverndar var spurt hvað hafi valdið því að aðeins sumir Facebook-notendur sem heyrðu undir framangreindan hóp sáu hnappinn en aðrir ekki. Voru ýmsar ástæður sagðar geta legið þar að baki, til dæmis að þeir sem ekki hafi séð hnappinn hafi notað eldri gerðir af tölvum eða símtækjum eða óuppfærðar útgáfur af smáforriti Facebook. Þá geti það hafa haft áhrif hafi nettenging verið hæg. Facebook geti haft áhrif á kosningaþátttöku Í áliti Persónuverndar frá árinu 2020 segir að með því að gera kosningahnappinn aðgengilegan íslenskum notendum geti Facebook haft áhrif á kosningaþátttöku á Íslandi og jafnframt fylgst með þeim notendum sem deildu því að þeir hefðu mætt á kjörstað. „Miðað við hvaða forsendur liggja fyrir er erfitt að ráða hvort og þá hvaða áhrif hnappurinn hafði á úrslit alþingiskosninganna 2017, en miðað við þá staðreynd að rúmlega níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum á Íslandi nota miðilinn er ekki óvarlegt að ætla að hnappurinn kunni að hafa haft áhrif.“ Tækni Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Persónuvernd Facebook Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Kosningameldingar Facebook eru ekki óumdeildar og hafa eftirlitsaðilar í Evrópu óskað eftir upplýsingum um það hvaða notendur fái áminningarnar og hvaða gögn tæknirisinn safni um þá sem smelli á hnappinn. Persónuvernd hefur verið í samskiptum við Facebook í aðdraganda kosninganna og óskað eftir upplýsingum um framkvæmdina. Stofnunin hafði fyrst samband við samfélagsmiðlarisann eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 þegar hún fékk ábendingu um að sumum notendum Facebook hafi birst áminningarhnappur en öðrum ekki. Fékk Persónuvernd þá þau svör að hnappurinn hafi verið stilltur þannig að hann birtist öllum íslenskum Facebook-notendum sem voru komnir með kosningarrétt. Ekki notað í markaðslegum tilgangi Fram kemur á vef Persónuverndar að Facebook hafi staðfest fyrir kosningarnar í ár að eingöngu sé unnið með upplýsingar á borð við tímastimplun og aðrar tæknilegar upplýsingar svo að áminningin birtist á viðeigandi hátt auk lýðfræðilegra upplýsinga. Þá sagði fyrirtækið að engar upplýsingar verði notaðar í markaðssetningartilgangi í tengslum við virkni áminningarinnar. Að lokum var ítrekað að áminningin birtist eingöngu þeim sem staðsettir eru á Íslandi og hafi aldur til að kjósa. Erfitt er að leggja mat á það hversu margir Íslendingar hafi séð meldingu Facebook og hvort hún hafi haft áhrif á kosningahegðun. Getty/Chesnot Upplýsingar um aldur séu fengnar frá notendum við skráningu á Facebook og upplýsingar um staðsetningu séu upplýsingar sem notendur skrái á notendasíður sínar eða upplýsingar sem fengnar séu í gegnum IP-tölur þeirra. Í eldri fyrirspurn Persónuverndar var spurt hvað hafi valdið því að aðeins sumir Facebook-notendur sem heyrðu undir framangreindan hóp sáu hnappinn en aðrir ekki. Voru ýmsar ástæður sagðar geta legið þar að baki, til dæmis að þeir sem ekki hafi séð hnappinn hafi notað eldri gerðir af tölvum eða símtækjum eða óuppfærðar útgáfur af smáforriti Facebook. Þá geti það hafa haft áhrif hafi nettenging verið hæg. Facebook geti haft áhrif á kosningaþátttöku Í áliti Persónuverndar frá árinu 2020 segir að með því að gera kosningahnappinn aðgengilegan íslenskum notendum geti Facebook haft áhrif á kosningaþátttöku á Íslandi og jafnframt fylgst með þeim notendum sem deildu því að þeir hefðu mætt á kjörstað. „Miðað við hvaða forsendur liggja fyrir er erfitt að ráða hvort og þá hvaða áhrif hnappurinn hafði á úrslit alþingiskosninganna 2017, en miðað við þá staðreynd að rúmlega níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum á Íslandi nota miðilinn er ekki óvarlegt að ætla að hnappurinn kunni að hafa haft áhrif.“
Tækni Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Persónuvernd Facebook Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira