Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Eins marks sigur Vals á KA

Valur vann KA á heimavelli með eins marks mun, 28-27 í DHL deild karla í handbolta í kvöld og lyftu sér upp í 4. sæti deildarinnar með sigrinum. Sigurður Eggertsson tryggði Val sigurinn með marki úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn. Markahæstur heimamanna var Baldvin Þorsteinsson með13 mörk. Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í handbolta í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Handboltaveisla um páskana

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, stefnir að því að bjóða landsmönnum upp á handboltaveislu um páskana. Þá mun A-landsliðið mæta Pólverjum í þrem vináttulandsleikjum - 25., 26., og 27. mars - og sömu daga mun íslenska U-21 árs landsliðið spila leiki sína í forkeppni HM en þeir eru í riðli með Úkraínu, Hollandi og Austurríki.

Sport
Fréttamynd

Einar hetja Grosswallstadt

Einar Hólmgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, var hetja Grosswallstadt sem sigraði Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöld með eins marks mun, 28-27. Einar skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins.

Sport
Fréttamynd

Ólafur með þrjú í sigurleik

Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad Real sem burstaði Arrate 32-22 í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Ciudad Real er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Portland San Antonio og Barcelona sem eru efst.

Sport
Fréttamynd

ÍR bikarmeistari

ÍR-ingar urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik karla er þeir sigruðu HK í úrslitaleik í Laugardalshöll með 38 mörkum gegn 32. ÍR hafði yfirhöndina allan leikin og leiddu til að mynda með þremur mörkum, 18-15, í hálfleik. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill ÍR í karla handboltanum.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan bikarmeistari

Stjarnan út Garðabæ varð í dag SS-bikarmeistari kvenna í handknattleik er liðið sigraði Gróttu/KR örugglega, 31-17, í úrslitaleik í Laugardagshöll í dag. Anna Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar, fór fyrir sínum mönnum og skoraði átta mörk.

Sport
Fréttamynd

Læti og hörkuslagsmál

ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi.

Sport
Fréttamynd

Sátt við að vera "litla liðið"

Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag.

Sport
Fréttamynd

Skjern sigraði Århus

Skjern, liðið sem Aron Kristjánsson þjálfar, sigraði efsta lið dönsku deildarinnar Århus í gær með 28 mörkum gegn 23. Jón Jóhannesson skoraði 5 mörk fyrir Skjern og Ragnar Óskarsson 4. Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Århus. Þrátt fyrir ósigurinn er Åhrus enn þá með forystu í deildinni. Liðið er með 26 stig en Kolding með 25 og Skjern er í þriðja sæti með 23.

Sport
Fréttamynd

Þór vann ÍBV í Eyjum

Einn leikur var í DHL-deild karla í handbolta í gærkvöldi. Þór vann ÍBV með 30 mörkum gegn 29 í Vestmannaeyjum. Marek Skabeikis, markvörður Þórs, varði 28 skot en Jóhann Ingi Guðmundsson 24 fyrir ÍBV. Bjarni Gunnar Bjarnason skoraði 7 mörk fyrir Þór og Samúel Ívar Árnason 6 mörk fyrir ÍBV. Þór er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en ÍBV í sjöunda með 7 stig.

Sport
Fréttamynd

Logi skoraði 9 fyrir Lemgo

Logi Geirsson skoraði 9 mörk fyrir lið sitt Lemgo í  31-27 sigri á Nordhorn í þýska handboltanum í gær.

Sport
Fréttamynd

Fáránlegt að sýna krossinn

Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið.

Sport
Fréttamynd

Einar Örn með 7 gegn Magdeburg

Einar Örn Jónsson skoraði 7 mörk þegar lið hans, Wallau Massenheim, tapaði naumlega fyrir Magdeburg í þýska handboltanum í gær, 33-34. Efsta liðið Flensburg sigraði Gummersbach, 28-24.

Sport
Fréttamynd

Viggó sáttur við dráttinn

Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er ánægður með væntanlega andstæðinga Íslendinga í umspili fyrir Evrópumótið í handbolta sem fram fer í Sviss í upphafi næsta árs. Eins og greint var frá á Vísi í morgun munu Íslendingar mæta Hvít-Rússum. Hægt er að hlusta á viðtal við Viggó í eittfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. </font />

Sport
Fréttamynd

Stórsigur Hauka

Einn leikur fór fram í DHL-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Víkingar stein lágu á heimavelli gegn Haukum, 40-21. Eftir leikinn eru Haukar í öðru sæti deildarinnar með 11 stig, stigi á eftir HK, en Víkingar eru í sjöunda og næst síðasta sæti með sex stig.

Sport
Fréttamynd

Víkingur tekur á móti Haukum

Einn leikur er á dagskrá í 1. deild kvenna í handknattleik í kvöld. Víkingur tekur á móti Haukum og hefst leikur liðanna klukkan 19.15.

Sport
Fréttamynd

Fundur aganefndar HSÍ

Aganefnd HSÍ dæmdi Harald Þorvarðarson, leikmann Selfoss, í þriggja leikja bann á fundi sínum í gær.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi

Í morgun var dregið í umspil fyrir Evrópumótið í handbolta sem fram fer í Sviss í upphafi næsta árs. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari óskaði þess eins að mæta ekki annað hvort Pólverjum eða Ungverjum og honum varð að ósk sinni því Ísland mætir Hvít-Rússum

Sport
Fréttamynd

Stjörnuhrap í Ásgarði

Stjarnan er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik eftir slæmt tap gegn pólska liðinu Vitarel Jelfa í gær. Stjarnan sá aldrei til sólar í leiknum. </font /></b />

Sport
Fréttamynd

Peterson með tíu í tapleik

Nordhorn sigraði Dusseldorf með 36 mörkum gegn 27 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Alexander Peterson skoraði 10 mörk fyrir Dusseldorf en Markús Máni Michaelsson komst ekki á blað.

Sport
Fréttamynd

TuS Weibern bjargað frá gjaldþroti

Fjárhagsvandræði Íslendingaliðsins TuS Weibern - sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og landsliðskonurnar Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Sólveig Kjærnested og Dagný Skúladóttir leika með - leystust í gær þegar félagið gekk frá nýjum styrktarsamningum.

Sport
Fréttamynd

Jóna Margrét með sjö mörk

Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði sjö mörk þegar Wibern sigraði Mainzlar, 39-34, í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Dagný Skúladóttir og Sólveig Lára Kærnested skoruðu tvö mörk hvor. Elfa Björk Hreggviðsdóttir skoraði eitt mark fyrir Mainzlar.

Sport
Fréttamynd

Garica með þrjú gegn Lemgo

Jaliesky Garcia skoraði þrjú mörk þegar Göppingen sigraði Lemgo 32-31 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Logi Geirsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo. Patrekur Jóhannesson skoraði þrjú mörk þegar Minden gerði jafntefli við Gummersbach, 30-30.

Sport
Fréttamynd

Haukar á toppinn

Haukar er komnir á topp DHL-deildar karla í handbolta eftir 32:26 sigur á Víkingi nú síðdegis. Haukar eru efstir með 11 stig, einu stigi ofar en HK sem á leik til góða. Næsti leikur í deildinni fer fram á miðvikudag en þá verður leikinn tvífrestaður leikur ÍBV og Þórs.

Sport
Fréttamynd

Var ekki að meika það

Handboltaþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson er á heimleið eftir viðburðarríkt ár í Þýskalandi. Félag hans, TuS Weibern, er að fara á hausinn og starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun í marga mánuði. Aðalsteinn mun þjálfa kvennalið FH næsta vetur.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan í eldlínunni

Stjarnan í Garðabæ keppir í dag við pólska liðið Vitarel Jelva í 16 liða úrslitum áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Stjörnustúlkur freista þess að komast í 8 liða úrslit keppninnar og ákváðu því að kaupa heimaleik pólska liðsins og því verða báðir leikirnir háðir hér á landi.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í Ásgarði

Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta.

Sport
Fréttamynd

Fram sigraði FH

Þrír leikir fóru fram í 1.deild karla í handknattleik í kvöld. Toppleikur kvöldsins var á efa leikur FH og Fram í hafnafirði, en þar höfðu gestirnir betur með 24 mörkum gegn 23. Selfoss og Stjarnan gerðu 29-29 jafntefli og Grótta/KR vann Aftureldingu 27-25.

Sport