Sport

Vignir á leið til Danmerkur

Vignir var með tilboð frá Skjern og frönsku félögunum Créteil og US Ivry. Eftir frekar stutta umhugsun ákvað hann að taka tilboði danska félagsins en þjálfari liðsins er fyrrum félagi Vignis hjá Haukum, Aron Kristjánsson. "Það voru ýmsar ástæður fyrir því að ég valdi Skjern. Fyrir það fyrsta þekki ég Aron mjög vel og af góðu einu. Mér líst ákaflega vel á það sem hann er að gera. Hann er mikill fagmaður. Svo er vel staðið að öllu hjá danska félaginu og mikill metnaður. Það var kannski meiri óvissa að fara til Frakklands. Ég veit nákvæmlega að hverju ég geng hjá Skjern og því ákvað ég að semja við liðið," sagði Vignir við Fréttablaðið í gær en hann var hjá Skjern um síðustu helgi. Hann notaði tækifærið og fann sér íbúð í ferðinni þannig að eitt stórt vandamál er þegar úr sögunni hjá Vigni. Annað vandamál verður að komast í liðið en hann mun berjast um línustöðuna hjá Skjern við annan Íslending, Jón Jóhannsson. "Samkeppni er bara af hinu góða og það verður gaman að glíma við strákinn. Ég er mjög spenntur fyrir þessu dæmi enda hef ég eins og allir metnaðarfullir íþróttamenn stefnt að því að komast í atvinnumennsku. Ég verð vonandi betri leikmaður í kjölfarið," sagði Vignir Svavarsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×