Sport

Fundur aganefndar HSÍ

Aganefnd HSÍ dæmdi Harald Þorvarðarson, leikmann Selfoss, í þriggja leikja bann á fundi sínum í gær. Haraldur og Vilhelm Sigurðsson, leikmaður Stjörnunnar, fengu báðir krossinn svokallaða í leik Selfoss og Stjörnunnar á föstudag en það er bein brottvikning úr leik og krossinum er beitt þegar brot eru mjög gróf að mati dómara. Vilhelm fékk eins leiks bann. Fyrir leik Selfoss og Stjörnunnar hafði krossinum ekki verið beitt í tæp fimm ár. Bann Haraldar skýrist af því að hann var kominn með fimm refsistig fyrir leikinn en leikmenn fá átta refsistig fyrir krossinn. Þegar leikmenn ná tíu refsistigum fara þeir í þriggja leikja bann. Vilhelm var með engin refsistig fyrir og sleppur því með eins leiks bann. Þetta var mikill átakaleikur því Jón Þór Þorvarðarson, leikmaður Selfoss og yngri bróðir Haraldar, fékk að auki rauða spjaldið í leiknum en fyrir slíkt fá leikmenn aðeins þrjú refsistig og sleppa því við bann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×