Hver nær yfirhöndinni | Svara Haukar á pöllunum? Guðmunndur Marinó Ingvarsson skrifar 10. maí 2014 14:00 Áhorfendur, Sigurbergur og Einar Pétur halda í sér andanum í þann mund sem Guðni skorar. VÍSIR/VILHELM Haukar og ÍBV mætast í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í dag klukkan 16. Einstök stemning hefur verið á leikjunum sem hafa verið æsi spennandi. Haukar unnu eins marks sigur í fyrsta leiknum á heimavelli fyrir framan rúmlega 1.700 áhorfendur. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hefði sigurinn auðveldlega getað fallið ÍBV megin. Önnur eins spenna var í troðfullu íþróttahúsinu í Vestamannaeyju sem tekur 900 manns á fimmtudagskvöldið. Jafnræði var með liðunum en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem segja má að áhorfendur hafi verið áttundi leikmaður ÍBV liðsins. Einstök stemning hefur myndast hjá stuðningsmönnum ÍBV í þessari úrslitakeppni, bæði í rimmunni gegn Val í undanúrslitum og í leikjunum tveimur gegn Haukum. Stór hluti stuðningsmanna standa, hoppa og syngja allan tímann og fjöldi þeirra rífur sig úr treyjunum og eru berir að ofan í stúkunni að hætti hörðustu stuðningsmanna liða í ensku knattspyrnunni. Skal engan undra að Elías Már Halldórsson hafi skorað á stuðningsmenn Hauka að gera slíkt hið sama í viðtali eftir fyrsta leikinn í úrslitunum. Leikmenn og þjálfarar hafa keppst við að líkja stemningunni í Vestmannaeyjum við stemningu sem myndast á leikjum í Makedóníu og verður spennandi að sjá hvort Eyjamenn nái koma stemningunni eins vel til skila í Schenker höllinni á Ásvöllum í dag og hvort heimamenn svari kallinu, fylli húsið og lifi sig enn frekar inn í leikinn. Staðan í einvíginu er 1-1 á vellinum en stuðningsmenn ÍBV hafa yfirhöndina á pöllunum. Frammistaðan á pöllunum getur ráðið úrslitum í jöfnum leikjum en engin ástæða er til annars en að reikna með áframhaldandi spennu í einvíginu. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 og verður í beini lýsingu boltavaktarinnar hér á Vísi. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Haukar og ÍBV mætast í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í dag klukkan 16. Einstök stemning hefur verið á leikjunum sem hafa verið æsi spennandi. Haukar unnu eins marks sigur í fyrsta leiknum á heimavelli fyrir framan rúmlega 1.700 áhorfendur. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hefði sigurinn auðveldlega getað fallið ÍBV megin. Önnur eins spenna var í troðfullu íþróttahúsinu í Vestamannaeyju sem tekur 900 manns á fimmtudagskvöldið. Jafnræði var með liðunum en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem segja má að áhorfendur hafi verið áttundi leikmaður ÍBV liðsins. Einstök stemning hefur myndast hjá stuðningsmönnum ÍBV í þessari úrslitakeppni, bæði í rimmunni gegn Val í undanúrslitum og í leikjunum tveimur gegn Haukum. Stór hluti stuðningsmanna standa, hoppa og syngja allan tímann og fjöldi þeirra rífur sig úr treyjunum og eru berir að ofan í stúkunni að hætti hörðustu stuðningsmanna liða í ensku knattspyrnunni. Skal engan undra að Elías Már Halldórsson hafi skorað á stuðningsmenn Hauka að gera slíkt hið sama í viðtali eftir fyrsta leikinn í úrslitunum. Leikmenn og þjálfarar hafa keppst við að líkja stemningunni í Vestmannaeyjum við stemningu sem myndast á leikjum í Makedóníu og verður spennandi að sjá hvort Eyjamenn nái koma stemningunni eins vel til skila í Schenker höllinni á Ásvöllum í dag og hvort heimamenn svari kallinu, fylli húsið og lifi sig enn frekar inn í leikinn. Staðan í einvíginu er 1-1 á vellinum en stuðningsmenn ÍBV hafa yfirhöndina á pöllunum. Frammistaðan á pöllunum getur ráðið úrslitum í jöfnum leikjum en engin ástæða er til annars en að reikna með áframhaldandi spennu í einvíginu. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 og verður í beini lýsingu boltavaktarinnar hér á Vísi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira