Íslenski handboltinn 3 marka sigur á Norðmönnum Íslenska handboltalandsliðið sigraði Norðmenn, 26-23 í morgun á 4 liða æfingamótinu í Póllandi og tryggðu sér þar með sigur á mótinu. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður mótsins með 25 mörk en hann og Ólafur Stefánsson voru valdir í úrvalslið mótsins. Sport 29.10.2005 13:47 Jafntefli gegn Dönum Íslenska landsliðið í handknattleik gerði jafntefli við Dani 32-32 á æfingamótinu í Póllandi nú áðan. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en íslenska liðið hafði yfir 17-16 í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Ísland, en Alexander Petersons kom næstur með 6 mörk. Ólafur Stefánsson, Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson skoruðu allir 4 mörk. Sport 28.10.2005 16:43 Ísland yfir gegn Dönum í hálfleik Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 17-16 gegn Dönum á æfingamóti sem haldið er í Póllandi þessa dagana. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur í íslenska liðinu með 4 mörk í hálfleiknum. Sport 28.10.2005 15:58 Naumur sigur á Pólverjum Íslenska landsliðið lagði Pólverja 38-37 í vináttuleik ytra nú áðan, en leikurinn er liður í fjögurra liða æfingamóti sem fram fer þar í landi. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir Ísland og Ólafur Stefánsson var markahæstur íslenska liðsins með 10 mörk, en Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með 7 mörk. Sport 27.10.2005 19:28 Tveir leikir í kvöld Þór bar sigurorð af Víkingi/Fjölni á Akureyri í DHL deild karla í kvöld 31-26. Þá sigruðu Haukastúlkur Gróttu á Ásvöllum í hörkuleik 23-22 og lyftu sér í annað sæti deildarinnar. Sport 23.10.2005 22:05 Valur vann nauman sigur Valsmenn unnu nauman sigur á Aftureldingu í DHL-deild karla í handknattleik í dag 27-26 og hleyptu spennu í leik sem þeir höfðu í hendi sér þangað til á lokamínútunum. Baldvin Þorsteinsson skoraði 8 mörk fyrir Val, en Einar Ingi Hrafnsson skoraði 10 mörk fyrir Mosfellinga. Sport 23.10.2005 17:51 Haukar töpuðu fyrir Gorenje Haukar töpuðu fyrir slóvenska liðinu Gorenje Valenje 33-28 í Meistaradeild Evrópu á Ásvöllum í dag, eftir að hafa verið undir 20-11 í hálfleik. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Haukanna með 8 mörk. Þetta var síðasti heimaleikur Hauka í riðlinum, en næsti leikur þeirra er gegn Arhus. Sport 23.10.2005 17:51 Fjórir leikir í DHL-deild kvenna Fjórir leikir voru á dagskrá í DHL-deild kvenna í handknattleik í dag. Stjörnustúlkur eru í efsta sæti deildarinnar með 9 stig eftir fimm leiki, en þær báru sigurorð af Fram í dag 24-22. Sport 23.10.2005 17:51 Fyrsta tap Fram staðreynd KA sigraði Fram í DHL-deild karla í handknattleik á Akureyri í kvöld, 23-21, en þetta var fyrsta tap Fram í deildinni í vetur. Þá vann ÍR auðveldan sigur á HK í Austurbergi 27-29. Sport 23.10.2005 17:51 Guðjón Valur með sjö mörk Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk og Róbert Gunnarsson fimm þegar lið þeirra Gummersbach lagði Hamburg að velli, 31-27, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Guðjón Valur er því enn markahæstur í deildinni. Sport 23.10.2005 17:51 Dregið í SS bikarnum Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í handknattleik karla, en leikirnir fara fram dagana 8. og 9. nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá liðin sem mætast í 16-liða úrslitum: Sport 23.10.2005 17:50 Sigur hjá Stjörnunni og Haukum Tveir leikir voru á dagskrá í DHL deild kvenna í handknattleik í kvöld. Stjörnustúlkur lögðu HK í Digranesi með 35 mörkum gegn 31 og Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Fram á útivelli, 29-18. Sport 23.10.2005 17:50 Þrír leikir í DHL deildinni Þrír leikir eru á dagskrá DHL-deildar karla og kvenna í kvöld. í Karlaflokki mætast Haukar og ÍBV á Ásvöllum, en í kvennaflokki mætast HK og Stjarnan í Digranesi og Framstúlkur taka á móti Haukum í Framhúsinu. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 23.10.2005 17:50 Auðveldur sigur Hauka á ÍBV Haukar unnu auðveldan sigur á ÍBV í DHL-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld, 41-32, eftir að hafa forystu í hálfleik 21-13. Jón Karl Björnsson var markahæstur í liði Hauka og skoraði 10 mörk. Haukar skutust í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Sport 23.10.2005 17:50 KA vann öruggan sigur á Val KA-menn unnu öruggan sigur á Val í DHL-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-11. Með sigrinum komst KA í annað sæti deildarinnar, en Valur er í þriðja sætinu og á leik til góða. Sport 23.10.2005 17:50 Fyrsta tap Skjern í deildinni Íslendingaliðið Skjern tapaði sínum fyrsta leik í dönsku fyrstu deildinni í handknattleik þegar liðið beið lægri hlut fyrir Holstebro 32-28. Vilhjálmur Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannesson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Skjern en Vignir Svavarsson, sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum, komst ekki á blað. Sport 23.10.2005 15:04 Haukar mæta Meran í dag Haukar mæta í dag ítalska liðinu Meran í Meistaradeildinni í handknattleik, en bæði lið hafa tapað báðum leikjum sínum í keppninni til þessa. Haukar ætla sér þriðja sætið í riðlinum en það gefur sæti í þriðju umferð í Evrópukeppni félagsliða. Leikur liðanna í dag verður sýndur beint á Sýn klukkan fimm. Sport 23.10.2005 15:04 Guðjón og Alexander í ham Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13 mörk og Róbert Gunnarsson 2 þegar Gummaersbach vann Concorida 29-23 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Alexsander Petterson skoraði 11 og Einar Hólmgeirsson 5 þegar Grosswallstadt lagði Hamborg á útivelli 37-29. Þá gerðu Göppingen og Düsseldorf jafntefli, 31-31. Jaliecky Garcia skoraði 4 mörk fyrir Göppingen og Markús Máni Micaelsson 3 fyrir Düsseldorf. Sport 23.10.2005 15:04 Haukasigur í Meistaradeildinni Haukar unnu 3 marka sigur á ítalska liðinu Meran 32-29 Meran í Meistaradeildinni í handbolta nú undir kvöldið en leikið var að Ásvöllum. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11 eftir að hafa verið undir á tímabili í fyrri hálfleik. Sport 23.10.2005 15:05 Haukar yfir í hálfleik gegn Meran Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11 gegn ítalska liðinu Meran í Meistaradeildinni í handbolta eftir að hafa verið undir í fyrri hálfleik. Verið var að flauta til síðari hálfleiks en leikið er að Ásvöllum. Jón Karl Björnsson er markahæstur Haukamanna með 7 mörk og Árni Sigtryggsson kemur næstur með 4 mörk. Sport 23.10.2005 15:05 Naumur sigur Fram á ÍBV Fram vann á sunnudagskvöld sinn fimmta sigur í jafnmörgum leikjum í DHL-deild karla í handbolta þegar liðið vann nauman sigur á ÍBV, 28-27 í Framhúsinu. Staðan í hálfleik var 14-12 fyrir ÍBV en heimamenn bitu frá sér þrátt fyrir mýmörg sóknarmistök og knúðu fram sigur. Fram er með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leiki sína í deildinni. Sport 23.10.2005 15:05 Fyrsti sigur FH í DHL deildinni FH vann sinn fyrsta sigur í DHL-deild karla í handbolta í kvöld þegar KA var lagt að velli í Kaplakrika, 25-27. FH er þó enn neðst en nú með 2 stig, einu stigi á eftir Víkingi/Fjölni og HK sem eru fyrir ofan með 3 stig hvor. Afturelding vann óvæntan sigur á ÍR, 30:26 og þá unnu Selfyssingar 8 marka útisigur á Víking/Fjölni, 22-30. Sport 23.10.2005 15:04 Valur vann Fylki Valsmenn unnu góðan sigur á Fylki í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld, eftir að staðan hafði verið 13-12 fyrir heimamenn í hálfleik. Mohamadi Loutoufi skoraði 10 mörk fyrir Val, en Arnar Þór Sævarsson var atkvæðamestur hjá Fylki með 7 mörk. Sport 23.10.2005 15:04 HK sigraði Þór HK vann góðan sigur á Þór frá Akureyri í Digranesi í kvöld, 32-26. Valdimar Þórsson var markahæstur hjá heimamönnum með 13 mörk, þar af 9 úr vítaköstum, en hjá Þórsurum var Rúnar Sigtryggsson markahæstur með 9 mörk. Sport 23.10.2005 15:04 Mourinho vill ekki Andrade Jose Mourinho hefur vísað því á bug að Chelsea sé á höttunum eftir portúgalska varnarmanninum Jorge Andrade í janúar og hellti sér yfir blaðamenn sem spurðu hann út í málið. Sport 23.10.2005 15:04 Þrír nýliðar í hópnum hjá Viggó Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í æfingamótinu í Póllandi síðar í þessum mánuði. Liðið fer fyrst í æfingabúðir til Magdeburg og leikur þvínæst við Pólverja, Dani og Norðmenn. Sport 23.10.2005 15:04 Valur lagði FH Valsmenn unnu dramatískan sigur á FHingum í Kaplakrika í DHL-deild karla í handbolta í kvöld, en það var Baldvin Þorsteinsson sem skoraði sigurmark Vals úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn, lokastaðan 29-28.> Sport 23.10.2005 18:59 Unnu Slóvakíu með þremur mörkum Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði Slóvakíu með 35 mörkum gegn 32 á æfingamóti sem hófst í Hollandi í gær. Slóvakar höfðu sex marka forystu í hálfleik , 19 - 13.> Sport 23.10.2005 18:59 Valur mætir Skövde Í dag var dregið í Evrópukeppnunum í handbolta. Valur mætir sænska liðinu Skövde í Evrópukeppni félagsliða, KA fær Mamuli Tblisi frá Georgíu og kvennalið Hauka mætir króatíska liðinu Podravka Koprivnica. Sport 23.10.2005 15:03 Haukar töpuðu stórt Karlalið Hauka tapaði 38-25 fyrir slóvenska liðinu Gorenje Velenja í Meistaradeildinni í handknattleik í dag. Staðan í hálfleik var 18-13 fyrir Gorenje. Sport 23.10.2005 15:03 « ‹ 94 95 96 97 98 99 100 101 102 … 123 ›
3 marka sigur á Norðmönnum Íslenska handboltalandsliðið sigraði Norðmenn, 26-23 í morgun á 4 liða æfingamótinu í Póllandi og tryggðu sér þar með sigur á mótinu. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður mótsins með 25 mörk en hann og Ólafur Stefánsson voru valdir í úrvalslið mótsins. Sport 29.10.2005 13:47
Jafntefli gegn Dönum Íslenska landsliðið í handknattleik gerði jafntefli við Dani 32-32 á æfingamótinu í Póllandi nú áðan. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en íslenska liðið hafði yfir 17-16 í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Ísland, en Alexander Petersons kom næstur með 6 mörk. Ólafur Stefánsson, Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson skoruðu allir 4 mörk. Sport 28.10.2005 16:43
Ísland yfir gegn Dönum í hálfleik Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 17-16 gegn Dönum á æfingamóti sem haldið er í Póllandi þessa dagana. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur í íslenska liðinu með 4 mörk í hálfleiknum. Sport 28.10.2005 15:58
Naumur sigur á Pólverjum Íslenska landsliðið lagði Pólverja 38-37 í vináttuleik ytra nú áðan, en leikurinn er liður í fjögurra liða æfingamóti sem fram fer þar í landi. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir Ísland og Ólafur Stefánsson var markahæstur íslenska liðsins með 10 mörk, en Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með 7 mörk. Sport 27.10.2005 19:28
Tveir leikir í kvöld Þór bar sigurorð af Víkingi/Fjölni á Akureyri í DHL deild karla í kvöld 31-26. Þá sigruðu Haukastúlkur Gróttu á Ásvöllum í hörkuleik 23-22 og lyftu sér í annað sæti deildarinnar. Sport 23.10.2005 22:05
Valur vann nauman sigur Valsmenn unnu nauman sigur á Aftureldingu í DHL-deild karla í handknattleik í dag 27-26 og hleyptu spennu í leik sem þeir höfðu í hendi sér þangað til á lokamínútunum. Baldvin Þorsteinsson skoraði 8 mörk fyrir Val, en Einar Ingi Hrafnsson skoraði 10 mörk fyrir Mosfellinga. Sport 23.10.2005 17:51
Haukar töpuðu fyrir Gorenje Haukar töpuðu fyrir slóvenska liðinu Gorenje Valenje 33-28 í Meistaradeild Evrópu á Ásvöllum í dag, eftir að hafa verið undir 20-11 í hálfleik. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Haukanna með 8 mörk. Þetta var síðasti heimaleikur Hauka í riðlinum, en næsti leikur þeirra er gegn Arhus. Sport 23.10.2005 17:51
Fjórir leikir í DHL-deild kvenna Fjórir leikir voru á dagskrá í DHL-deild kvenna í handknattleik í dag. Stjörnustúlkur eru í efsta sæti deildarinnar með 9 stig eftir fimm leiki, en þær báru sigurorð af Fram í dag 24-22. Sport 23.10.2005 17:51
Fyrsta tap Fram staðreynd KA sigraði Fram í DHL-deild karla í handknattleik á Akureyri í kvöld, 23-21, en þetta var fyrsta tap Fram í deildinni í vetur. Þá vann ÍR auðveldan sigur á HK í Austurbergi 27-29. Sport 23.10.2005 17:51
Guðjón Valur með sjö mörk Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk og Róbert Gunnarsson fimm þegar lið þeirra Gummersbach lagði Hamburg að velli, 31-27, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Guðjón Valur er því enn markahæstur í deildinni. Sport 23.10.2005 17:51
Dregið í SS bikarnum Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í handknattleik karla, en leikirnir fara fram dagana 8. og 9. nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá liðin sem mætast í 16-liða úrslitum: Sport 23.10.2005 17:50
Sigur hjá Stjörnunni og Haukum Tveir leikir voru á dagskrá í DHL deild kvenna í handknattleik í kvöld. Stjörnustúlkur lögðu HK í Digranesi með 35 mörkum gegn 31 og Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Fram á útivelli, 29-18. Sport 23.10.2005 17:50
Þrír leikir í DHL deildinni Þrír leikir eru á dagskrá DHL-deildar karla og kvenna í kvöld. í Karlaflokki mætast Haukar og ÍBV á Ásvöllum, en í kvennaflokki mætast HK og Stjarnan í Digranesi og Framstúlkur taka á móti Haukum í Framhúsinu. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 23.10.2005 17:50
Auðveldur sigur Hauka á ÍBV Haukar unnu auðveldan sigur á ÍBV í DHL-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld, 41-32, eftir að hafa forystu í hálfleik 21-13. Jón Karl Björnsson var markahæstur í liði Hauka og skoraði 10 mörk. Haukar skutust í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Sport 23.10.2005 17:50
KA vann öruggan sigur á Val KA-menn unnu öruggan sigur á Val í DHL-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-11. Með sigrinum komst KA í annað sæti deildarinnar, en Valur er í þriðja sætinu og á leik til góða. Sport 23.10.2005 17:50
Fyrsta tap Skjern í deildinni Íslendingaliðið Skjern tapaði sínum fyrsta leik í dönsku fyrstu deildinni í handknattleik þegar liðið beið lægri hlut fyrir Holstebro 32-28. Vilhjálmur Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannesson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Skjern en Vignir Svavarsson, sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum, komst ekki á blað. Sport 23.10.2005 15:04
Haukar mæta Meran í dag Haukar mæta í dag ítalska liðinu Meran í Meistaradeildinni í handknattleik, en bæði lið hafa tapað báðum leikjum sínum í keppninni til þessa. Haukar ætla sér þriðja sætið í riðlinum en það gefur sæti í þriðju umferð í Evrópukeppni félagsliða. Leikur liðanna í dag verður sýndur beint á Sýn klukkan fimm. Sport 23.10.2005 15:04
Guðjón og Alexander í ham Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13 mörk og Róbert Gunnarsson 2 þegar Gummaersbach vann Concorida 29-23 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Alexsander Petterson skoraði 11 og Einar Hólmgeirsson 5 þegar Grosswallstadt lagði Hamborg á útivelli 37-29. Þá gerðu Göppingen og Düsseldorf jafntefli, 31-31. Jaliecky Garcia skoraði 4 mörk fyrir Göppingen og Markús Máni Micaelsson 3 fyrir Düsseldorf. Sport 23.10.2005 15:04
Haukasigur í Meistaradeildinni Haukar unnu 3 marka sigur á ítalska liðinu Meran 32-29 Meran í Meistaradeildinni í handbolta nú undir kvöldið en leikið var að Ásvöllum. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11 eftir að hafa verið undir á tímabili í fyrri hálfleik. Sport 23.10.2005 15:05
Haukar yfir í hálfleik gegn Meran Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11 gegn ítalska liðinu Meran í Meistaradeildinni í handbolta eftir að hafa verið undir í fyrri hálfleik. Verið var að flauta til síðari hálfleiks en leikið er að Ásvöllum. Jón Karl Björnsson er markahæstur Haukamanna með 7 mörk og Árni Sigtryggsson kemur næstur með 4 mörk. Sport 23.10.2005 15:05
Naumur sigur Fram á ÍBV Fram vann á sunnudagskvöld sinn fimmta sigur í jafnmörgum leikjum í DHL-deild karla í handbolta þegar liðið vann nauman sigur á ÍBV, 28-27 í Framhúsinu. Staðan í hálfleik var 14-12 fyrir ÍBV en heimamenn bitu frá sér þrátt fyrir mýmörg sóknarmistök og knúðu fram sigur. Fram er með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leiki sína í deildinni. Sport 23.10.2005 15:05
Fyrsti sigur FH í DHL deildinni FH vann sinn fyrsta sigur í DHL-deild karla í handbolta í kvöld þegar KA var lagt að velli í Kaplakrika, 25-27. FH er þó enn neðst en nú með 2 stig, einu stigi á eftir Víkingi/Fjölni og HK sem eru fyrir ofan með 3 stig hvor. Afturelding vann óvæntan sigur á ÍR, 30:26 og þá unnu Selfyssingar 8 marka útisigur á Víking/Fjölni, 22-30. Sport 23.10.2005 15:04
Valur vann Fylki Valsmenn unnu góðan sigur á Fylki í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld, eftir að staðan hafði verið 13-12 fyrir heimamenn í hálfleik. Mohamadi Loutoufi skoraði 10 mörk fyrir Val, en Arnar Þór Sævarsson var atkvæðamestur hjá Fylki með 7 mörk. Sport 23.10.2005 15:04
HK sigraði Þór HK vann góðan sigur á Þór frá Akureyri í Digranesi í kvöld, 32-26. Valdimar Þórsson var markahæstur hjá heimamönnum með 13 mörk, þar af 9 úr vítaköstum, en hjá Þórsurum var Rúnar Sigtryggsson markahæstur með 9 mörk. Sport 23.10.2005 15:04
Mourinho vill ekki Andrade Jose Mourinho hefur vísað því á bug að Chelsea sé á höttunum eftir portúgalska varnarmanninum Jorge Andrade í janúar og hellti sér yfir blaðamenn sem spurðu hann út í málið. Sport 23.10.2005 15:04
Þrír nýliðar í hópnum hjá Viggó Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í æfingamótinu í Póllandi síðar í þessum mánuði. Liðið fer fyrst í æfingabúðir til Magdeburg og leikur þvínæst við Pólverja, Dani og Norðmenn. Sport 23.10.2005 15:04
Valur lagði FH Valsmenn unnu dramatískan sigur á FHingum í Kaplakrika í DHL-deild karla í handbolta í kvöld, en það var Baldvin Þorsteinsson sem skoraði sigurmark Vals úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn, lokastaðan 29-28.> Sport 23.10.2005 18:59
Unnu Slóvakíu með þremur mörkum Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði Slóvakíu með 35 mörkum gegn 32 á æfingamóti sem hófst í Hollandi í gær. Slóvakar höfðu sex marka forystu í hálfleik , 19 - 13.> Sport 23.10.2005 18:59
Valur mætir Skövde Í dag var dregið í Evrópukeppnunum í handbolta. Valur mætir sænska liðinu Skövde í Evrópukeppni félagsliða, KA fær Mamuli Tblisi frá Georgíu og kvennalið Hauka mætir króatíska liðinu Podravka Koprivnica. Sport 23.10.2005 15:03
Haukar töpuðu stórt Karlalið Hauka tapaði 38-25 fyrir slóvenska liðinu Gorenje Velenja í Meistaradeildinni í handknattleik í dag. Staðan í hálfleik var 18-13 fyrir Gorenje. Sport 23.10.2005 15:03