Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Þórir Ólafsson á heimleið

Þórir Ólafsson gæti leikið sinn síðasta leik fyrir pólsku meistarana í Kielce í dag. Kielce sækir Wisla Plock heim í úrslitum pólska handboltans í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ævintýradagur Eyjamanna | Myndband

Eins og frægt er varð ÍBV Íslandsmeistari í handbolta karla á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir eins marks sigur, 28-29, á Haukum í oddaleik í úrslitaeinvígi.

Handbolti
Fréttamynd

Geir og Guðmundur áfram á Hlíðarenda

Skytturnar og frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason munu leika áfram með Val í Olís deild karla í handbolta. Greint er frá þessu á fésbókarsíðu handknattleiksdeildar Vals.

Handbolti
Fréttamynd

Íslensku stelpurnar töpuðu gegn Rúmeníu

Slakur kafli í fyrri hálfleik reyndist íslenska liðinu dýrkeyptur í 25-21 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni U-20 Heimsmeistaramótsins. Íslenska liðið lenti níu mörkum undir í fyrri hálfleik en náði að laga stöðuna í seinni hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Íslensku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum

Íslenska 20 ára landslið kvenna í handbolta tapaði með tveggja marka mun fyrir Úkraínu, 27-29, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM en riðill íslenska liðsins fer fram í Víkinni yfir páskahelgina.

Handbolti
Fréttamynd

Fárið truflaði okkur ekki

Þórir Ólafsson segir að leikmenn pólska liðsins Kielce hafi ekki fundið fyrir þeirri rimmu sem Talant Dujshebaev, þjálfari liðsins, átti við Guðmund Guðmundsson.

Handbolti
Fréttamynd

Löngu búið að ákveða þessa leiki

Patrekur Jóhannesson segir að vináttulandsleikir Íslands og Austurríkis hafi verið ákveðnir löngu áður en Björn Bragi Arnarsson lét óheppileg ummæli falla í EM-stofu Rúv.

Handbolti
Fréttamynd

Aron með sex og Kiel aftur eitt á toppnum

Kiel er aftur eitt í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir þriggja marka sigur 28-25 á Balingen í dag. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar og Guðjón Valur Sigurðsson 2.

Handbolti