Ástin á götunni

Fréttamynd

Góður dagur hjá Íslendingunum

Fjölmargir leikir fóru fram í norsku og hollensku úrvalsdeildunum í fótbolta í kvöld. Öll Íslendingaliðin unnu góða sigra í sínum leikjum.

Sport
Fréttamynd

Andri jafnaði í blálokin

Andri Ólafsson skoraði í uppbótartíma fyrir ÍBV og tryggði liðinu dýrmætt stig í leiknum gegn FH í Eyjum í dag. FH náði þar með ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Staðan versnar fyrir ÍA

ÍA er ennþá í 9. sæti Landsbankadeildar karla eftir að hafa misst unnin leik gegn Breiðablik niður í jafntefli í síðari hálfleik í dag. Atli Guðnason er búinn að koma FH í 1-0 í Eyjum þegar rúmur hálftími er eftir.

Sport
Fréttamynd

ÍA skoraði á síðustu mínútu

Guðjón Heiðar Sveinsson var að koma Skagamönnum í 2-1 í viðureign liðsins gegn Breiðablik í Kópavogi. Staðan hjá Keflavík og Fylki er 1-1 en það er enn markalaust í leik Víkings og KR. 45 mínútna seinkunn varð á leik ÍBV og FH í Eyjum og er hann því að hefjast núna.

Sport
Fréttamynd

Náðum að rífa okkur upp

"Þetta var frábær endir á stórkostlegu tímabili," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir sigurinn í gær. "Þetta var hörkuleikur, er þetta ekki það sem áhorfendur vilja? Það er alltaf verið að gagnrýna kvennaboltann en ég held að fólk geti dregið þau orð til baka. Tvö frábær lið mættust í leik sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var," sagði Margrét en þess má geta að 819 áhorfendur sáu þennan stórskemmtilega leik í Laugardalnum í gær.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur hömpuðu bikarnum

Margrét Lára Viðarsdóttir var svo sannarlega á skotskónum þegar Valur vann Breiðablik í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Leikurinn var æsispennandi og tryggði Valur sér sigurinn í vítaspyrnukeppni.

Sport
Fréttamynd

Áttum að gera út um leikinn

"Þetta er súrt, það er ekki hægt að neita því," sagði Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks. "Mér fannst við hafa undirtökin í venjulegum leiktíma og áttum að gera út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Þegar líða fór á varð þetta jafn baráttuleikur. Hörkugaman fyrir áhorfendur en hundleiðinlegt fyrir okkur. Það er klárt mál að þetta tímabil er mikil vonbrigði fyrir okkur og ekki það sem við ætluðum okkur. En við verðum bara að bíta í það súra epli," sagði Guðmundur, hundsvekktur eftir leikinn.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári kom ekki við sögu

Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona þegar liðið gjörsigraði Osasuna, 3-0, í viðureign liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var eins og lauflétt æfing fyrir Spánarmeistarana sem gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Hannes lék allan leikinn

Landsliðsmaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem gerði jafntefli við AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sport
Fréttamynd

Valur meistari

Valsstúlkur eru bikarmeistarar eftir magnaðan sigur á Breiðablik eftir vítaspyrnukeppni í maraþon-úrslitaleik VISA-bikarsins. Það var Guðný Óðinsdóttir sem tryggði Val sigur með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins en hetja liðsins var markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir en hún varði tvær spyrnur frá Blikum.

Sport
Fréttamynd

Framlengt í Laugardalnum

Eftir venjulegan leiktíma í úrslitaleik Vals og Breiðabliks í VISA-bikar kvenna er staðan 2-2. Blikar höfðu 2-1 yfir í hálfleik en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin með sínu öðru marki í leiknum. Það þarf því að framlengja á Laugardalsvellinum.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik yfir í hálfleik

Breiðablik hefur 2-1 forystu á Val þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik VISA-bikar kvenna sem fram fer á Laugardalsvellinum. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Valsstúlkum yfir strax á 4. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu en Elín Anna Steinarsdóttir jafnaði á 26. mínútu. Það var síðan Ólína G. Viðarsdóttir sem kom Blikum yfir skömmu síðar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnu.

Sport
Fréttamynd

HK mistókst að tryggja úrvalsdeildarsætið

HK tapaði mjög óvænt fyrir Víkingi Ólafsvík á heimavelli sínum í Kópavogi í dag, 0-1. Ósigurinn þýðir að liðið hefur enn ekki tryggt sér sæti í Landsbankadeild að ári en þeim til happs náði Fjölnir aðeins markalausu jafntefli gegn Leikni á heimavelli og því munar enn þremur stigum á liðunum þegar ein umferð er óleikin. Ósigur HK þýðir jafnframt að Fram hafnar í 1. sæti deildarinnar þrátt fyrir 1-0 tap gegn Þór á Akureyri.

Sport
Fréttamynd

HK getur tryggt úrvalsdeildarsætið

Tólf þýðingarmiklir leikir fara fram í neðri deildum karla í dag. HK getur tryggt sér úrvalsdeildarsæti ásamt því að leikurinn um þriðja sæti 3. deildarinnar er nú í fyrsta sinn spennuhlaðin viðureign.

Sport
Fréttamynd

Boltaveisla á Sýn um helgina

Það verður mikið um að vera í íþróttalífinu hér heima sem og erlendis um helgina. Af innlendum vettvangi má nefna að úrslit fara langt með að ráðast í fyrstu- og Landsbankadeild karla í knattspyrnu og þá fer sjálfur bikarúrslitaleikurinn í kvennaflokki fram á morgun. Þá fer allt á fullt í spænska- og enska boltanum um helgina.

Sport
Fréttamynd

Elísabet framlengir við Val

Knattspyrnudeild Vals gekk í gærkvöld frá nýjum þriggja ára samningi við Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara kvennaliðs félagsins sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. Elísabet mun einnig gegna starfi yfirþjálfara hjá yngri kvennaflokkum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag.

Sport
Fréttamynd

Margrét Lára best

Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Íslandsmeisturum Vals var í dag útnefnd besti leikmaður 8-14 umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var kjörin besti þjálfarinn og stuðningsmenn Vals þóttu bestu stuðningsmennirnir á síðari helmingi tímabilsins. Þá var valið úrvalslið síðustu umferðanna.

Sport
Fréttamynd

Yfirlýsing frá kvennaráði FH

Kvennaráð FH hefur gefið út yfirlýsingu vegna leiðinlegrar uppákomu sem átti sér stað á Valbjarnarvelli í dag þegar ljóst varð að FH gat ekki teflt fram liði í lokaleik sínum gegn Íslandsmeisturum Vals í Landsbankadeildinni.

Sport
Fréttamynd

Fjölnir í Landsbankadeildina

Kvennalið Fjölnis vann sér í dag sæti í efstu deild á næstu leiktíð þegar liðið lagði ÍR 1-0 í úrslitaleik um sæti í Landsbankadeildinni. ÍR á þó enn möguleika á að vinna sér sæti í deildinni þegar það mætir næstneðsta liði Landsbankadeildarinnar, Þór/KA, í leik um sæti í deildinni á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

KR valtaði yfir Fylki

Keppni í Landsbankadeild kvenna lauk í dag, en fyrr í dag varð ljóst að Valur landaði titlinum og FH féll á óeftirminnilegan hátt. KR-stúlkur völtuðu yfir Fylki 11-1 á útivelli í dag þar sem Fjóla Dröfn Friðriksdóttir skoraði fimm mörk, Breiðablik lagði Stjörnuna 2-0 á útivelli og Keflavík sigraði Þór/KA 3-1.

Sport
Fréttamynd

Hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna

Kvennalið Vals er nú formlega orðið Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu, en ekki er hægt að segja að liðið hafi fengið tækifæri til að ljúka keppni með tilþrifum því lið FH mætti aðeins með 6 leikmenn til leiks á Valbjarnarvöll og því var Valsliðinu dæmdur sigur án þess að flautað væri til leiks. Þjálfari Vals kallar atvikið hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Ítölum

Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu tapaði 1-0 fyrir Ítölum í leik liðanna í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn var ekki sérlega skemmtilegur, en sigurmarkið skoraði Riccardo Montolivo eftir 57 mínútna leik. Gunnar Þór Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið undir lokin líkt og einn leikmanna ítalska liðsins eftir að kom til handalögmála á hliðarlínunni.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli

Staðan í leik Íslands og Ítalíu er 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í undankeppni EM. Leikurinn hefur satt best að segja ekki verið mikið fyrir augað til þessa, en vonandi hressist Eyjólfur eitthvað í síðari hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Ein breyting á íslenska liðinu

Lúkas Kostic, þjálfari U-21 árs landsliðsins, hefur gert eina breytingu á liði sínu fyrir leikinn gegn Ítölum í undankeppni EM sem hefst nú klukkan 19. Eyjólfur Héðinsson kemur inn í liðið í stað Guðjóns Baldvinssonar. Íslenska liðið spilar leikaðferðina 4-5-1 í kvöld. Aðgangurr er ókeypis á leik kvöldsins á Laugardalsvelli og því um að gera fyrir alla að drífa sig á völlinn og styðja íslenska liðið gegn sterku liði Ítala.

Sport
Fréttamynd

Lúðarnir hefja leik í kvöld

Fyrsti sjónvarpsþátturinn um Knattspyrnufélagið Nörd verður á dagskrá Sýnar í kvöld klukkan 21, en þar hefur fyrrum landsliðsþjálfaranum Loga Ólafssyni verið fengið það erfiða verkefni að búa til brúklegt knattspyrnulið úr hópi hæfileikalausra lúða sem aldrei hafa komið nálægt íþróttinni.

Sport
Fréttamynd

Hólmar Örn farinn til Silkeborg

Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson gekk í dag í raðir danska knattspyrnuliðsins Silkeborg. Hólmar skrifaði undir samning við félagið á dögunum og upphaflega var reiknað með að hann gengi í raðir liðsins þann 1. janúar, en í dag var gengið frá því að hann héldi strax til Danmerkur og verða Keflvíkingar því án þessa sterka leikmanns í bikarúrslitaleiknum gegn KR í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Skilaði Neistanum 1,1 milljón

Markheppni leikmanna í síðustu umferðum Landsbankadeilda karla og kvenna skilaði Neistanum, Félagi hjartveikra barna, rúmlega milljón krónum. Landsbankinn hafði heitið á liðin sem leika í úrvalsdeild karla og kvenna í knattspyrnu að skora sem flest mörk en fyrir hvert mark sem skorað var í úrvalsdeild kvenna greiðir Lansdbankinn 30.000 krónur. Upphæðin fyrir markið í karladeildinni var 25.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Titillinn er formsatriði hjá Valsstúlkum

Þrettánda og næst síðasta umferðin í Landsbankadeild kvenna fór fram í kvöld. Valsstúlkur tryggðu sér nánast Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Keflavík 4-0 á útivelli og það þýðir að Breiðablik, sem vann Fylki 6-2 í kvöld, þarf að vinna lokaleik sinn með yfir 30 marka mun og treysta á að Valur tapi í lokaumferðinni til að eiga möguleika á að verja titil sinn frá því í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Sex leikmenn í bann

Aganefnd KSÍ hefur úrskurðað sex leikmenn í eins leiks bann í Landsbankadeild karla vegna fjölda áminninga og missa þeir því af leikjum sinna liða í 16. umferðinni. Þetta eru Keflvíkingarnir Baldur Sigurðsson og Símun Samuelsen, Hörður Bjarnason og Valur Adolf Úlfarsson úr Víkingi, Jóhann Helgason frá Grindavík og Matthías Guðmundsson úr Val.

Sport
Fréttamynd

KR í úrslitaleikinn

Það verða KR og Keflavík sem leika til úrslita í Visabikarnum í knattspyrnu, en KR-ingar lögðu Þrótt 1-0 í framlengdum undanúrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Það var Skúli Friðgeirsson sem skoraði sigurmark KR þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik framlengingarinnar. Hvorugt liðið bauð upp á nein glæsitilþrif í leiknum í kvöld, en úrvalsdeildarliðið stóð uppi sem sigurvegari í lokin.

Sport