Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Stjarnan í Evrópukeppni

Um helgina mun Stjarnan keppa 2 leiki við pólska liðið MKS Vitaral Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Leikið er í Ásgarði og er frítt inn á báða leikina.

Sport
Fréttamynd

Aganefndin haldi trúverðugleika

Það kom óneitanlega á óvart þegar Karl V. Jóhannsson, formaður aganefndar HSÍ, viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann og kollegar hans í aganefndinni hefðu gert mistök þegar þeir dæmdu Roland Eradze, markvörð ÍBV, í átján daga bann fyrir að ganga berserksgang og ógna Gísla Hlyni Jóhannssyni, dómara leiks ÍR og ÍBV á laugardaginn. Karl var óvenju opinskár í viðtalinu og viðurkenndi að dómurinn hefði verið of vægur.

Sport
Fréttamynd

Henry Birgir svarar Roland Eradze

Roland Eradze sendi frá sér yfirlýsingu á alla helstu fréttamiðla landsins í dag þar sem hann sakar blaðamann Fréttablaðsins um að hafa rangt eftir sér í viðtali við hann í blaðinu á miðvikudag. Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður Fréttablaðsins, svarar ásökunum Rolands og bíður hann velkominn í kaffi til að hlusta á það sem hann sagði.

Sport
Fréttamynd

Kíl, Nordhorn og Goppingen áfram

Kíl, Nordhorn og Goppingen komust í gær í undanúrslit í þýsku bikarkeppninni í handknattleik. Kíl sigraði Lemgo, 33-30. Logi Geirsson skoraði 3 mörk fyrir Lemgo.

Sport
Fréttamynd

Aganefnd HSÍ er algjörlega vanhæf

Með dómi sínum í máli Rolands Vals Eradze sannaði aganefnd HSÍ að hún er algjörlega vanhæf og engan veginn fær um að sinna starfi sínu. Karl V. Jóhannsson, formaður nefndarinnar, játar það í raun sjálfur í viðtali við Fréttablaðið í gær. "Eftir á að hyggja fórum við of mjúkum höndum um Roland. Við komumst hins vegar að þessari niðurstöðu og henni verður ekki breytt," sagði Karl meðal annars í viðtalinu.

Sport
Fréttamynd

Haukar og Stjarnan skildu jöfn

Í 1. deild kvenna í handknattleik gerðu Haukar og Stjarnan jafntefli, 27-27, í gær. Ramune Pekarskyte var markahæst í liði Hauka með 8 mörk og Kristín Guðmundsdóttir skoraði 6 fyrir Stjörnuna. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 30 stig en Stjarnan er í þriðja sæti með 19 stig.

Sport
Fréttamynd

ÍBV sigraði Víking

Einn leikur var í 1. deild kvenna í handknattleik í kvöld er ÍBV sigraði Víking 29-23. Eftir sigurinn eru Eyjastúlkur aðeins tveimur stigum á eftir efsta liðinu, Haukum en Vikingar eru næst neðstir með átta stig.

Sport
Fréttamynd

FH sigraði Fram með sjö mörkum

FH sigraði Fram í 1. deild kvenna í handknattleik í Safamýrinni í gær, 32-25. Eva Harðardóttir skoraði átta mörk fyrir Fram og Dröfn Sæmundsdóttir skoraði níu fyrir FH. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 29 stig, ÍBV í öðru með 26 og Stjarnan og Valur koma næst með 18 stig.

Sport
Fréttamynd

Selfoss vann óvæntan sigur

Selfoss vann óvæntan sigur á Fram í 1. deild karla í handknattleik í gær, 27-25. Grótta/KR lagði Stjörnuna, 28-24. FH er í efsta sæti með átta stig, Afturelding, Grótta/KR og Fram koma næst með fjögur stig og Selfoss og Stjarnan reka lestina með tvö stig.

Sport
Fréttamynd

Enn frestað í Eyjum

Tveimur handboltaleikjum sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Leikur ÍBV og Víkings í DHL deild kvenna hefur verið settur á á morgun en ekki hefur enn verið settur á nýr leiktími fyrir leik ÍBV og Þórs í DHL deild karla sem fram átti að fara í Eyjum í kvöld. Annars fara tveir leikir fram í kvöld í DHL deild karla.

Sport
Fréttamynd

Fórum of mjúkum höndum um Roland

Átján daga bannið sem Roland Eradze, markvörður ÍBV, var dæmdur í af aganefnd HSÍ á þriðjudag hefur vakið furðu marga. Roland hefði samkvæmt lengd bannsins átt að missa af þremur leikjum en þar sem leik ÍBV og Þórs, sem fara átti fram í Vestmannaeyjum í gærkvöld, var frestað vegna ófærðar mun hann væntanlega missa af fjórum leikjum.

Sport
Fréttamynd

HK á toppinn

HK tyllti sér á topp DHL deildar karla í handbolta í kvöld eftir öruggan sigur á ÍR í Austurbergi, 31-38. Valdimar Þórsson var markahæstur HK með 9 mörk en atkvæðamestur heimamanna var Hannes Jón Jónsson með 8 mörk. HK er efst í deildinni með 10 stig, einu stigi á undan Val sem tapaði stórt fyrir Haukum í Valsheimilinu, 23-33.

Sport
Fréttamynd

Vignir yfirgefur Hauka

Landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson línumaður hjá Íslandsmeisturum Hauka í handboltanum skrifaði í dag undir 3 ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern sem Aron Kristjánsson þjálfar. Aron sem er fyrrverandi leikmaður Hauka bauð Vigni til sín um helgina og fer hann til Danmerkur í sumar.

Sport
Fréttamynd

Vignir á leið til Danmerkur

Vignir var með tilboð frá Skjern og frönsku félögunum Créteil og US Ivry. Eftir frekar stutta umhugsun ákvað hann að taka tilboði danska félagsins en þjálfari liðsins er fyrrum félagi Vignis hjá Haukum, Aron Kristjánsson.

Sport
Fréttamynd

Eradze segist heppinn

Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. </font /></b />

Sport
Fréttamynd

Selfoss sigraði Fram

Tveir leikir fóru fram í 1.deild karla í handknattleik í kvöld. Selfyssingar gerðu góða ferð í höfuðborgina og sigruðu Framara með 27 mörkum gegn 25. Þá sigraði Grótta/KR Stjörnuna 28-24.

Sport
Fréttamynd

Roland í 18 daga bann

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Roland Valur Eradze, leikmaður ÍBV í handbolta karla var í dag úrskurðaður í 18 daga leikbann vegna óíþróttamannslegrar framkomu í bikarleik ÍR og ÍBV sl. laugardag. Aganefnd handknattleikssambandsins kom saman í dag og úrskurðaði nokkra leikmenn í bönn en enginn fær að finna eins fyrir því og Roland Valur.

Sport
Fréttamynd

Naumur sigur Gróttu/KR

Grótta/KR sigraði Val 20-19 í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld en þá hófst 17. umferð með tveimur leikjum. Grótta/KR sem hefur tryggt sér sæti í úrslitum bikarkeppni HSÍ á dögunum er með 10 stig í 6. sæti, sex stigum á eftir næsta liði, FH sem lögðu Fram í Safamýri, 32-25.

Sport
Fréttamynd

Leik frestað í handboltanum

Leik ÍBV og Víkings í DHL deild kvenna í handbolta sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað til morguns og fer því fram í Vestmannaeyjum á morgun kl.18:00. Jafnframt þessu hefur leik ÍBV og Þórs í DHL deild karla sem fer fram á morgun verið seinkað til kl.20:00. Tveir leikir fara fram í kvöld í 1. deild karla í handbolta og þrír hjá stúlkunum.

Sport
Fréttamynd

Vilja tvær deildir

Flest félög í DHL-deild karla vilja breyta mótafyrirkomulagi deildarinnar og skipta félögunum niður í tvær deildir.

Sport
Fréttamynd

Sinnuleysi félaganna algjört

Segja má að íslenskir handboltadómarar séu tegund í útrýmingarhættu. Lítil sem engin endurnýjun hefur átt sér stað undanfarið og er víða pottur brotinn hjá félögunum þegar kemur að því að huga að dómaramálum.

Sport
Fréttamynd

Flensburg burstaði Wilhelmshaven

Flensburg er á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en liðið burstaði Wilhelmshaven á útivelli, 30-18. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir heimamenn. Dusseldorf steinlá heima fyrir Goppingen, 31-23. Alexander Peterson skoraði sjö mörk fyrir Dusseldorf og Markús Máni Michaelsson skoraði þrjú.

Sport
Fréttamynd

Vignir í viðræðum við Skjern

Vignir Svavarsson, línumaðurinn sterki hjá Haukum og íslenska landsliðinu, er staddur í Danmörku þessa dagana þar sem hann ræðir við danska liðið Skjern. Gamli Haukamaðurinn Aron Kristjánsson er aðstoðarþjálfari liðsins en einnig leika miðjumaðurinn Ragnar Óskarsson og Jón Jóhannsson með liðinu.

Sport
Fréttamynd

Óli með góðan leik

Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk þegar Ciudad Real vann Teucro, 33-22, á útivelli í spænska handboltanum í gær. Ciudad er á toppnum í deildinni með 27 stig. Dagur Sigurðsson skoraði fjögur mörk þegar Bregenz tapaði fyrir Linz, 29-26, í austurríska handboltanum.

Sport
Fréttamynd

Torben Winther rekinn

<font face="Helv"> Torben Winther hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik en hann hefur stýrt liðinu undanfarin fimm ár og komið því í hóp bestu liða heims á þeim tíma. </font>

Sport
Fréttamynd

Petersson með sjö mörk

Alexander Petersson skoraði sjö mörk og var markahæsti leikmaður Düsseldorf sem tapaði fyrir Göppingen, 31-23, á á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handbolta á laugardaginn. Markús Máni Michaelsson skoraði þrjú mörk fyrir Düsseldorf en Jaliesky Garcia skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen.

Sport
Fréttamynd

Einar með tvö í sigurleik

Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk þegar Wallau Massenheim sigraði Hamborg 33-31 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Wallau er í níunda sæti deildarinnar með 19 stig en Hamborg í 5. sæti með 27 stig.

Sport
Fréttamynd

ÍR í úrslit SS bikarsins

ÍR-ingar komust í dag í úrslit SS bikarsins í handknattleik karla er þeir sigruðu ÍBV 34-27 í fyrri undanúrslitaleik keppninnar í Austurbergi. Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram á Seltjarnarnesi klukkan 16:15 í dag er Grótta/KR tekur á móti HK.

Sport
Fréttamynd

ÍR og HK mætast í úrslitaleiknum

ÍR-ingar og HK-menn tryggðu sér í dag sæti í úrslitum SS-bikars karla í handknattleik en leikurinn fer fram í Laugardalshöll 26. febrúar næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Úrslit í DHL deild kvenna

Þremur leikjum er lokið og einn fer fram síðar í dag í DHL deild kvenna í handknattleik. Í Ásgarði sigraði ÍBV Stjörnuna 18-23, í Kaplakrika gerðu FH og Haukar jafntefli, 25-25, og  í Víkinni töpuðu heimamenn í Víkingi fyrir Grótta/KR 22-28.

Sport