Ástin á götunni

Fréttamynd

Leikmenn Guðjóns án sjálfstrausts

Guðjón Þórðarson þjálfari enska 2. deildarliðsins Notts County veit ekki sitt rjúkandi ráð þessa dagana en lið hans lék í gær áttunda leik sinn í röð án sigurs þegar það steinlá fyrir Rochadale, 3-0. <em>"...Þegar menn vorkenna sjálfum sér hjálpar það engum og þess gætir einmitt meðal minna leikmanna um þessar mundir."</em>

Sport
Fréttamynd

Man City í fjórða sætið

Andy Cole skoraði bæði mörk Manchester City sem læddi sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta nú síðdegis með sigri á West Ham 2-1. City komst í 2-0 en Bobby Zamara minnkaði muninn á lokamínútunum. City er með 17 stig í fjórða sætinu, jafnmörg stig og Man Utd sem er í 3. sæti. West Ham er í 9. sæti með 12 stig.

Sport
Fréttamynd

Robson tekur ekki við Írum

Gamla kempan Sir Bobby Robson hefur vísað þeim getgátum að hann muni taka við írska landsliðinu á bug og segir að liðið sé nú þegar með góðan þjálfara í Brian Kerr. Ekki er þó búist við að samningur hans verði endurnýjaður úr því að liðið komst ekki í lokakeppni HM.

Sport
Fréttamynd

Óvæntur sigur Álasunds á Start

Það urðu óvænt úrslit í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar efsta liðið Start tapaði á heimavelli 5-4 fyrir Álasundi. Jóhannes Harðarson var í byrjunarliði Start en Haraldur Guðmundsson kom inn á sem varamaður í liði Álasunds.

Sport
Fréttamynd

Tvö mörk hjá Gunnari Heiðari í dag

Gunnar Heiðar Þorvaldsson heldur áfram að fara hamförum í sænska fótboltanum en hann skoraði tvö mörk fyrir Halmstad í dag sem valtaði fyrir botnlið sænsku úrvalsdeildarinnar, Assyriska, 5-0. Gunnar er nú einn markahæstur í deildinni með 16 mörk þegar liðið á aðeins einn leik eftir af mótinu.

Sport
Fréttamynd

Inter í 2. sætið á Ítalíu

Inter Milan lyfti sér upp í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með stórsigri á Livorno, 5-0. Inter er 6 stigum á eftir toppliði Juventus sem er með fullt hús stiga eftir 7 umferðir. Fiorentina sem var jafnt AC Milan í 2. sæti fyrir umferðina mistókst að saxa á forskot Juve þar sem liðið tapaði fyrir Lazio, 1-0 í dag.

Sport
Fréttamynd

Pearce ánægður með Andy Cole

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, var ánægður með frammistöðu Andy Cole í gær, þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í sigri 2-1 á nýliðum West Ham á afmælisdaginn sinn.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid komið á toppinn

Ronaldo skoraði þrennu og skaut Real Madrid á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi með 3-0 sigri á Atlético Madrid í gærkvöldi en þá fóru fram 3 leikir í deildinni. Deportivo La Coruña gerði jafntefli við Barcelona í 6 marka þriller.

Sport
Fréttamynd

Bolton yfir gegn Chelsea

Bolton er strax komið yfir gegn toppliði Chelsea í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en Grikkinn Stelios Giannakopoulos skoraði markið á 4. mínútu. Þetta er aðeins þriðja markið sem Chelsea fær á sig á tímabilinu en liði er með fullt hús á toppi deildarinnar eftir 8 umferðir. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea í dag.

Sport
Fréttamynd

Eiður búinn að skora fyrir Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skora fyrir Chelsea sem er komið í 5-1 gegn Bolton sem leiddi 0-1 í hálfleik. Eiður hefur átt frábæra innkomu eftir að hafa komið inn á af varamannabekknum í hálfleik og hefur auk þess átt þátt í tveimur mörkum Chelsea í leiknum. Mark Eiðs kom á 74. mínútu. Þá er Liverpool komið 1-0 yfir gegn Blackburn.

Sport
Fréttamynd

Hannes lék allan leikinn með Stoke

Hannes Sigurðsson lék allan leikinn með Stoke sem tapaði útileik fyrir Derby 1-0 í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á af varamannabekknum á 71. mínútu í liði Leicester sem vann 2-1 útisigur á Watford. Bjarni Guðjónsson kom ekkert við sögu hjá Plymouth sem tapaði á heimavelli, 0-1 fyrir Sheffield Wednesday.

Sport
Fréttamynd

Arnar skoraði í sigri Lokeren

Arnar Grétarsson lék síðustu 10 mínúturnar og skoraði síðasta mark Lokeren sem vann Charleroi 4-2 í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Grétar Rafn Steinsson sat allan tímann á varamannabekk AZ Alkmaar sem tapaði fyrir PSV Eindhoven 3-0 í hollensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Enn tapar Notts County

Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar í ensku 2. deildinni tapaði 3-0 fyrir Rochdale í dag. Notts County er nú fallið niður í 14. sæti deildarinnar með 18 stig og hefur nú ekki unnið sigur í 8 leikjum í röð og markatalan 2-10.

Sport
Fréttamynd

Hannes í byrjunarliði Stoke

Hannes Sigurðsson er eini Íslendingurinn sem er í byrjunarliði síns liðs í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag en hann er í liði Stoke sem er 1-0 undir í hálfleik gegn Derby. Jóhannes Karl Guðjónsson er á varamannabekk Leicester sem er 0-1 yfir gegn Watford og Bjarni Guðjónsson er á bekknum hjá Plymouth sem er 0-1 undir gegn Sheff Wed.

Sport
Fréttamynd

Wigan lagði Newcastle

Wigan skaust í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með 1-0 sigri á Newcastle og eru nýliðarnir nú með 16 stig eða átta stigum á eftir toppliði Chelsea. Jason Roberts skoraði eina mark leiksins fyrir Wigan sem léku manni færri frá 83. mínútu. Newcastle sem eru í 12. sæti deildarinnar með 9 stig.

Sport
Fréttamynd

Leeds í 4. sætið

Gylfi Einarsson lék síðustu tvær mínúrnar með Leeds sem vann 1-2 útisigur á Burnley í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Gylfi kom inn á sem varamaður á 88. mínútu í liði Leeds sem náði 4. sæti deildarinnar með sigrinum með 21 stig, níu stigum á eftir toppliði Sheff Utd.

Sport
Fréttamynd

Man Utd og Bolton yfir í hálfleik

Bolton er 0-1 yfir gegn Chelsea og Man Utd 0-1 yfir gegn Sunderland þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fimm leikjum sem nú standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staðan hjá W.B.A. og Arsenal er jöfn 1-1, markalaust er hjá Tottenham og Everton og sömuleiðis hjá Liverpool og Blackburn.

Sport
Fréttamynd

Helgi Sig á leið til Fram

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Helgi Sigurðsson er genginn til liðs við sitt gamla félag, Fram sem leikur í 1. deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Helgi sem hefur undanfarin 2 ár leikið með AGF í Danmörku hefur gert 2 ára samning við Safamýrarliðið en hann lék að auki með Víkingi áður en hann hélt utan í atvinnumennsku árið 1994.

Sport
Fréttamynd

Chelsea óstöðvandi - Eiður skoraði

Chelsea heldur ótrautt áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið er enn með fullt hús stiga eftir 9 leiki og 5-1 sigur á Bolton í dag. Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik. Arsenal tapaði heldur óvænt fyrir W.B.A. 2-1, Liverpool vann 1-0 sigur á Blackburn, Man Utd vann 1-3 útisigur á Sunderland og Tottenham vann Everton.

Sport
Fréttamynd

Eiður inn á og Chelsea komið yfir

Chelsea er komið yfir gegn Bolton, 4-1 eftir að hafa verið undir í hálfleik, 0-1. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í hálfleik og átti þátt í tveimur fyrstu mörkum Chelsea. Bolton eru manni færri eftir að Ricardo Gardner var vikið af velli. Tottenham er komið 2-0 yfir gegn Everton.

Sport
Fréttamynd

Jewell og Murphy bestir

Danny Murphy var í dag kosinn leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Paul Jewell var valinn knattspyrnustjóri mánaðarins. Murphy var lykilmaður í liði Charlton sem hefur komið mjög á óvart það sem af er leiktíðinni, eins og reyndar stjórinn Paul Jewell hjá Wigan, sem hefur náð ævintýralegum árangri með nýliðana, sem voru taplausir í mánuðinum.

Sport
Fréttamynd

Keane hættur með írska landsliðinu

Roy Keane hefur ákveðið að hætta að spila með írska landsliðinu í knattspyrnu í kjölfar þess að liðinu mistókst að vinna sér sæti á HM í Þýskalandi í sumar. Keane, sem er 34 ára gamall, segist ætla að einbeita sér að því að spila með Manchester United það sem eftir er af ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Hargreaves samdi við Bayern

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hefur framlengt samning sinn við þýsku meistarana Bayern Munchen um fjögur ár og slekkur þar með í þeim orðrómi um að hann snúi til heimalandsins og spili í úrvalsdeildinni ensku.

Sport
Fréttamynd

Enn eitt áfallið fyrir Arsenal

Arsenal hefur orðið fyrir enn einu áfallinu því nú er ljóst að Hvít-Rússinn Alexander Hleb verður frá keppni í sex til átta vikur vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í landsleik í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Pardew í samningaviðræðum

Alan Pardew, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er nú í samningaviðræðum við félagið um framlengingu á samningi sínum. Pardew hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu í tvö ár og fastlega er búist við að hann skrifi brátt undir nýjan samning.

Sport
Fréttamynd

Mido vill fara til Spurs

Framherjinn Mido, sem verið hefur í láni hjá Tottenham Hotspurs frá Roma síðan í janúar í fyrra, segir að hann vilji ganga formlega í raðir Lundúnaliðsins þegar leiktíðinni lýkur í vor.

Sport
Fréttamynd

Sammi vill leggja Chelsea

Sam Allardyce vill að Bolton verði fyrsta liðið til að leggja Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og varar leikmenn sína við því að þeir verði að nýta hvert einasta færi sem þeir kunna að fá í leiknum um helgina, ef þeir ætli sér að vinna meistarana.

Sport
Fréttamynd

Eyjólfur næsti landsliðsþjálfari

Eyjólfur Sverrisson verður kynntur sem næsti A-landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu á blaðamannafundi hjá Knattspyrnusambandinu á eftir. Samningurinn við þá Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson verður ekki endurnýjaður og þeir því hættir.

Sport
Fréttamynd

Dregið í umspil fyrir HM

Nú rétt áðan var ljóst hvaða lið mætast í umspili um laust sæti á HM í knattspyrnu í Þýskalandi næsta sumar. Spánverjar mæta Slóvenum og verður fyrri leikur liðanna á Spáni þann 12. nóvember. Norðmenn fá það erfiða verkefni að mæta Tékkum og Svisslendingar fá Tyrki í heimsókn, en þessir leikir fara allir fram sama dag og æfingaleikur Englendinga og Argentínu.

Sport
Fréttamynd

Borgin neitar Rush um partí

Þátttakendur á Ian Rush Icelandair Masters knattspyrnumótinu sem fer fram í Egilshöll í byrjun nóvember fá ekki móttöku á vegum Reykjavíkurborgar. Á mótið sem er fyrir "lengra komna knattspyrnumenn" koma nokkrir af frægustu knattspyrnumönnum Englands á fyrri árum úr liðum Liverpool, Manchester United og Arsenal.

Sport