Ástin á götunni

Fréttamynd

Hrakfarir Skagamanna halda áfram - Þór vann á Akranesi

Þór vann 2-1 sigur á ÍA í 1. deild karla í dag. Þetta var þriðja tap Skagamanna í röð og annað tapað liðsins á heimavelli á fjórum dögum. Tap Skagamanna og sigur Aftureldingar á Fjarðabyggð í dag þýða að ÍA-liðið er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðbjörg verður í markinu á móti Dönum á morgun

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolti, tilkynnir ekki byrjunarlið sitt í æfingaleik á móti Dönum fyrr en í kvöld en þjóðirnar mætast á Englandi á morgun. Það er löngu ákveðið að Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í markinu en Þóra Björg Helgadóttir var í markinu á móti Englandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Orðið ljóst hvað bíður KR og Fram ef þau komast áfram

Nú er nýbúið að draga í þriðju umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA en þar eru tvö íslensk lið, KR og Fram, í flottum málum eftir glæsilega leiki í fyrri leik annarrar umferðar í gærkvöldi. Fram færi til Skotlands og KR færi Sviss eða Andorra, omist þau áfram í næstu viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsti sigur kvennalandsliðsins á Englandi í sögunni

Íslenska kvennalandsliðið vann sögulegan sigur á því enska í Colchester í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar unnu sanngjarnan 2-0 sigur á níundu bestu knattspyrnuþjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Þetta var í fyrsta sinn frá upphafi sem Ísland vinnur England en besti árangurinn fyrir leikinn var eitt jafntefli í níu leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Nánast fullkominn leikur hjá KR-ingum

Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kvennalandsliðið vann England í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið vann 2-0 sigur á Englandi í vináttulandsleik Colchester í Englandi í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eurosport-menn töldu FH-liðið vera frá Færeyjum

Stórsigur Aktobe á FH vakti athygli fréttastofu Eurosport sem fjallaði um leikinn á fréttastöð sinni, Eurosport 2, í gærkvöldi og í nótt. Það er ekkert óvenjulegt við að nema að þar var alltaf talað um að Aktobe hafi farið í góða ferð til Færeyja en ekki til Íslands.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sverrir: Við áttum engin svör við þeirra leik

„Stundum verður maður bara að játa sig sigraðan og reyna að draga einhvern lærdóm af þessu. FK Aktobe sundurspilaði okkur hreinlega í síðari hálfleik og við áttum engin svör við þeirra leik,“ segir Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson í leikslok á Kaplakrikavelli eftir 0-4 tap FH gegn FK Aktobe í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Íslenski boltinn